Um hvað snúast kjarasamningar á komandi vetri? Guðríður Arnardóttir skrifar 28. ágúst 2018 09:45 Gylfi Zoega vann skýrslu fyrir forsætisráðherra um þjóðhagslegt umhverfi kjarasamninga á komandi vetri. Gylfi bendir á að launakjör almennings í landinu hafi batnað á undanförnum árum. Hagvísar sýna að ráðstöfunartekjur þjóðarinnar hafa hækkað og kaupmáttur aukist síðustu ár. Nú er kaupmáttur reyndar nálægt því sem hann var á hápunkti uppsveiflunnar fyrir hrun. Launahækkanir almennings árið 2015 voru allnokkrar enda óumdeilt að hækkun var löngu tímabærar í kjölfar þeirra þrenginga sem almenningur mátti þola á árunum eftir hrun. Hækkanir urðu ekki til að auka verðbólgu þar sem útflutningsgreinarnar báru þungann með sterku gengi krónunnar, auk fjölgunar erlendra ferðamanna og fleiri jákvæðra hagrænna þátta. Gylfi bendir á að í aðdraganda kjarasamninga komandi vetrar séu aðstæður aðrar. Samkeppnisstaða útflutningsgreina hefur veikst m.a. vegna innlendra launahækkana. Styrking krónunnar hefur skilað sér í hærra verðlagi sem hefur svo aftur neikvæð áhrif á ferðaþjónustu í landinu og þar með gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Hver þáttur hefur áhrif á annan og lítið getur þurft til að raska því jafnvægi sem ríkir á meðal hinna ýmsu hagstærða. En það verður ekki fram hjá því litið að launahækkanir æðstu stjórnenda á almennum markaði og ekki síður innan opinbera geirans hafa verið langt umfram það sem almenningi í landinu hefur boðist. Við í verkalýðshreyfingunni höfum haldið kröfum okkar innan skynsamlegs ramma í þeirri von að ávinningur af launahækkunum fuðri ekki upp í logum verðbólgunnar. Stundum örlar þó á óbragði í munni. Kjarasamningar komandi vetrar verða glórulausir ef stjórnvöld leggja verkalýðshreyfingunni ekki lið með afgerandi hætti. Stjórnvöld þurfa að koma til móts við lægst launuðu hópana í landinu með breytingum á skattkerfinu. Þar vegur hækkun persónuafsláttar þyngst og mun nýtast þeim mest sem lægst hafa launin. Stjórnvöld verða að grípa til aðgerða á húsnæðismarkaði með það markmið að lækka húsnæðisverð og/eða byggja upp traustan langtíma leigumarkað. En það er fleira sem skiptir máli. Í komandi kjarasamningum þurfum við að takast á við álag, streitu og kulnun í starfi með því að semja um sveigjanlegri vinnutíma og styttri vinnuviku. Og við eigum að halda áfram að jafna laun á milli almenna og opinbera markaðarins og finna sátt um hvernig við metum menntun og ábyrgð til launa. Stjórnvöld og verkalýðsforystan verða að taka höndum saman og leysa þetta verkefni í sameiningu, af skynsemi, yfirvegun og með jöfnuð í samfélaginu að leiðarljósi. Það er hætt við því, ef áfram er gengið í átt til vaxandi misskiptingar þar sem mulið er undir forréttindastétt í þessu landi, að við launþegar missum kúlið og þá tapa allir.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Gylfi Zoega vann skýrslu fyrir forsætisráðherra um þjóðhagslegt umhverfi kjarasamninga á komandi vetri. Gylfi bendir á að launakjör almennings í landinu hafi batnað á undanförnum árum. Hagvísar sýna að ráðstöfunartekjur þjóðarinnar hafa hækkað og kaupmáttur aukist síðustu ár. Nú er kaupmáttur reyndar nálægt því sem hann var á hápunkti uppsveiflunnar fyrir hrun. Launahækkanir almennings árið 2015 voru allnokkrar enda óumdeilt að hækkun var löngu tímabærar í kjölfar þeirra þrenginga sem almenningur mátti þola á árunum eftir hrun. Hækkanir urðu ekki til að auka verðbólgu þar sem útflutningsgreinarnar báru þungann með sterku gengi krónunnar, auk fjölgunar erlendra ferðamanna og fleiri jákvæðra hagrænna þátta. Gylfi bendir á að í aðdraganda kjarasamninga komandi vetrar séu aðstæður aðrar. Samkeppnisstaða útflutningsgreina hefur veikst m.a. vegna innlendra launahækkana. Styrking krónunnar hefur skilað sér í hærra verðlagi sem hefur svo aftur neikvæð áhrif á ferðaþjónustu í landinu og þar með gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Hver þáttur hefur áhrif á annan og lítið getur þurft til að raska því jafnvægi sem ríkir á meðal hinna ýmsu hagstærða. En það verður ekki fram hjá því litið að launahækkanir æðstu stjórnenda á almennum markaði og ekki síður innan opinbera geirans hafa verið langt umfram það sem almenningi í landinu hefur boðist. Við í verkalýðshreyfingunni höfum haldið kröfum okkar innan skynsamlegs ramma í þeirri von að ávinningur af launahækkunum fuðri ekki upp í logum verðbólgunnar. Stundum örlar þó á óbragði í munni. Kjarasamningar komandi vetrar verða glórulausir ef stjórnvöld leggja verkalýðshreyfingunni ekki lið með afgerandi hætti. Stjórnvöld þurfa að koma til móts við lægst launuðu hópana í landinu með breytingum á skattkerfinu. Þar vegur hækkun persónuafsláttar þyngst og mun nýtast þeim mest sem lægst hafa launin. Stjórnvöld verða að grípa til aðgerða á húsnæðismarkaði með það markmið að lækka húsnæðisverð og/eða byggja upp traustan langtíma leigumarkað. En það er fleira sem skiptir máli. Í komandi kjarasamningum þurfum við að takast á við álag, streitu og kulnun í starfi með því að semja um sveigjanlegri vinnutíma og styttri vinnuviku. Og við eigum að halda áfram að jafna laun á milli almenna og opinbera markaðarins og finna sátt um hvernig við metum menntun og ábyrgð til launa. Stjórnvöld og verkalýðsforystan verða að taka höndum saman og leysa þetta verkefni í sameiningu, af skynsemi, yfirvegun og með jöfnuð í samfélaginu að leiðarljósi. Það er hætt við því, ef áfram er gengið í átt til vaxandi misskiptingar þar sem mulið er undir forréttindastétt í þessu landi, að við launþegar missum kúlið og þá tapa allir.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar