Blása á gagnrýni um efnahagslega nýlendustefnu Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2018 12:32 Xi Jinping, forseti Kína. Vísir/AP Xi Jinping, forseti Kína, sagði leiðtogum Afríkuríkja í dag að 60 milljarða dala fjárfestingum Kínverja í heimsálfunni sé ekki ætlað að koma niður á fátækum ríkjum Afríku. Kínverjar hafa að undanförnu verið sakaðir um nokkurskonar efnahagslega nýlendustefnu með því að lána þróunarríkjum gífurlega fjármuni á háum vöxtum. Þvinga þau ríki í skuldafangelsi, ýta undir spillingu og grafa undan lýðræði í viðkvæmum ríkjum. Xi hét því á ráðstefnu þjóðarleiðtoga í Afríku sem stendur nú yfir að fjárfesta fyrir 60 milljarða í Afríku á næstu þremur árum og er það til viðbótar við aðra 45 milljarða sem Kínverjar hafa fjárfest í Afríku á undanförnum þremur árum.Samkvæmt AFP fréttaveitunni fylgja fjárfestingarnar á eftir umfangsmikilla fjárfestinga í Asíu og Afríku sem snúið hafa að byggingu innviða eins og vega, lestarteina og hafnarmannvirkja. Ríki á svæðinu eru að drukkna í skuldum til Kína.Quartz bendir á að upprunalega hafi fjárfesting Kína í Afríku síðustu þrjú ár einnig að vera 60 milljarðar dala. Af því hafi þó einungis 45 milljarðar skilað sér og þá til mjög fárra ríkja. Af þeim 45 milljörðum eru þó aðeins undir tíu milljarðar flokkaðir sem fjárhagsaðstoð og restin er skilgreind sem lán.Sagði gagnrýna vera áróðurCyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, sló áðurnefnda gagnrýni af borðinu í dag og sagði sögur um nýja nýlendustefnu rangar. Paul Kagame, formaður Afríkuráðsins, sló á svipaða strengi í aðdraganda ráðstefnunnar og sagði allt tal um skuldafangelsi vera áróður sem væri ætlað að stöðva samvinnu Afríku og Kína. Mahathir Mohamed, forseti Malasíu, heimsótti Kína í síðasta mánuði og stöðvaði hann nokkur byggingarverkefni Kína í Malasíu sem verðmetin eru á um 22 milljarða dala. Mohamed varaði við nýrri tegund nýlendustefnu. Umsvif Kína í Afríku hafa aukist til muna á undanförnum áratugum. Ríkisfyrirtæki hafa keppst við að gera stóra viðskiptasamninga og opnuðu Kínverjar fyrstu herstöðina sína utan Kína í Djibútí í fyrra. Þá eru Kínverjar farnir að selja mikið magn vopna til Afríku.Höfnin reyndist dýrYfirvöld Kína lánuðu fyrrverandi forseta Sri Lanka umtalsverða fjármuni fyrir byggingu nýrrar hafnar þar í landi. Indverjar höfðu neitað að veita Sri Lanka lán vegna framkvæmdanna og sögðu þær óhagkvæmar. Sem reyndist raunin. Á árinu 2012 komu einungis 34 skip til nýju hafnarinnar, þrátt fyrir að hún væri staðsett nærri fjölförnustu skipaleiðum heims.Forsetinn Mahinda Rajapaksa, var á endanum rekinn úr embætti árið 2015, og ný ríkisstjórn Sri Lanka átti erfitt með að greiða af lánunum til Kína. Í kjölfarið neyddust þeir til að gefa Kínverjum höfnin og landið í kringum hana í 99 ár. Á undanförnum áratugi hafa Kínverjar komið að fjármögnun minnst 35 hafna í heiminum og þar af eru lang flestar í Afríku og Asíu. Afríka Djíbútí Kína Srí Lanka Suður-Afríka Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Xi Jinping, forseti Kína, sagði leiðtogum Afríkuríkja í dag að 60 milljarða dala fjárfestingum Kínverja í heimsálfunni sé ekki ætlað að koma niður á fátækum ríkjum Afríku. Kínverjar hafa að undanförnu verið sakaðir um nokkurskonar efnahagslega nýlendustefnu með því að lána þróunarríkjum gífurlega fjármuni á háum vöxtum. Þvinga þau ríki í skuldafangelsi, ýta undir spillingu og grafa undan lýðræði í viðkvæmum ríkjum. Xi hét því á ráðstefnu þjóðarleiðtoga í Afríku sem stendur nú yfir að fjárfesta fyrir 60 milljarða í Afríku á næstu þremur árum og er það til viðbótar við aðra 45 milljarða sem Kínverjar hafa fjárfest í Afríku á undanförnum þremur árum.Samkvæmt AFP fréttaveitunni fylgja fjárfestingarnar á eftir umfangsmikilla fjárfestinga í Asíu og Afríku sem snúið hafa að byggingu innviða eins og vega, lestarteina og hafnarmannvirkja. Ríki á svæðinu eru að drukkna í skuldum til Kína.Quartz bendir á að upprunalega hafi fjárfesting Kína í Afríku síðustu þrjú ár einnig að vera 60 milljarðar dala. Af því hafi þó einungis 45 milljarðar skilað sér og þá til mjög fárra ríkja. Af þeim 45 milljörðum eru þó aðeins undir tíu milljarðar flokkaðir sem fjárhagsaðstoð og restin er skilgreind sem lán.Sagði gagnrýna vera áróðurCyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, sló áðurnefnda gagnrýni af borðinu í dag og sagði sögur um nýja nýlendustefnu rangar. Paul Kagame, formaður Afríkuráðsins, sló á svipaða strengi í aðdraganda ráðstefnunnar og sagði allt tal um skuldafangelsi vera áróður sem væri ætlað að stöðva samvinnu Afríku og Kína. Mahathir Mohamed, forseti Malasíu, heimsótti Kína í síðasta mánuði og stöðvaði hann nokkur byggingarverkefni Kína í Malasíu sem verðmetin eru á um 22 milljarða dala. Mohamed varaði við nýrri tegund nýlendustefnu. Umsvif Kína í Afríku hafa aukist til muna á undanförnum áratugum. Ríkisfyrirtæki hafa keppst við að gera stóra viðskiptasamninga og opnuðu Kínverjar fyrstu herstöðina sína utan Kína í Djibútí í fyrra. Þá eru Kínverjar farnir að selja mikið magn vopna til Afríku.Höfnin reyndist dýrYfirvöld Kína lánuðu fyrrverandi forseta Sri Lanka umtalsverða fjármuni fyrir byggingu nýrrar hafnar þar í landi. Indverjar höfðu neitað að veita Sri Lanka lán vegna framkvæmdanna og sögðu þær óhagkvæmar. Sem reyndist raunin. Á árinu 2012 komu einungis 34 skip til nýju hafnarinnar, þrátt fyrir að hún væri staðsett nærri fjölförnustu skipaleiðum heims.Forsetinn Mahinda Rajapaksa, var á endanum rekinn úr embætti árið 2015, og ný ríkisstjórn Sri Lanka átti erfitt með að greiða af lánunum til Kína. Í kjölfarið neyddust þeir til að gefa Kínverjum höfnin og landið í kringum hana í 99 ár. Á undanförnum áratugi hafa Kínverjar komið að fjármögnun minnst 35 hafna í heiminum og þar af eru lang flestar í Afríku og Asíu.
Afríka Djíbútí Kína Srí Lanka Suður-Afríka Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira