Reyna að búa til einstefnu um þjóðveginn í Eldhrauni Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2018 15:00 Aðspurður vonast Ágúst til þess að ekki þurfi að rjúfa veginn til að veita vatni í gegnum hann. Mynd er úr Eldhrauni fyrr í dag. Mynd/Ágúst freyr bjartmarsson Unnið er að opnun annarrar akreinar á þjóðvegi 1, Suðurlandsvegi um Eldhraun, sem lokað var fyrir hádegi í dag vegna vatns úr Skaftárhlaupi. Heilmikið vatn flæðir enn yfir veginn og vonast viðbragðsaðilar til þess að ekki þurfi að rjúfa hann. „Það hefur ekkert aukist, það eru góðu fréttirnar fyrir okkur, en það lækkar hægt og við erum að veita vatninu meðfram veginum og höfum náð svolítið góðum streng,“ segir Ágúst Freyr Bjartmarsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni á Vík í Mýrdal. Sjá einnig: Skemmdir á Suðurlandsvegi vegna Skaftárhlaups Hann segir að á næsta klukkutímanum verði líklega útséð um það hvort hægt verði að hleypa umferð um aðra akrein vegarins. „Þá getum við búið til einstefnu, það horfir í það. Næsta hálftímann eða klukkutímann munum við láta vita um framhaldið.“ Aðspurður vonast Ágúst til þess að ekki þurfi að rjúfa veginn til að veita vatni í gegnum hann. „Ég vona innilega ekki. Það yrði stór aðgerð og það er ljósleiðari og sími þarna undir. Síðan er vatnið að renna svo mikið að vegurinn gæti þá verið lokaður í tvo til þrjá daga.“ Að sögn Ágústs eru þrír starfsmenn Vegagerðarinnar að störfum við veginn. Þá eru lögreglumenn einnig á vettvangi og hópur frá björgunarsveitunum aðstoðar við lokanir á svæðinu. Ágúst segir að vel gangi að beina umferð um Meðallandsveg, þó að vegurinn sé lélegur og umferð nokkuð þung. „Þetta er gamall og þreyttur vegur. Hann er venjulega lítið ekinn, mjög fáfarinn vegur og mæðir mikið á, við breytum því ekki hratt.“ Eldgos og jarðhræringar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skemmdir á Suðurlandsvegi vegna Skaftárhlaups Suðurlandsvegi vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna vatns úr Skaftárhlaupi sem flæðir yfir veginn. Hjáleið er opin um Meðallandsveg. Vatnamælingamaður á Veðurstofunni segir Skaftárhlaup réna hægt og erfitt að segja til um hvað flóðið vari lengi. 6. ágúst 2018 12:00 Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 og hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. 6. ágúst 2018 08:37 Þjóðvegi 1 um Eldhraun lokað vegna vatns úr Skaftárhlaupi Suðurlandsvegi hefur verið lokað vegna vatns á akbraut. 6. ágúst 2018 10:02 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Unnið er að opnun annarrar akreinar á þjóðvegi 1, Suðurlandsvegi um Eldhraun, sem lokað var fyrir hádegi í dag vegna vatns úr Skaftárhlaupi. Heilmikið vatn flæðir enn yfir veginn og vonast viðbragðsaðilar til þess að ekki þurfi að rjúfa hann. „Það hefur ekkert aukist, það eru góðu fréttirnar fyrir okkur, en það lækkar hægt og við erum að veita vatninu meðfram veginum og höfum náð svolítið góðum streng,“ segir Ágúst Freyr Bjartmarsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni á Vík í Mýrdal. Sjá einnig: Skemmdir á Suðurlandsvegi vegna Skaftárhlaups Hann segir að á næsta klukkutímanum verði líklega útséð um það hvort hægt verði að hleypa umferð um aðra akrein vegarins. „Þá getum við búið til einstefnu, það horfir í það. Næsta hálftímann eða klukkutímann munum við láta vita um framhaldið.“ Aðspurður vonast Ágúst til þess að ekki þurfi að rjúfa veginn til að veita vatni í gegnum hann. „Ég vona innilega ekki. Það yrði stór aðgerð og það er ljósleiðari og sími þarna undir. Síðan er vatnið að renna svo mikið að vegurinn gæti þá verið lokaður í tvo til þrjá daga.“ Að sögn Ágústs eru þrír starfsmenn Vegagerðarinnar að störfum við veginn. Þá eru lögreglumenn einnig á vettvangi og hópur frá björgunarsveitunum aðstoðar við lokanir á svæðinu. Ágúst segir að vel gangi að beina umferð um Meðallandsveg, þó að vegurinn sé lélegur og umferð nokkuð þung. „Þetta er gamall og þreyttur vegur. Hann er venjulega lítið ekinn, mjög fáfarinn vegur og mæðir mikið á, við breytum því ekki hratt.“
Eldgos og jarðhræringar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skemmdir á Suðurlandsvegi vegna Skaftárhlaups Suðurlandsvegi vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna vatns úr Skaftárhlaupi sem flæðir yfir veginn. Hjáleið er opin um Meðallandsveg. Vatnamælingamaður á Veðurstofunni segir Skaftárhlaup réna hægt og erfitt að segja til um hvað flóðið vari lengi. 6. ágúst 2018 12:00 Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 og hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. 6. ágúst 2018 08:37 Þjóðvegi 1 um Eldhraun lokað vegna vatns úr Skaftárhlaupi Suðurlandsvegi hefur verið lokað vegna vatns á akbraut. 6. ágúst 2018 10:02 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Skemmdir á Suðurlandsvegi vegna Skaftárhlaups Suðurlandsvegi vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna vatns úr Skaftárhlaupi sem flæðir yfir veginn. Hjáleið er opin um Meðallandsveg. Vatnamælingamaður á Veðurstofunni segir Skaftárhlaup réna hægt og erfitt að segja til um hvað flóðið vari lengi. 6. ágúst 2018 12:00
Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 og hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. 6. ágúst 2018 08:37
Þjóðvegi 1 um Eldhraun lokað vegna vatns úr Skaftárhlaupi Suðurlandsvegi hefur verið lokað vegna vatns á akbraut. 6. ágúst 2018 10:02