Tók yfirdrátt fyrir brjóstnámi í Englandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. september 2018 20:00 Kona sem greindist með stökkbreytingu í brakkageni þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni, sem starfar á Íslandi, til þess að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún tók þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til þess að eiga fyrir aðgerðinni. Síðasta haust komst Linda Unnarsdóttir að því að hún er með stökkbreytingu í BRCA1-geni sem eykur líkurnar á því að hún greinist einhvern tímann með brjóstakrabbamein um allt að áttatíu prósent. „Ég var í rauninni þá bara strax búin að ákveða hvað ég ætlaði að gera. Það var ekkert annað í boði og ég ætlaði bara að fara í brjóstnám," segir Linda. Á Landspítalanum var einungis ein aðgerð í boði. Að fara í brjóstnám og fá sílíkonpúða í kjölfarið. Þar sem Linda hafði heyrt slæmar reynslusögur um þá leið óskaði hún eftir aðgerð sem felur í sér uppbyggingu á eigin brjóstvef eftir brjóstnám. „Og ég fékk þá neitun. Það er vegna þess að það er bara einn æðaskurðlæknir sem starfar á Íslandi og framkvæmir þessa aðgerð. En hann er búsettur erlendis og kemur bara á nokkurra vikna fresti og framkvæmir þessa aðgerð," segir Linda. Þar sem konur sem hafa greinst með krabbamein fá einungis að fara í aðgerðina á Landspítalanum sneri Linda sér til læknis á Klíníkinni. Hann starfrækir einnig stofu á Englandi og sagði hana að eiga kost á aðgerðinni þar. „Hann segir mér þá að ég eigi rétt á því að fara þessa leið. Þessa sjúkratryggingaleið og hann fer bara strax í það að sækja fyrir mig um endurgreiðslu frá sjúkratryggingum," segir Linda.Klíníkin við Ármúla 9 er heilsumiðstöð í eigu lækna sem þar starfa.Vísir/ErnirSamkvæmt lögum um sjúkratryggingar eiga íslenskir ríkisborgarar rétt á að sækja sér heilbrigðisþjónustu í öðru EES-ríki og sjúkratryggingar endurgreiða kostnaðinn við sambærilega aðgerð hér á landi. Þar sem samningar við sérfræðilækna renna út um áramótin er að sögn læknis á Klíníkinni þegar farið að skipuleggja nokkrar sambærilegar aðgerðir í Englandi þar sem rétturinn til endurgreiðslu frá sjúkratryggingum er tryggður. Í Morgunblaðinu í dag var til dæmis rætt við konu sem hyggur á sömu aðgerð í Englandi. Linda þurfti sjálf að greiða fyrir flug, sjúkrahótel og uppihald auk þess að leggja út fyrir aðgerðinni sem kostar þrjár og hálfa milljón. Fleiri konur hyggjast fara sömu leið en undanfarið hafa 284 konur greinst með stökkbreytingu í brakkageni. „Ég þurfti náttúrulega að taka yfirdrátt fyrir þessu þar sem maður á ekkert þrjár og hálfa milljón á hverju strái. Og svo er þetta þannig að bankinn er líka að græða á mér. Af því ég er líka að greiða vexti af yfirdráttarheimild af því ég þurfti að greiða fyrir aðgerðina áður en ég fór út," segir Linda. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Kona sem greindist með stökkbreytingu í brakkageni þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni, sem starfar á Íslandi, til þess að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún tók þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til þess að eiga fyrir aðgerðinni. Síðasta haust komst Linda Unnarsdóttir að því að hún er með stökkbreytingu í BRCA1-geni sem eykur líkurnar á því að hún greinist einhvern tímann með brjóstakrabbamein um allt að áttatíu prósent. „Ég var í rauninni þá bara strax búin að ákveða hvað ég ætlaði að gera. Það var ekkert annað í boði og ég ætlaði bara að fara í brjóstnám," segir Linda. Á Landspítalanum var einungis ein aðgerð í boði. Að fara í brjóstnám og fá sílíkonpúða í kjölfarið. Þar sem Linda hafði heyrt slæmar reynslusögur um þá leið óskaði hún eftir aðgerð sem felur í sér uppbyggingu á eigin brjóstvef eftir brjóstnám. „Og ég fékk þá neitun. Það er vegna þess að það er bara einn æðaskurðlæknir sem starfar á Íslandi og framkvæmir þessa aðgerð. En hann er búsettur erlendis og kemur bara á nokkurra vikna fresti og framkvæmir þessa aðgerð," segir Linda. Þar sem konur sem hafa greinst með krabbamein fá einungis að fara í aðgerðina á Landspítalanum sneri Linda sér til læknis á Klíníkinni. Hann starfrækir einnig stofu á Englandi og sagði hana að eiga kost á aðgerðinni þar. „Hann segir mér þá að ég eigi rétt á því að fara þessa leið. Þessa sjúkratryggingaleið og hann fer bara strax í það að sækja fyrir mig um endurgreiðslu frá sjúkratryggingum," segir Linda.Klíníkin við Ármúla 9 er heilsumiðstöð í eigu lækna sem þar starfa.Vísir/ErnirSamkvæmt lögum um sjúkratryggingar eiga íslenskir ríkisborgarar rétt á að sækja sér heilbrigðisþjónustu í öðru EES-ríki og sjúkratryggingar endurgreiða kostnaðinn við sambærilega aðgerð hér á landi. Þar sem samningar við sérfræðilækna renna út um áramótin er að sögn læknis á Klíníkinni þegar farið að skipuleggja nokkrar sambærilegar aðgerðir í Englandi þar sem rétturinn til endurgreiðslu frá sjúkratryggingum er tryggður. Í Morgunblaðinu í dag var til dæmis rætt við konu sem hyggur á sömu aðgerð í Englandi. Linda þurfti sjálf að greiða fyrir flug, sjúkrahótel og uppihald auk þess að leggja út fyrir aðgerðinni sem kostar þrjár og hálfa milljón. Fleiri konur hyggjast fara sömu leið en undanfarið hafa 284 konur greinst með stökkbreytingu í brakkageni. „Ég þurfti náttúrulega að taka yfirdrátt fyrir þessu þar sem maður á ekkert þrjár og hálfa milljón á hverju strái. Og svo er þetta þannig að bankinn er líka að græða á mér. Af því ég er líka að greiða vexti af yfirdráttarheimild af því ég þurfti að greiða fyrir aðgerðina áður en ég fór út," segir Linda.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira