Leikmenn og þjálfarar liðsins eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína Hjörvar Ólafsson skrifar 20. ágúst 2018 07:30 Guðmundur Guðmundsson segir strákana hér heima í góðu umhverfi. vísir/getty „Það hefur verið algjörlega frábært að fylgjast með þeim og þó svo að það sé alltaf svekkjandi að tapa úrslitaleik þá er árangur þeirra stórkostlegur. Þeir hafa spilað heilt yfir mjög góðan varnarleik á mótinu og einkar vel útfærðan sóknarleik,“ segir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, um árangur U18 ára liðsins sem fékk silfur á HM í gær. „Heimir Þór Ríkharðsson og hans teymi hafa innleitt aga og skynsemi í sóknarleikinn og það var mjög gaman að sjá hvað hann var taktískt góður og vel upp lagður. Þeir eru að gera svipaða hluti og við erum að gera hjá A-landsliðinu og þjálfararnir eiga hrós skilið fyrir hversu vel „drillaðir“ leikmenn eru í sínum hlutverkum bæði í vörn og sókn,“ bætir Guðmundur við. „Markvarslan var líka heilt yfir mjög góð á mótinu og gaman að sjá hvað Viktor Gísli Hallgrímsson er orðinn öflugur. Haukur Þrastarson fór svo fyrir liðinu í sóknarleiknum og hann er orðinn mjög þroskaður og góður leikmaður,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson. „Það er kærkomið fyrir mig að sjá hversu langt þessir leikmenn eru komnir og hversu vel þeir standa í sínum aldursflokki. Það má hins vegar ekki gleyma því að það er langur vegur frá því að gera góða hluti með U-18 ára liðinu og að geta gert sig gildandi með A-liðinu. Þar þurfa menn að fá 30-40 leiki til þess að slípa sinn leik og hlaupa af sér hornin ef svo má segja. Þetta gefur hins vegar klárlega góð fyrirheit fyrir framtíðina og sýnir að framtíðin er björt í íslenskum handbolta. Nú verða leikmenn eins og Viktor og Haukur sem hafa verið að spila stórt hlutverk með meistaraflokksliðum hér heima bara að vera þolinmóðir. Að mínu mati ættu þeir að halda sig heima þar sem þeir eru í góðu umhverfi og Haukur að spila stórt hlutverki í liði sem fór alla leið í úrslit síðasta vor. Mér finnst ekki liggja á að þeir fari utan að spila,“ segir Guðmundur um framhaldið hjá leikmönnum íslenska liðsins. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30 Fimm marka tap gegn Svíum í úrslitaleiknum á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri tapaði 32-27 í úrslitaleik gegn Svíþjóð en EM fór fram í Króatíu. 19. ágúst 2018 17:00 Haukur valinn leikmaður mótsins og Dagur í úrvalsliðinu Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaður EM U18 ára sem kláraðist í dag en Haukur fór á kostum á mótinu. 19. ágúst 2018 19:15 Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
„Það hefur verið algjörlega frábært að fylgjast með þeim og þó svo að það sé alltaf svekkjandi að tapa úrslitaleik þá er árangur þeirra stórkostlegur. Þeir hafa spilað heilt yfir mjög góðan varnarleik á mótinu og einkar vel útfærðan sóknarleik,“ segir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, um árangur U18 ára liðsins sem fékk silfur á HM í gær. „Heimir Þór Ríkharðsson og hans teymi hafa innleitt aga og skynsemi í sóknarleikinn og það var mjög gaman að sjá hvað hann var taktískt góður og vel upp lagður. Þeir eru að gera svipaða hluti og við erum að gera hjá A-landsliðinu og þjálfararnir eiga hrós skilið fyrir hversu vel „drillaðir“ leikmenn eru í sínum hlutverkum bæði í vörn og sókn,“ bætir Guðmundur við. „Markvarslan var líka heilt yfir mjög góð á mótinu og gaman að sjá hvað Viktor Gísli Hallgrímsson er orðinn öflugur. Haukur Þrastarson fór svo fyrir liðinu í sóknarleiknum og hann er orðinn mjög þroskaður og góður leikmaður,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson. „Það er kærkomið fyrir mig að sjá hversu langt þessir leikmenn eru komnir og hversu vel þeir standa í sínum aldursflokki. Það má hins vegar ekki gleyma því að það er langur vegur frá því að gera góða hluti með U-18 ára liðinu og að geta gert sig gildandi með A-liðinu. Þar þurfa menn að fá 30-40 leiki til þess að slípa sinn leik og hlaupa af sér hornin ef svo má segja. Þetta gefur hins vegar klárlega góð fyrirheit fyrir framtíðina og sýnir að framtíðin er björt í íslenskum handbolta. Nú verða leikmenn eins og Viktor og Haukur sem hafa verið að spila stórt hlutverk með meistaraflokksliðum hér heima bara að vera þolinmóðir. Að mínu mati ættu þeir að halda sig heima þar sem þeir eru í góðu umhverfi og Haukur að spila stórt hlutverki í liði sem fór alla leið í úrslit síðasta vor. Mér finnst ekki liggja á að þeir fari utan að spila,“ segir Guðmundur um framhaldið hjá leikmönnum íslenska liðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30 Fimm marka tap gegn Svíum í úrslitaleiknum á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri tapaði 32-27 í úrslitaleik gegn Svíþjóð en EM fór fram í Króatíu. 19. ágúst 2018 17:00 Haukur valinn leikmaður mótsins og Dagur í úrvalsliðinu Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaður EM U18 ára sem kláraðist í dag en Haukur fór á kostum á mótinu. 19. ágúst 2018 19:15 Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30
Fimm marka tap gegn Svíum í úrslitaleiknum á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri tapaði 32-27 í úrslitaleik gegn Svíþjóð en EM fór fram í Króatíu. 19. ágúst 2018 17:00
Haukur valinn leikmaður mótsins og Dagur í úrvalsliðinu Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaður EM U18 ára sem kláraðist í dag en Haukur fór á kostum á mótinu. 19. ágúst 2018 19:15