Bandaríkjastjórn kyndir enn undir viðskiptastríði við Kína Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2018 22:54 Verð á bandarískum sojabaunum hefur fallið eftir að Trump lagði innflutningstolla á kínverskar vörur og Kínverjar svöruðu í sömu mynt. Kína er stærsti innflytjandi baunanna. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta íhugar nú að leggja 25% innflutningstoll á kínverskar vörur að andvirði um 200 milljarða dollara. Kínverjar hafa hótað því að svara í sömu mynt. Hugmyndin sem kemur frá Trump forseta er meira en tvöföldun á hlutfalli tolla sem hann hafði áður lagt til. Bandaríkin lögðu 25% toll á vörur frá Kína upp á 34 milljarða dollara sem tóku gildi 6. júlí. Kínversk stjórnvöld lögðu tolla á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum á móti. Til stóð að Bandaríkin legðu enn frekari tolla á kínverskar vörur að andvirði 50 milljarða dollara í heildina. Hótanir Trump-stjórnarinnar nú ganga enn lengra og auka hættuna á viðskiptastríði á milli stórveldanna tveggja. Hvíta húsið segir að tollarnir séu svar við því sem það kallar „ósanngjarna viðskiptahætti“ Kínverja sem hafi leitt til þess að það halli á Bandaríkin í viðskiptum ríkjanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þannig gætu innflutningstollar verið lagðar á allt að 6.000 vörutegundir, þar á meðal efni, vefnaðarvöru, steinefni og neytendavörur af ýmsu tagi. Tollarnir gætu tekið gildi í september að loknu umsagnartímabili. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Hætta er á að viðskiptastríð Trump Bandaríkjaforseta og Kína harðni enn á næstunni. 6. júlí 2018 10:15 Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Breytingar muni auka verðbólgu hressilega Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta íhugar nú að leggja 25% innflutningstoll á kínverskar vörur að andvirði um 200 milljarða dollara. Kínverjar hafa hótað því að svara í sömu mynt. Hugmyndin sem kemur frá Trump forseta er meira en tvöföldun á hlutfalli tolla sem hann hafði áður lagt til. Bandaríkin lögðu 25% toll á vörur frá Kína upp á 34 milljarða dollara sem tóku gildi 6. júlí. Kínversk stjórnvöld lögðu tolla á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum á móti. Til stóð að Bandaríkin legðu enn frekari tolla á kínverskar vörur að andvirði 50 milljarða dollara í heildina. Hótanir Trump-stjórnarinnar nú ganga enn lengra og auka hættuna á viðskiptastríði á milli stórveldanna tveggja. Hvíta húsið segir að tollarnir séu svar við því sem það kallar „ósanngjarna viðskiptahætti“ Kínverja sem hafi leitt til þess að það halli á Bandaríkin í viðskiptum ríkjanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þannig gætu innflutningstollar verið lagðar á allt að 6.000 vörutegundir, þar á meðal efni, vefnaðarvöru, steinefni og neytendavörur af ýmsu tagi. Tollarnir gætu tekið gildi í september að loknu umsagnartímabili.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Hætta er á að viðskiptastríð Trump Bandaríkjaforseta og Kína harðni enn á næstunni. 6. júlí 2018 10:15 Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Breytingar muni auka verðbólgu hressilega Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Hætta er á að viðskiptastríð Trump Bandaríkjaforseta og Kína harðni enn á næstunni. 6. júlí 2018 10:15
Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20