Nágrannar kæra húsaþyrpingu og hótelbyggingu í Heysholti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. ágúst 2018 07:30 Hótel Landborgir og frístundahúsabyggð í hönnun Arkís arkitekta eins og hún er lögð fram í kynningargögnum. Deilt er um skipulagið. Arkís Arkitektar Eigendur jarða sem liggja að Heysholti í Rangárþingi ytra hafa kært deiliskipulag sem sveitarstjórnin samþykkti og heimilar byggingu hótels og frístundahúsa í Heysholti. Í kæru eigenda fimm jarða til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála kemur fram að gert sé ráð fyrir byggingu þriggja hæða, 90 herbergja hótels auk um 40 frístundahúsa „í miðju sveitahéraði,“ eins og það er orðað. Fjöldi gesta geti orðið allt að 448 og við bætist svo starfsmenn. Rangárþing ytra hafi ekki kynnt skipulagsbreytinguna samkvæmt reglum. „Landeigendur sem eiga land að nýja skipulagsreitnum (Heimaland, Þúfa, Lækjarbotnar og Flagbjarnarholt) sem og aðrir nágrannar höfðu ekki hugmynd um hvað var í gangi fyrr en búið var að samþykkja skipulagið með verulegum breytingum frá upphaflegu plani þar sem stærð, umfang og hæð bygginga var komin fram úr öllu hófi. Það er ljóst að áhrifasvæði hinna fyrirhuguðu mannvirkja nær langt út fyrir Heysholtsreitinn og því hefði átt að upplýsa og ræða við nágranna,“ segir í kærunni. Þá segja kærendurnir umhugsunarvert að sveitarfélagið hafi ekki brugðist við fjölmörgum ábendingum frá Umhverfisstofnun. Sú umsögn hafi verið rituð þegar deiliskipulagstillagan miðaði við að hótelið yrði tvær hæðir. „Í staðinn samþykkir sveitarfélagið að skipulagið þróist í öfuga átt þar sem meðal annars meira byggingarmagn er leyft, hótelbygging hækkuð í þrjár hæðir og umfang fyrirhugaðrar starfsemi aukin með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Byggingarnar verða staðsettar nálægt viðkvæmu votlendi og var sérstaklega bent á mikilvægi verndunar þess í umsögn Umhverfisstofnunar,“ segja kærendurnir. Garðar G. Gíslason, lögmaður eigenda Heysholts, segir í bréfi til úrskurðarnefndarinnar að sveitarstjórnin beri ábyrgð á deiliskipulaginu. Þrjátíu daga kærufrestur hafi verið runninn út þegar kæran barst og því beri að vísa henni frá. Í tölvupósti til Rangárþings ytra gerir Garðar því skóna að nágrannarnir hafi lagt fram kæru til úrskurðarnefndarinnar að áeggjan sveitarfélagsins. „Umbjóðendur mínir furða sig á og eru ansi hreint óhressir með að sveitarfélagið sýnist hafa lagt að kærendum í málinu að kanna möguleika á því að skjóta málinu til nefndarinnar,“ segir í bréfi lögmannsins sem kveður jarðeigendurna vænta þess að sveitarfélagið grípi til varna í málinu enda sé það hlutverk þess en ekki eigendanna. Skipulagsnefnd Rangárþings hafnar því að ekki hafi verið staðið rétt að auglýsingu og tekur undir með lögmanni eigenda Heysholts um að kærufrestur hafi verið liðinn. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
Eigendur jarða sem liggja að Heysholti í Rangárþingi ytra hafa kært deiliskipulag sem sveitarstjórnin samþykkti og heimilar byggingu hótels og frístundahúsa í Heysholti. Í kæru eigenda fimm jarða til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála kemur fram að gert sé ráð fyrir byggingu þriggja hæða, 90 herbergja hótels auk um 40 frístundahúsa „í miðju sveitahéraði,“ eins og það er orðað. Fjöldi gesta geti orðið allt að 448 og við bætist svo starfsmenn. Rangárþing ytra hafi ekki kynnt skipulagsbreytinguna samkvæmt reglum. „Landeigendur sem eiga land að nýja skipulagsreitnum (Heimaland, Þúfa, Lækjarbotnar og Flagbjarnarholt) sem og aðrir nágrannar höfðu ekki hugmynd um hvað var í gangi fyrr en búið var að samþykkja skipulagið með verulegum breytingum frá upphaflegu plani þar sem stærð, umfang og hæð bygginga var komin fram úr öllu hófi. Það er ljóst að áhrifasvæði hinna fyrirhuguðu mannvirkja nær langt út fyrir Heysholtsreitinn og því hefði átt að upplýsa og ræða við nágranna,“ segir í kærunni. Þá segja kærendurnir umhugsunarvert að sveitarfélagið hafi ekki brugðist við fjölmörgum ábendingum frá Umhverfisstofnun. Sú umsögn hafi verið rituð þegar deiliskipulagstillagan miðaði við að hótelið yrði tvær hæðir. „Í staðinn samþykkir sveitarfélagið að skipulagið þróist í öfuga átt þar sem meðal annars meira byggingarmagn er leyft, hótelbygging hækkuð í þrjár hæðir og umfang fyrirhugaðrar starfsemi aukin með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Byggingarnar verða staðsettar nálægt viðkvæmu votlendi og var sérstaklega bent á mikilvægi verndunar þess í umsögn Umhverfisstofnunar,“ segja kærendurnir. Garðar G. Gíslason, lögmaður eigenda Heysholts, segir í bréfi til úrskurðarnefndarinnar að sveitarstjórnin beri ábyrgð á deiliskipulaginu. Þrjátíu daga kærufrestur hafi verið runninn út þegar kæran barst og því beri að vísa henni frá. Í tölvupósti til Rangárþings ytra gerir Garðar því skóna að nágrannarnir hafi lagt fram kæru til úrskurðarnefndarinnar að áeggjan sveitarfélagsins. „Umbjóðendur mínir furða sig á og eru ansi hreint óhressir með að sveitarfélagið sýnist hafa lagt að kærendum í málinu að kanna möguleika á því að skjóta málinu til nefndarinnar,“ segir í bréfi lögmannsins sem kveður jarðeigendurna vænta þess að sveitarfélagið grípi til varna í málinu enda sé það hlutverk þess en ekki eigendanna. Skipulagsnefnd Rangárþings hafnar því að ekki hafi verið staðið rétt að auglýsingu og tekur undir með lögmanni eigenda Heysholts um að kærufrestur hafi verið liðinn.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira