„Er oft með kökk í hálsinum þegar þetta fólk hleypur fram hjá“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 09:15 Gréta Ingþórsdóttir framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. „Reykjavíkurmaraþonið er einn af stærstu fjáröflunarviðburðunum hjá okkar félagi,“ segir Gréta Ingþórsdóttir framkvæmdastjóri SKB, Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. „Við höfum verið með þeim efstu í áheitasöfnuninni síðustu ár og það eru alltaf margir hlauparar sem skrá sig, núna eru þeir í kringum 140. Bæði skiptir þetta miklu máli fyrir félagið fjárhagslega af því að við erum að fá það mikið í áheit, og svo er þetta bara svo skemmtilegur og jákvæður viðburður. Það er hægt að búa til svo skemmtilega stemningu í kringum þetta, líka í hópi þeirra sem eru ekki að hlaupa heldur standa á hliðarlínunni, eru að hvetja og fylgjast með þessu fólki sem er að leggja mikið á sig.“ Gréta bendir á að margir hlauparanna hafi mjög persónulega ástæðu fyrir áheitasöfnuninni, raunveruleika tengdan veikindum barna. „Veikindin hafa áhrif á alla fjölskylduna. Núna er til dæmis sú sem er búin að safna mest í okkar hópi er mamma drengs sem er búin að vera í baráttunni undanfarna mánuði. Þau eru á kafi í því en eru líka að brjóta það upp með því að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og það er líka svo skemmtilegt.“Þessi mynd er tekin við ræsingu hlaupsins í fyrra.Vísir/HannaSkiptir máli að þakkka hlaupurum SKB hefur samband við alla hlauparana sem safna áheitum fyrir félagið ár hvert. „Við setjum okkur í samband við hlauparana í gegnum Hlaupastyrk. Hlaupastyrkur er farvegur sem er náttúrulega bara ómetanlegur og við værum ekki að fá þessi áheit ef hlaupastyrkur væri ekki. Við höfum samband við hvern einasta hlaupara og þökkum honum fyrir að velja okkar félag. Svo erum við með Facebook hóp og biðjum alla að ganga í hópinn á Facebook. Svo höfum við samband við þau þar og segjum líka frá því að við verðum með hvatningarhóp.“ Gréta segir að félagið sé líka í Laugardalshöllinni þegar hlaupararnir sækja hlaupagögnin sín. „Við hvetjum hlauparana til að koma við hjá okkur og erum með eitthvað smotterí handa þeim. Við vorum með boli handa öllum í fyrra og erum með tattú. Fyrst og fremst viljum við hitta þá og þakka þeim fyrir því þetta skiptir svo miklu máli. Auðvitað eru margir að safna litlum fjárhæðum en það safnast þegar saman kemur.“ Hún er sjálf ekki hlaupari en er alltaf á hliðarlínunni í hlaupinu á hverju ári og hvetur hlauparana áfram. „Maður er oft með kökk í hálsinum þegar þetta fólk hleypur fram hjá. Þá er ég ekki að tala um mitt félagsfólk endilega, heldur er maður búinn að lesa sögurnar og sjá hvað þetta fólk er að leggja á sig og í hverju það er búið að lenda.“ Hún segir mikilvægt að þakka hlaupurunum fyrir að leggja þetta á sig og fyrir að velja þeirra málstað. Hópurinn verður við Olís í Ánanaustum og vonar Gréta að sem flestir mæti með þeim að hvetja hlauparana á laugardag. „Það sem við gerum fyrir okkar félagsmenn er fyrst og fremst að styrkja fólk til uppbyggingar og heilsueflingar, hvort sem það er andlegt eða líkamlegt. Foreldrarnir og systkinin og börnin sjálf þurfa oft á því að halda og þurfa að passa upp á sig. Við erum til dæmis að greiða fyrir sálfræðiaðstoð.“Lést aðeins níu ára gömul Sjálf hefur Gréta verið í félaginu frá árinu 2007 þegar dóttir hennar veiktist. „Ég lenti í því að dóttir mín greindist með heilaæxli og dó nokkrum vikum seinna. Hún var tæplega níu ára. Ég segi nú að fyrst að þetta þurfti að koma fyrir mann þá þakka ég fyrir að lenda í öryggisnetinu hjá þessu félagi, þetta er ofsalega gott félag. Við reynum að grípa fólk þegar það lendir í þessu. Sem betur fer fá flestir að fara heim aftur með börnin sín, þau læknast lang flest þó að baráttan og meðferðin sé mjög erfið í mörgum tilfellum.“ Gréta hvetur þá sem hafa kost á til þess að velja sér hlaupara eða hlaupahóp til þess að heita á. Mörg félagana treysta algjörlega á styrki sem þessa. „SKB fær enga beina opinbera styrki og við erum að reka félagið alfarið fyrir svona söfnunarfé, sjálfsaflafé okkar og gjafafé bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum. Það gengur vel en það er bara svo mikil þörf. Þegar fólk lendir í þessu þá er þetta svo mikið rask að það þarf að hjálpa fólki.“Safnast hafa meira en 73,7 milljónir í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið í ár þegar þetta er skrifað, þar af 2,6 milljónir fyrir SKB. Áheitasöfnunin stendur ennþá yfir og er hægt að kynna sér hlauparana og málefnin á síðunni Hlaupastyrkur. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
