Tók yfirdrátt fyrir brjóstnámi í Englandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. september 2018 20:00 Kona sem greindist með stökkbreytingu í brakkageni þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni, sem starfar á Íslandi, til þess að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún tók þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til þess að eiga fyrir aðgerðinni. Síðasta haust komst Linda Unnarsdóttir að því að hún er með stökkbreytingu í BRCA1-geni sem eykur líkurnar á því að hún greinist einhvern tímann með brjóstakrabbamein um allt að áttatíu prósent. „Ég var í rauninni þá bara strax búin að ákveða hvað ég ætlaði að gera. Það var ekkert annað í boði og ég ætlaði bara að fara í brjóstnám," segir Linda. Á Landspítalanum var einungis ein aðgerð í boði. Að fara í brjóstnám og fá sílíkonpúða í kjölfarið. Þar sem Linda hafði heyrt slæmar reynslusögur um þá leið óskaði hún eftir aðgerð sem felur í sér uppbyggingu á eigin brjóstvef eftir brjóstnám. „Og ég fékk þá neitun. Það er vegna þess að það er bara einn æðaskurðlæknir sem starfar á Íslandi og framkvæmir þessa aðgerð. En hann er búsettur erlendis og kemur bara á nokkurra vikna fresti og framkvæmir þessa aðgerð," segir Linda. Þar sem konur sem hafa greinst með krabbamein fá einungis að fara í aðgerðina á Landspítalanum sneri Linda sér til læknis á Klíníkinni. Hann starfrækir einnig stofu á Englandi og sagði hana að eiga kost á aðgerðinni þar. „Hann segir mér þá að ég eigi rétt á því að fara þessa leið. Þessa sjúkratryggingaleið og hann fer bara strax í það að sækja fyrir mig um endurgreiðslu frá sjúkratryggingum," segir Linda.Klíníkin við Ármúla 9 er heilsumiðstöð í eigu lækna sem þar starfa.Vísir/ErnirSamkvæmt lögum um sjúkratryggingar eiga íslenskir ríkisborgarar rétt á að sækja sér heilbrigðisþjónustu í öðru EES-ríki og sjúkratryggingar endurgreiða kostnaðinn við sambærilega aðgerð hér á landi. Þar sem samningar við sérfræðilækna renna út um áramótin er að sögn læknis á Klíníkinni þegar farið að skipuleggja nokkrar sambærilegar aðgerðir í Englandi þar sem rétturinn til endurgreiðslu frá sjúkratryggingum er tryggður. Í Morgunblaðinu í dag var til dæmis rætt við konu sem hyggur á sömu aðgerð í Englandi. Linda þurfti sjálf að greiða fyrir flug, sjúkrahótel og uppihald auk þess að leggja út fyrir aðgerðinni sem kostar þrjár og hálfa milljón. Fleiri konur hyggjast fara sömu leið en undanfarið hafa 284 konur greinst með stökkbreytingu í brakkageni. „Ég þurfti náttúrulega að taka yfirdrátt fyrir þessu þar sem maður á ekkert þrjár og hálfa milljón á hverju strái. Og svo er þetta þannig að bankinn er líka að græða á mér. Af því ég er líka að greiða vexti af yfirdráttarheimild af því ég þurfti að greiða fyrir aðgerðina áður en ég fór út," segir Linda. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Kona sem greindist með stökkbreytingu í brakkageni þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni, sem starfar á Íslandi, til þess að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún tók þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til þess að eiga fyrir aðgerðinni. Síðasta haust komst Linda Unnarsdóttir að því að hún er með stökkbreytingu í BRCA1-geni sem eykur líkurnar á því að hún greinist einhvern tímann með brjóstakrabbamein um allt að áttatíu prósent. „Ég var í rauninni þá bara strax búin að ákveða hvað ég ætlaði að gera. Það var ekkert annað í boði og ég ætlaði bara að fara í brjóstnám," segir Linda. Á Landspítalanum var einungis ein aðgerð í boði. Að fara í brjóstnám og fá sílíkonpúða í kjölfarið. Þar sem Linda hafði heyrt slæmar reynslusögur um þá leið óskaði hún eftir aðgerð sem felur í sér uppbyggingu á eigin brjóstvef eftir brjóstnám. „Og ég fékk þá neitun. Það er vegna þess að það er bara einn æðaskurðlæknir sem starfar á Íslandi og framkvæmir þessa aðgerð. En hann er búsettur erlendis og kemur bara á nokkurra vikna fresti og framkvæmir þessa aðgerð," segir Linda. Þar sem konur sem hafa greinst með krabbamein fá einungis að fara í aðgerðina á Landspítalanum sneri Linda sér til læknis á Klíníkinni. Hann starfrækir einnig stofu á Englandi og sagði hana að eiga kost á aðgerðinni þar. „Hann segir mér þá að ég eigi rétt á því að fara þessa leið. Þessa sjúkratryggingaleið og hann fer bara strax í það að sækja fyrir mig um endurgreiðslu frá sjúkratryggingum," segir Linda.Klíníkin við Ármúla 9 er heilsumiðstöð í eigu lækna sem þar starfa.Vísir/ErnirSamkvæmt lögum um sjúkratryggingar eiga íslenskir ríkisborgarar rétt á að sækja sér heilbrigðisþjónustu í öðru EES-ríki og sjúkratryggingar endurgreiða kostnaðinn við sambærilega aðgerð hér á landi. Þar sem samningar við sérfræðilækna renna út um áramótin er að sögn læknis á Klíníkinni þegar farið að skipuleggja nokkrar sambærilegar aðgerðir í Englandi þar sem rétturinn til endurgreiðslu frá sjúkratryggingum er tryggður. Í Morgunblaðinu í dag var til dæmis rætt við konu sem hyggur á sömu aðgerð í Englandi. Linda þurfti sjálf að greiða fyrir flug, sjúkrahótel og uppihald auk þess að leggja út fyrir aðgerðinni sem kostar þrjár og hálfa milljón. Fleiri konur hyggjast fara sömu leið en undanfarið hafa 284 konur greinst með stökkbreytingu í brakkageni. „Ég þurfti náttúrulega að taka yfirdrátt fyrir þessu þar sem maður á ekkert þrjár og hálfa milljón á hverju strái. Og svo er þetta þannig að bankinn er líka að græða á mér. Af því ég er líka að greiða vexti af yfirdráttarheimild af því ég þurfti að greiða fyrir aðgerðina áður en ég fór út," segir Linda.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira