Mueller fer fram á 6 mánaða fangelsisdóm yfir George Papadopoulos Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 18. ágúst 2018 11:40 Robert Mueller, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, stýrir rannsókninni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa árið 2016. Vísir/Getty Hinn sérstaki saksóknari Robert Mueller hefur farið fram á sex mánaða fangelsisdóm yfir George Papadopoulos, sem starfaði fyrir forsetaframboð Donalds Trump. Papadopoulos viðurkenndi að hafa logið að rannsakendum um tengsl sín við Rússa en hann átti fundi með rússneskum útsendurum á meðan kosningabaráttan var í algleymingi. Mueller segir að þessir lygar hafi hindrað framgang rannsóknar sinnar á meintum tengslum Rússa við kosningabaráttu Trumps. Meðal annars hafi grunaður maður sloppið úr landi áður en hægt var að yfirheyra hann. Michael Flynn og Richard Gates, sem báður störfuðu fyrir Trump, hafa einnig viðurkennt að hafa logið að rannsakendum um samskipti sín við Rússa fyrir kosningarnar. Rannsókn Muellers beinist að því hvort útsendarar rússneskra stjórnvalda hafi reynt að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna með ýmsum hætti. Rússar eru meðal annars sakaðir um tölvuinnbrot, gagnaleka og skipulagða dreifingu áróðurs og falsfrétta á samfélagsmiðlum. Allt á þetta að hafa verið gert til að auka líkurnar á að Trump bæri sigurorð af Hillary Clinton í forsetakosningunum. Dómari hefur nú fram til 7. September til að ákvarða refsingu Papadopoulosar. Hámarksrefsing er átta mánuðir en sem fyrr segir hefur Mueller farið fram á sex mánaða dóm. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ætla að berjast gegn viðtali við Mueller Lögmannateymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla sér að berjast af öllum krafti gegn því að Trump verði þvingaður til að ræða við rannsakendur Robert Mueller. Jafnvel þó málið þurfi að fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. 16. ágúst 2018 08:36 Ætlar ekki að svara spurningum Mueller Lögmenn forsetans óttast að rannsakendur Mueller gætu leitt Trump í gildru og óttast að hann myndi ljúga að þeim, sem er í sjálfu sér glæpur samkvæmt lögum Bandaríkjanna. 8. ágúst 2018 23:29 „Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA, bregst við ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að svipta hann öryggisheimild í grein í New York Times. 16. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Hinn sérstaki saksóknari Robert Mueller hefur farið fram á sex mánaða fangelsisdóm yfir George Papadopoulos, sem starfaði fyrir forsetaframboð Donalds Trump. Papadopoulos viðurkenndi að hafa logið að rannsakendum um tengsl sín við Rússa en hann átti fundi með rússneskum útsendurum á meðan kosningabaráttan var í algleymingi. Mueller segir að þessir lygar hafi hindrað framgang rannsóknar sinnar á meintum tengslum Rússa við kosningabaráttu Trumps. Meðal annars hafi grunaður maður sloppið úr landi áður en hægt var að yfirheyra hann. Michael Flynn og Richard Gates, sem báður störfuðu fyrir Trump, hafa einnig viðurkennt að hafa logið að rannsakendum um samskipti sín við Rússa fyrir kosningarnar. Rannsókn Muellers beinist að því hvort útsendarar rússneskra stjórnvalda hafi reynt að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna með ýmsum hætti. Rússar eru meðal annars sakaðir um tölvuinnbrot, gagnaleka og skipulagða dreifingu áróðurs og falsfrétta á samfélagsmiðlum. Allt á þetta að hafa verið gert til að auka líkurnar á að Trump bæri sigurorð af Hillary Clinton í forsetakosningunum. Dómari hefur nú fram til 7. September til að ákvarða refsingu Papadopoulosar. Hámarksrefsing er átta mánuðir en sem fyrr segir hefur Mueller farið fram á sex mánaða dóm.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ætla að berjast gegn viðtali við Mueller Lögmannateymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla sér að berjast af öllum krafti gegn því að Trump verði þvingaður til að ræða við rannsakendur Robert Mueller. Jafnvel þó málið þurfi að fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. 16. ágúst 2018 08:36 Ætlar ekki að svara spurningum Mueller Lögmenn forsetans óttast að rannsakendur Mueller gætu leitt Trump í gildru og óttast að hann myndi ljúga að þeim, sem er í sjálfu sér glæpur samkvæmt lögum Bandaríkjanna. 8. ágúst 2018 23:29 „Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA, bregst við ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að svipta hann öryggisheimild í grein í New York Times. 16. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Ætla að berjast gegn viðtali við Mueller Lögmannateymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla sér að berjast af öllum krafti gegn því að Trump verði þvingaður til að ræða við rannsakendur Robert Mueller. Jafnvel þó málið þurfi að fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. 16. ágúst 2018 08:36
Ætlar ekki að svara spurningum Mueller Lögmenn forsetans óttast að rannsakendur Mueller gætu leitt Trump í gildru og óttast að hann myndi ljúga að þeim, sem er í sjálfu sér glæpur samkvæmt lögum Bandaríkjanna. 8. ágúst 2018 23:29
„Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA, bregst við ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að svipta hann öryggisheimild í grein í New York Times. 16. ágúst 2018 12:00