„Reykjavíkurmaraþonið er einn af stærstu fjáröflunarviðburðunum hjá okkar félagi,“ segir Gréta Ingþórsdóttir framkvæmdastjóri SKB, Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. „Við höfum verið með þeim efstu í áheitasöfnuninni síðustu ár og það eru alltaf margir hlauparar sem skrá sig, núna eru þeir í kringum 140. Bæði skiptir þetta miklu máli fyrir félagið fjárhagslega af því að við erum að fá það mikið í áheit, og svo er þetta bara svo skemmtilegur og jákvæður viðburður. Það er hægt að búa til svo skemmtilega stemningu í kringum þetta, líka í hópi þeirra sem eru ekki að hlaupa heldur standa á hliðarlínunni, eru að hvetja og fylgjast með þessu fólki sem er að leggja mikið á sig.“ Gréta bendir á að margir hlauparanna hafi mjög persónulega ástæðu fyrir áheitasöfnuninni, raunveruleika tengdan veikindum barna. „Veikindin hafa áhrif á alla fjölskylduna. Núna er til dæmis sú sem er búin að safna mest í okkar hópi er mamma drengs sem er búin að vera í baráttunni undanfarna mánuði. Þau eru á kafi í því en eru líka að brjóta það upp með því að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og það er líka svo skemmtilegt.“Þessi mynd er tekin við ræsingu hlaupsins í fyrra.Vísir/HannaSkiptir máli að þakkka hlaupurum SKB hefur samband við alla hlauparana sem safna áheitum fyrir félagið ár hvert. „Við setjum okkur í samband við hlauparana í gegnum Hlaupastyrk. Hlaupastyrkur er farvegur sem er náttúrulega bara ómetanlegur og við værum ekki að fá þessi áheit ef hlaupastyrkur væri ekki. Við höfum samband við hvern einasta hlaupara og þökkum honum fyrir að velja okkar félag. Svo erum við með Facebook hóp og biðjum alla að ganga í hópinn á Facebook. Svo höfum við samband við þau þar og segjum líka frá því að við verðum með hvatningarhóp.“ Gréta segir að félagið sé líka í Laugardalshöllinni þegar hlaupararnir sækja hlaupagögnin sín. „Við hvetjum hlauparana til að koma við hjá okkur og erum með eitthvað smotterí handa þeim. Við vorum með boli handa öllum í fyrra og erum með tattú. Fyrst og fremst viljum við hitta þá og þakka þeim fyrir því þetta skiptir svo miklu máli. Auðvitað eru margir að safna litlum fjárhæðum en það safnast þegar saman kemur.“ Hún er sjálf ekki hlaupari en er alltaf á hliðarlínunni í hlaupinu á hverju ári og hvetur hlauparana áfram. „Maður er oft með kökk í hálsinum þegar þetta fólk hleypur fram hjá. Þá er ég ekki að tala um mitt félagsfólk endilega, heldur er maður búinn að lesa sögurnar og sjá hvað þetta fólk er að leggja á sig og í hverju það er búið að lenda.“ Hún segir mikilvægt að þakka hlaupurunum fyrir að leggja þetta á sig og fyrir að velja þeirra málstað. Hópurinn verður við Olís í Ánanaustum og vonar Gréta að sem flestir mæti með þeim að hvetja hlauparana á laugardag. „Það sem við gerum fyrir okkar félagsmenn er fyrst og fremst að styrkja fólk til uppbyggingar og heilsueflingar, hvort sem það er andlegt eða líkamlegt. Foreldrarnir og systkinin og börnin sjálf þurfa oft á því að halda og þurfa að passa upp á sig. Við erum til dæmis að greiða fyrir sálfræðiaðstoð.“Lést aðeins níu ára gömul Sjálf hefur Gréta verið í félaginu frá árinu 2007 þegar dóttir hennar veiktist. „Ég lenti í því að dóttir mín greindist með heilaæxli og dó nokkrum vikum seinna. Hún var tæplega níu ára. Ég segi nú að fyrst að þetta þurfti að koma fyrir mann þá þakka ég fyrir að lenda í öryggisnetinu hjá þessu félagi, þetta er ofsalega gott félag. Við reynum að grípa fólk þegar það lendir í þessu. Sem betur fer fá flestir að fara heim aftur með börnin sín, þau læknast lang flest þó að baráttan og meðferðin sé mjög erfið í mörgum tilfellum.“ Gréta hvetur þá sem hafa kost á til þess að velja sér hlaupara eða hlaupahóp til þess að heita á. Mörg félagana treysta algjörlega á styrki sem þessa. „SKB fær enga beina opinbera styrki og við erum að reka félagið alfarið fyrir svona söfnunarfé, sjálfsaflafé okkar og gjafafé bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum. Það gengur vel en það er bara svo mikil þörf. Þegar fólk lendir í þessu þá er þetta svo mikið rask að það þarf að hjálpa fólki.“Safnast hafa meira en 73,7 milljónir í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið í ár þegar þetta er skrifað, þar af 2,6 milljónir fyrir SKB. Áheitasöfnunin stendur ennþá yfir og er hægt að kynna sér hlauparana og málefnin á síðunni Hlaupastyrkur.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda