Hvimleitt að ferðamenn virði ekki merkingar við Gullfoss Sighvatur Arnmundsson skrifar 6. september 2018 06:00 Böndin sem girða af göngustígana eru ekki mikil hindrun fyrir þá sem vilja komast sem næst Gullfossi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Þetta er hvimleitt vandamál og er það auðvitað víða um land. Ástandið hérna er samt alveg innan marka miðað við þann mikla fjölda sem hingað kemur,“ segir Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður á Gullfossi og Geysi, um það að ferðamenn fari ekki eftir öryggisreglum. Valdimar segir að oft sé um hjarðhegðun að ræða. Fari einn yfir böndin sem afmarka göngustíginn fylgi oft fleiri í kjölfarið. Gullfoss er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en að sögn Valdimars koma þangað að jafnaði um 2.800 manns á degi hverjum. Í sumar hafi þessi fjöldi stundum verið milli fjögur og fimm þúsund manns. „Fólki er stýrt mjög vel hérna. Við erum með upplýsingaskilti og bönd sem girða af göngustíga. Samt höfum við ekki mannskap til að elta uppi hvern og einn ferðamann sem fer ekki eftir fyrirmælum.“Ferðamenn vilja komast sem næst fossinum til að ná sem bestum myndum.Valdimar segir að tveir til þrír landverðir séu á vakt að jafnaði og sinna þeir bæði Gullfossi og Geysi. „Hingað er að koma fólk allan sólarhringinn en við erum bara með vakt á daginn.“ Aðspurður hvort hægt sé að koma frekar til móts við þá ferðamenn sem vilji komast sem næst fossinum segir Valdimar að huga þurfi að öryggi ferðamanna og gróðurvernd. „Við erum búin að teygja þetta ansi vel og reynum að vera eins sanngjörn og við getum. Það eru samt takmörk á því þar sem það er hætta á grjóthruni.“ Umhverfisstofnun fer með málefni friðlýstra svæða en Gullfoss var friðlýstur árið 1979. Í nóvember 2016 var samþykkt stjórnunar- og verndaráætlun fyrir svæðið sem gildir til 2025. Þar kemur fram að auka skuli meðvitund ferðamanna um þær hættur sem séu til staðar með aukinni fræðslu. Þá er lögð áhersla á að ferðamenn virði merkingar og öryggislínur og fylgi göngustígum.Þessir ferðamenn lögðu sig í hættu enda brúnirnar ótraustar. fréttablaðið/eyþór„Aðgerðirnar sem þarna eru tilteknar eru á áætlun. Við erum í stöðugri vinnu við að bæta aðstöðuna hér vegna vaxandi fjölda ferðamanna.“ Svavar Njarðarson, framkvæmdastjóri Gullfosskaffis, telur að bæta þurfi merkingar og afmörkun göngustíga. „Svo veltir maður því fyrir sér hvort það þyrfti ekki að skoða sektarheimildir. Það hefur engar afleiðingar í dag ef fólk fer ekki eftir reglum.“ Hann segir að Umhverfisstofnun sé alltaf að bæta aðstöðuna. „Það er allavega ekki stöðnun eða afturför hérna. Í framtíðinni mætti svo kannski efla gæslu á svæðinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
„Þetta er hvimleitt vandamál og er það auðvitað víða um land. Ástandið hérna er samt alveg innan marka miðað við þann mikla fjölda sem hingað kemur,“ segir Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður á Gullfossi og Geysi, um það að ferðamenn fari ekki eftir öryggisreglum. Valdimar segir að oft sé um hjarðhegðun að ræða. Fari einn yfir böndin sem afmarka göngustíginn fylgi oft fleiri í kjölfarið. Gullfoss er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en að sögn Valdimars koma þangað að jafnaði um 2.800 manns á degi hverjum. Í sumar hafi þessi fjöldi stundum verið milli fjögur og fimm þúsund manns. „Fólki er stýrt mjög vel hérna. Við erum með upplýsingaskilti og bönd sem girða af göngustíga. Samt höfum við ekki mannskap til að elta uppi hvern og einn ferðamann sem fer ekki eftir fyrirmælum.“Ferðamenn vilja komast sem næst fossinum til að ná sem bestum myndum.Valdimar segir að tveir til þrír landverðir séu á vakt að jafnaði og sinna þeir bæði Gullfossi og Geysi. „Hingað er að koma fólk allan sólarhringinn en við erum bara með vakt á daginn.“ Aðspurður hvort hægt sé að koma frekar til móts við þá ferðamenn sem vilji komast sem næst fossinum segir Valdimar að huga þurfi að öryggi ferðamanna og gróðurvernd. „Við erum búin að teygja þetta ansi vel og reynum að vera eins sanngjörn og við getum. Það eru samt takmörk á því þar sem það er hætta á grjóthruni.“ Umhverfisstofnun fer með málefni friðlýstra svæða en Gullfoss var friðlýstur árið 1979. Í nóvember 2016 var samþykkt stjórnunar- og verndaráætlun fyrir svæðið sem gildir til 2025. Þar kemur fram að auka skuli meðvitund ferðamanna um þær hættur sem séu til staðar með aukinni fræðslu. Þá er lögð áhersla á að ferðamenn virði merkingar og öryggislínur og fylgi göngustígum.Þessir ferðamenn lögðu sig í hættu enda brúnirnar ótraustar. fréttablaðið/eyþór„Aðgerðirnar sem þarna eru tilteknar eru á áætlun. Við erum í stöðugri vinnu við að bæta aðstöðuna hér vegna vaxandi fjölda ferðamanna.“ Svavar Njarðarson, framkvæmdastjóri Gullfosskaffis, telur að bæta þurfi merkingar og afmörkun göngustíga. „Svo veltir maður því fyrir sér hvort það þyrfti ekki að skoða sektarheimildir. Það hefur engar afleiðingar í dag ef fólk fer ekki eftir reglum.“ Hann segir að Umhverfisstofnun sé alltaf að bæta aðstöðuna. „Það er allavega ekki stöðnun eða afturför hérna. Í framtíðinni mætti svo kannski efla gæslu á svæðinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent