Fylkir mun spila í Pepsi deild kvenna næsta sumar eftir sigur á Aftureldingu/Fram í Inkasso deildinni í dag.
Fylkir kom niður í Inkasso deildina í vor eftir fall úr Pepsi deildinni síðasta haust. Með sigri í dag fór Fylkir í 42 stig á toppi deildarinnar. ÍA er í þriðja sætinu með 34 stig og bæði eiga eftir tvo leiki. Fylkir mun því aldrei enda neðar en í öðru sæti og er komið upp um deild.
Sigur Fylkis í kvöld var aldrei í hættu. Sæunn Rós Ríkharðsdóttir kom Árbæingum yfir á 9. mínútu og Margrét Björg Ástvaldsdóttir tvöfaldaði forystuna með marki úr víti fjórum mínútum seinna.
Heimakonur komust svo í 3-0 með marki Bryndísar Örnu Níelsdóttur á síðustu mínútu fyrri hálfleiks.
Samira Suleman náði að skora fyrir gestina strax í upphafi seinni hálfleiks og hefðu þær getað ógnað endurkomu. Þær náðu því hins vegar ekki, Fylkiskonur áttu síðasta orðið með marki frá Huldu Sigurðardóttur á 79. mínútu.
Lokatölur á Floridanavellinum 4-1 og Fylkir öruggt með sæti í Pepsi deildinni að ári.
Úrslit og upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Fylkir tryggði sætið í Pepsi með sigri í Árbænum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið








Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn

Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti
