Dýrbítar ganga lausir í Eyjafjarðarsveit: "Þetta er ömurlegt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. september 2018 11:30 Eitt af þeim lömbum sem varð fyrir árás. Mynd/Einar Gíslason Talið er að tveir dýrbítar hafi ráðist á sex lömb í Eyjafjarðarsveit á dögunum. Lömbin fundust ýmist dauð eða svo illa leikin að lóga þurfti lömbunum. Málið hefur verið kært til lögreglu. Rúv greindi fyrst frá. Um tvær vikur eru liðnar frá því að sást til tveggja hunda á ferð í Staðarbyggðarfjalli í Eyjafjarðarsveit þar sem þeir höfðu drepið lamb og skaðað annað svo mikið að það þurfti að aflífa það. Í göngum um helgina fundust svo fjögur hræ til viðbótar og voru þau illa leikin. Í samtali við Vísi segir Einar Gíslason, bóndi í Eyjafjarðarsveit sem átti þrjú af þeim lömbum sem urðu fyrir árás dýrbitanna, að sést hafi til hundanna tveggja í gegnum kíki, annar var svartur og hinn brúnn, og því liggi þeir undir grun.Þetta lamb var afar illa leikið en segir Einar að ljóst sé að hundar hafi ráðist á lambið þar sem herji alltaf á lappir lambanna þegar þeir geri árás.Mynd/Einar GíslasonHvetur eiganda hundanna til að koma þeim úr umferð Einar segir að spurst hafi fyrir um hvort einhverjir eigendur hunda í sveitinni og nágrenni kannist við hvort að hundar í þeirra eigu hafi mögulega átt hlut að máli en enginn kannist við neitt.„Þegar enginn kannast enginn við neitt þá er ekkert hægt að gera því að hundarnir voru ekki beint staðnir að verki,“ segir Einar.Segir hann að mikilvægt sé að hundarnir finnist svo hægt sé að koma í veg fyrir að fleiri lömb verði fórnarlömb dýrbítanna.„Þetta er ömurlegt og leiðinlegt að það skuli ekki vera hægt að taka þá úr umferð. Hundar hætta ekki þegar þeir eru byrjaðir,“ segir Einar. Málið hefur verið kært til lögreglu sem rannsakar bitin.Merki eru um að fleiri lömb en þau sex sem drápust eða voru aflífuð hafi verið bitin og vilja Einar og aðrir bændur á svæðinu að hundarnir finnist sem fyrst. Segir Einar að væntanlega fari það ekki framhjá eiganda hunds ef hundurinn hafi drepið lömb því að blóðbaðið sé mikið. Hvetur hann eigenda hundanna að stíga fram svo koma megi hundunum úr umferð.„Það er hörmulegt að þetta gerist. Það geta allir lent í þessu sem eiga hund en þetta snýst um að verða maður að meiri og stíga fram til þess að koma í veg fyrir að þetta haldi áfram.“ Dýr Eyjafjarðarsveit Landbúnaður Lögreglumál Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Sjá meira
Talið er að tveir dýrbítar hafi ráðist á sex lömb í Eyjafjarðarsveit á dögunum. Lömbin fundust ýmist dauð eða svo illa leikin að lóga þurfti lömbunum. Málið hefur verið kært til lögreglu. Rúv greindi fyrst frá. Um tvær vikur eru liðnar frá því að sást til tveggja hunda á ferð í Staðarbyggðarfjalli í Eyjafjarðarsveit þar sem þeir höfðu drepið lamb og skaðað annað svo mikið að það þurfti að aflífa það. Í göngum um helgina fundust svo fjögur hræ til viðbótar og voru þau illa leikin. Í samtali við Vísi segir Einar Gíslason, bóndi í Eyjafjarðarsveit sem átti þrjú af þeim lömbum sem urðu fyrir árás dýrbitanna, að sést hafi til hundanna tveggja í gegnum kíki, annar var svartur og hinn brúnn, og því liggi þeir undir grun.Þetta lamb var afar illa leikið en segir Einar að ljóst sé að hundar hafi ráðist á lambið þar sem herji alltaf á lappir lambanna þegar þeir geri árás.Mynd/Einar GíslasonHvetur eiganda hundanna til að koma þeim úr umferð Einar segir að spurst hafi fyrir um hvort einhverjir eigendur hunda í sveitinni og nágrenni kannist við hvort að hundar í þeirra eigu hafi mögulega átt hlut að máli en enginn kannist við neitt.„Þegar enginn kannast enginn við neitt þá er ekkert hægt að gera því að hundarnir voru ekki beint staðnir að verki,“ segir Einar.Segir hann að mikilvægt sé að hundarnir finnist svo hægt sé að koma í veg fyrir að fleiri lömb verði fórnarlömb dýrbítanna.„Þetta er ömurlegt og leiðinlegt að það skuli ekki vera hægt að taka þá úr umferð. Hundar hætta ekki þegar þeir eru byrjaðir,“ segir Einar. Málið hefur verið kært til lögreglu sem rannsakar bitin.Merki eru um að fleiri lömb en þau sex sem drápust eða voru aflífuð hafi verið bitin og vilja Einar og aðrir bændur á svæðinu að hundarnir finnist sem fyrst. Segir Einar að væntanlega fari það ekki framhjá eiganda hunds ef hundurinn hafi drepið lömb því að blóðbaðið sé mikið. Hvetur hann eigenda hundanna að stíga fram svo koma megi hundunum úr umferð.„Það er hörmulegt að þetta gerist. Það geta allir lent í þessu sem eiga hund en þetta snýst um að verða maður að meiri og stíga fram til þess að koma í veg fyrir að þetta haldi áfram.“
Dýr Eyjafjarðarsveit Landbúnaður Lögreglumál Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Sjá meira