Búast við átökum um kjaramál og veiðigjöld á komandi vetri Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. september 2018 07:00 Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson verða í eldlínunni í vetur. Kjaramálin bíða Bjarna. Kristján verður í veiðigjöldum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þing kemur saman eftir sumarfrí á þriðjudaginn eftir viku. Búast má við að efnahagsmálin verði allsráðandi í þinginu í vetur og auk fjárlagavinnunnar verði kjaraviðræður og veiðigjöld efst á baugi. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að stjórnin hefði þurft að kynna eitthvað „konkret“ inn í kjaraviðræðurnar mun fyrr. „Fjármálaáætlun gefur ekki tilefni til bjartsýni um að það verði hægt að mæta kröfum um lífskjarajöfnuð sem verður forsenda þess að það verði hægt að leysa kjaramálin á farsælan hátt,“ segir Logi Einarsson og telur ekki nægilegt svigrúm í áætluninni til að stjórnvöld geti komið nægilega kröftuglega inn til að mæta áskorunum sem fylgja þessum kjarasamningum. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðar frumvarp til nýrra heildarlaga um veiðigjald og frumvörp sem lúta að laxeldi, þar á meðal um auðlindagjald. Veiðigjaldafrumvarp hefur ekki verið kynnt í ríkisstjórn. „Það er búið að boða lækkun veiðigjalda. Það verða væntanlega gerðar einhverjar smávægilegar skrautbreytingar til að friða Vinstri græn en tilgangurinn verður áfram sá sami, bara að lækka gjaldið. Það sem við viljum er að þessi þjóðarhlutur sé alveg skýr, að það náist sátt um hver eigi að vera hlutur þjóðarinnar út úr auðlindinni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Auk umræðu um kjaramál og veiðigjöld spáir Þorgerður því að heilbrigðismálin verði áberandi í pólitíkinni í vetur. „Það er greinilega mikill ágreiningur milli Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna um þetta tvöfalda heilbrigðiskerfi sem er að byggjast upp á þeirra vakt,“ segir Þorgerður.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Forsætisráðherra verður einnig með mál á dagskrá vetrarins sem búast má við mikilli umræðu um. Má þar nefna endurskoðun laga um Seðlabankann þar sem verður meðal annars byggt á hugmyndum nefndar sem Ásgeir Jónsson fór fyrir og skilaði af sér í vor. Meðal þess sem er til skoðunar er fjölgun aðstoðarseðlabankastjóra úr einum í tvo. Frumvarp þetta verður lagt fram á vorþingi. „Svo á ég von á frumvörpum frá starfshópi um tjáningarfrelsi sem er samstarfsverkefni nokkurra ráðuneyta,“ segir Katrín. Hún hefur óskað eftir því að starfshópurinn taki ákveðna þætti upplýsingalaga til endurskoðunar. „Eitt af því sem ég er búin að biðja þau um er að Alþingi og dómstólar verði felld undir upplýsingalög eins og hefur verið gagnrýnt. Þetta var ekki gert þegar ný upplýsingalög voru sett 2012.“ Þá eru einnig nokkur mál sem lifa áfram frá síðasta þingvetri. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata nefnir frumvarp dómsmálaráðherra vegna afnáms uppreistar æru sem eitt þeirra mála sem deilur gætu skapast um. Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er enn í vinnslu en verður dreift til þingmanna strax eftir helgi. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Þing kemur saman eftir sumarfrí á þriðjudaginn eftir viku. Búast má við að efnahagsmálin verði allsráðandi í þinginu í vetur og auk fjárlagavinnunnar verði kjaraviðræður og veiðigjöld efst á baugi. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að stjórnin hefði þurft að kynna eitthvað „konkret“ inn í kjaraviðræðurnar mun fyrr. „Fjármálaáætlun gefur ekki tilefni til bjartsýni um að það verði hægt að mæta kröfum um lífskjarajöfnuð sem verður forsenda þess að það verði hægt að leysa kjaramálin á farsælan hátt,“ segir Logi Einarsson og telur ekki nægilegt svigrúm í áætluninni til að stjórnvöld geti komið nægilega kröftuglega inn til að mæta áskorunum sem fylgja þessum kjarasamningum. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðar frumvarp til nýrra heildarlaga um veiðigjald og frumvörp sem lúta að laxeldi, þar á meðal um auðlindagjald. Veiðigjaldafrumvarp hefur ekki verið kynnt í ríkisstjórn. „Það er búið að boða lækkun veiðigjalda. Það verða væntanlega gerðar einhverjar smávægilegar skrautbreytingar til að friða Vinstri græn en tilgangurinn verður áfram sá sami, bara að lækka gjaldið. Það sem við viljum er að þessi þjóðarhlutur sé alveg skýr, að það náist sátt um hver eigi að vera hlutur þjóðarinnar út úr auðlindinni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Auk umræðu um kjaramál og veiðigjöld spáir Þorgerður því að heilbrigðismálin verði áberandi í pólitíkinni í vetur. „Það er greinilega mikill ágreiningur milli Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna um þetta tvöfalda heilbrigðiskerfi sem er að byggjast upp á þeirra vakt,“ segir Þorgerður.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Forsætisráðherra verður einnig með mál á dagskrá vetrarins sem búast má við mikilli umræðu um. Má þar nefna endurskoðun laga um Seðlabankann þar sem verður meðal annars byggt á hugmyndum nefndar sem Ásgeir Jónsson fór fyrir og skilaði af sér í vor. Meðal þess sem er til skoðunar er fjölgun aðstoðarseðlabankastjóra úr einum í tvo. Frumvarp þetta verður lagt fram á vorþingi. „Svo á ég von á frumvörpum frá starfshópi um tjáningarfrelsi sem er samstarfsverkefni nokkurra ráðuneyta,“ segir Katrín. Hún hefur óskað eftir því að starfshópurinn taki ákveðna þætti upplýsingalaga til endurskoðunar. „Eitt af því sem ég er búin að biðja þau um er að Alþingi og dómstólar verði felld undir upplýsingalög eins og hefur verið gagnrýnt. Þetta var ekki gert þegar ný upplýsingalög voru sett 2012.“ Þá eru einnig nokkur mál sem lifa áfram frá síðasta þingvetri. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata nefnir frumvarp dómsmálaráðherra vegna afnáms uppreistar æru sem eitt þeirra mála sem deilur gætu skapast um. Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er enn í vinnslu en verður dreift til þingmanna strax eftir helgi.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira