Gæslan neitar að sýna spilin í þyrlumáli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. ágúst 2018 08:00 Airbus Super Puma 225 þyrla eins og þær sem Landhelgisgæslan samdi um leigu á fyrir sléttum þremur mánuðum. Landhelgisgæslan veitir hvorki aðgang að gögnum um meintar fullyrðingar Airbus um þyrlu slys í Suður-Kóreu né að skjölum sem sýna að stofnuninni sé enn heimilt að bakka út úr samningi frá í maí um leigu á þyrlum frá Noregi. „Í ljósi þess að um er að ræða upplýsingar sem varða rannsókn sem enn stendur yfir, er Landhelgisgæslunni ekki heimilt að afhenda umrædd gögn á grundvelli upplýsingalaga samanber 9. gr. laganna,“ segir í svari til Fréttablaðsins frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, varðandi upplýsingar frá Airbus. Svarið barst eftir fjögurra vikna bið. Eftir að Fréttablaðið sagði frá því að herþyrla með gírkassa frá Airbus hrapaði í Suður-Kóreu 17. júlí síðastliðinn kvaðst Landhelgisgæslan hafa upplýsingar um það frá Airbus að slysið hefði atvikast með öðrum hætti en þekkt, mannskæð slys með Super Puma þyrlum í Noregi og Skotlandi. Þær þyrlur voru með sams konar gírkassa og herþyrlan í Suður-Kóreu. Í öllum þremur tilvikunum losnuð spaðarnir ofan af þyrlunum.Sjá einnig: Þáðu tilboð aldarinnarÁsgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.Slíkar Super Puma þyrlur hefur Landhelgisgæslan samið um að leigja frá Noregi í stað tveggja Super Puma þyrla af eldri gerð. Airbus hefur sagst hafa tryggt öryggi þyrlanna en rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi sagðist í skýrslu, sem gefin var út 4. júlí síðastliðinn, telja að endurhanna þyrfti gírkassa vélanna. Í kjölfarið á því kvaðst Landhelgisgæslan ætla að skoða málið og sagði stofnunina enn hafa möguleika á því að draga sig út úr þyrluskiptasamningi við leigusala sinn í Noregi frá í lok maí. Fréttablaðið spurði Landhelgisgæsluna hversu langan tíma hún hefði til að draga sig út úr samningnum frá í maí og hvort hægt væri að fá afrit gagna sem sýna það. „Samkomulagið var gert með fyrirvörum og í því er ekki kveðið á um tiltekna dagsetningu þar sem endanleg niðurstaða verður að liggja fyrir,“ segir í svari frá Ásgeiri upplýsingafulltrúa sem lætur hins vegar hjá líða að framvísa gögnum um þetta atriði. Fréttablaðið spurði leigusalann, Knut Axel Ugland Holding AS (KAUH), hvort hann legði sama skilning í stöðuna. Øyvind Ødegård, yfirmaður hjá KAUH, segir að spurningum verði ekki svarað. „Það er regla hjá fyrirtækinu að svara aldrei spurningum frá þriðja aðila þar sem við teljum slíkar upplýsingar vera trúnaðarmál milli Knut Axel Ugland Holding AS og viðskiptavina okkar,“ segir Ødegård.Bæði Landhelgisgæslan og KAUH voru spurð hvort breytingar væru hafnar á þyrlunum sem væntanlegar eru til landsins til að mæta þörfum Gæslunnar. „Engar breytingar hafa verið gerðar á vélunum í Noregi,“ segir í svari frá Gæslunni. Engin svör bárust frá KAUH um breytingarnar á þyrlunum frekar en við þeirri spurningu hvort fyrirtækið hefði þegar ráðstafað þyrlunum sem það á hér í önnur verkefni. „Landhelgisgæslan er með leigusamning fyrir TF-SYN og TF-GNA sem er í fullu gildi. Þeim hefur ekki verið ráðstafað í önnur verkefni,“ svarar upplýsingafulltrúi Gæslunnar hins vegar. Fréttablaðið óskaði á mánudag eftir nánari skýringum á svörum Landhelgisgæslunnar, meðal annars um það til hvaða rannsóknar stofnunin er að vísa, hvort unnið sé að breytingum á þyrlunum annars staðar en í Noregi og á hvorum málslið 9. greinar upplýsingalaganna áðurnefnd synjun á afhendingu gagna frá Airbus byggir. Ekkert svar hefur borist Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Sjá meira
Landhelgisgæslan veitir hvorki aðgang að gögnum um meintar fullyrðingar Airbus um þyrlu slys í Suður-Kóreu né að skjölum sem sýna að stofnuninni sé enn heimilt að bakka út úr samningi frá í maí um leigu á þyrlum frá Noregi. „Í ljósi þess að um er að ræða upplýsingar sem varða rannsókn sem enn stendur yfir, er Landhelgisgæslunni ekki heimilt að afhenda umrædd gögn á grundvelli upplýsingalaga samanber 9. gr. laganna,“ segir í svari til Fréttablaðsins frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, varðandi upplýsingar frá Airbus. Svarið barst eftir fjögurra vikna bið. Eftir að Fréttablaðið sagði frá því að herþyrla með gírkassa frá Airbus hrapaði í Suður-Kóreu 17. júlí síðastliðinn kvaðst Landhelgisgæslan hafa upplýsingar um það frá Airbus að slysið hefði atvikast með öðrum hætti en þekkt, mannskæð slys með Super Puma þyrlum í Noregi og Skotlandi. Þær þyrlur voru með sams konar gírkassa og herþyrlan í Suður-Kóreu. Í öllum þremur tilvikunum losnuð spaðarnir ofan af þyrlunum.Sjá einnig: Þáðu tilboð aldarinnarÁsgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.Slíkar Super Puma þyrlur hefur Landhelgisgæslan samið um að leigja frá Noregi í stað tveggja Super Puma þyrla af eldri gerð. Airbus hefur sagst hafa tryggt öryggi þyrlanna en rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi sagðist í skýrslu, sem gefin var út 4. júlí síðastliðinn, telja að endurhanna þyrfti gírkassa vélanna. Í kjölfarið á því kvaðst Landhelgisgæslan ætla að skoða málið og sagði stofnunina enn hafa möguleika á því að draga sig út úr þyrluskiptasamningi við leigusala sinn í Noregi frá í lok maí. Fréttablaðið spurði Landhelgisgæsluna hversu langan tíma hún hefði til að draga sig út úr samningnum frá í maí og hvort hægt væri að fá afrit gagna sem sýna það. „Samkomulagið var gert með fyrirvörum og í því er ekki kveðið á um tiltekna dagsetningu þar sem endanleg niðurstaða verður að liggja fyrir,“ segir í svari frá Ásgeiri upplýsingafulltrúa sem lætur hins vegar hjá líða að framvísa gögnum um þetta atriði. Fréttablaðið spurði leigusalann, Knut Axel Ugland Holding AS (KAUH), hvort hann legði sama skilning í stöðuna. Øyvind Ødegård, yfirmaður hjá KAUH, segir að spurningum verði ekki svarað. „Það er regla hjá fyrirtækinu að svara aldrei spurningum frá þriðja aðila þar sem við teljum slíkar upplýsingar vera trúnaðarmál milli Knut Axel Ugland Holding AS og viðskiptavina okkar,“ segir Ødegård.Bæði Landhelgisgæslan og KAUH voru spurð hvort breytingar væru hafnar á þyrlunum sem væntanlegar eru til landsins til að mæta þörfum Gæslunnar. „Engar breytingar hafa verið gerðar á vélunum í Noregi,“ segir í svari frá Gæslunni. Engin svör bárust frá KAUH um breytingarnar á þyrlunum frekar en við þeirri spurningu hvort fyrirtækið hefði þegar ráðstafað þyrlunum sem það á hér í önnur verkefni. „Landhelgisgæslan er með leigusamning fyrir TF-SYN og TF-GNA sem er í fullu gildi. Þeim hefur ekki verið ráðstafað í önnur verkefni,“ svarar upplýsingafulltrúi Gæslunnar hins vegar. Fréttablaðið óskaði á mánudag eftir nánari skýringum á svörum Landhelgisgæslunnar, meðal annars um það til hvaða rannsóknar stofnunin er að vísa, hvort unnið sé að breytingum á þyrlunum annars staðar en í Noregi og á hvorum málslið 9. greinar upplýsingalaganna áðurnefnd synjun á afhendingu gagna frá Airbus byggir. Ekkert svar hefur borist
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Sjá meira