Dómsmálaráðherra gaf skýrslu í Landsréttarmáli Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2018 14:00 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Vísir Sigríður Á. Andersen og þrír núverandi og fyrrverandi þingmenn gáfu skýrslu í Héraðsdómi í Reykjavík í gær þegar kröfur tveggja umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt um skaðabótaskyldu á hendur ríkinu voru teknar fyrir þar. Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Jón Höskuldsson, héraðsdómari, krefjast þess að íslenska ríkið viðurkenni skaðabótaskyldu vegna skipunar dómsmálaráðherra á dómurum við Landsrétt. Þeir voru á meðal fjögurra umsækjenda sem hæfnisnefnd lagði til að yrðu skipaðir en ráðherrann skipti út. Mál Eiríks og Jóns voru flutt samhliða fyrir héraðsdómi í gær. Auk Sigríðar dómsmálaráðherra gáfu Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, skýrslu fyrir dómnum. Búist er við því að niðurstaða liggi fyrir í málinu innan fjögurra vikna. Ríkið var sýknað af kröfu tveggja umsækjenda í desember Upphaflega sóttu 33 um embætti dómara við nýja dómstigið Landsrétt sem tók til starfa í byrjun þessa árs. Hæfisnefnd mat umsækjendurna og taldi fimmtán hæfasta til að verða fyrir valinu. Dómsmálaráðherra gerði hins vegar fjórar breytingar á þeim lista þegar hún lagði tillögu sína um dómaraefni fyrir Alþingi. Auk Eiríks og Jóns skipti dómsmálaráðherra þeim Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni, hæstaréttarlögmönnum, út af lista hæfisnefndarinnar. Af þeim fjórum var Eiríkur hæstur, í sjöunda sæti. Ástráður og Jóhannes Rúnar stefndu ríkinu í fyrra. Lauk málinu í Hæstarétti í desember með þeirri niðurstöðu að ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Þeim voru hins vegar dæmdar 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar. Hæstiréttur vísaði meðal annars til þess, þegar ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu, að Ástráður og Jóhannes hefðu ekki sýnt fram á fjárhagslegt tjón. Þeir kusu að framvísa ekki skattframtölum kröfu sinni til stuðnings. Í kjölfar dóms Hæstaréttar ákvað Jón Höskuldsson að stefna ríkinu þar sem hann teldi „ótvírætt að hann ætti kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna þessara brota og valdníðslu“. Jón sagðist í stefnu sinni telja tjónið nema mismunum launa, lífeyrisréttinda og annarra launatengdra réttinda dómara við Landsrétt annars vegar og héraðsdómara hins vegar. Hann krefst þess að fá muninn greiddan út starfsævi sína, eða í níu ár. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ólík sjónarmið um heimild ráðherra til að breyta tillögu hæfisnefndar Dómsmálaráðherra segir lög ekki gera ráð fyrir að hæfisnefnd hafi úrskurðarvald um hverjir skuli skipaðir í embætti dómara. Geri ráðherra breytingar á tillögu hæfisnefndar sé að Alþingis að ljúka skipun í dómaraembætti. 31. janúar 2018 19:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Sigríður Á. Andersen og þrír núverandi og fyrrverandi þingmenn gáfu skýrslu í Héraðsdómi í Reykjavík í gær þegar kröfur tveggja umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt um skaðabótaskyldu á hendur ríkinu voru teknar fyrir þar. Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Jón Höskuldsson, héraðsdómari, krefjast þess að íslenska ríkið viðurkenni skaðabótaskyldu vegna skipunar dómsmálaráðherra á dómurum við Landsrétt. Þeir voru á meðal fjögurra umsækjenda sem hæfnisnefnd lagði til að yrðu skipaðir en ráðherrann skipti út. Mál Eiríks og Jóns voru flutt samhliða fyrir héraðsdómi í gær. Auk Sigríðar dómsmálaráðherra gáfu Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, skýrslu fyrir dómnum. Búist er við því að niðurstaða liggi fyrir í málinu innan fjögurra vikna. Ríkið var sýknað af kröfu tveggja umsækjenda í desember Upphaflega sóttu 33 um embætti dómara við nýja dómstigið Landsrétt sem tók til starfa í byrjun þessa árs. Hæfisnefnd mat umsækjendurna og taldi fimmtán hæfasta til að verða fyrir valinu. Dómsmálaráðherra gerði hins vegar fjórar breytingar á þeim lista þegar hún lagði tillögu sína um dómaraefni fyrir Alþingi. Auk Eiríks og Jóns skipti dómsmálaráðherra þeim Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni, hæstaréttarlögmönnum, út af lista hæfisnefndarinnar. Af þeim fjórum var Eiríkur hæstur, í sjöunda sæti. Ástráður og Jóhannes Rúnar stefndu ríkinu í fyrra. Lauk málinu í Hæstarétti í desember með þeirri niðurstöðu að ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Þeim voru hins vegar dæmdar 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar. Hæstiréttur vísaði meðal annars til þess, þegar ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu, að Ástráður og Jóhannes hefðu ekki sýnt fram á fjárhagslegt tjón. Þeir kusu að framvísa ekki skattframtölum kröfu sinni til stuðnings. Í kjölfar dóms Hæstaréttar ákvað Jón Höskuldsson að stefna ríkinu þar sem hann teldi „ótvírætt að hann ætti kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna þessara brota og valdníðslu“. Jón sagðist í stefnu sinni telja tjónið nema mismunum launa, lífeyrisréttinda og annarra launatengdra réttinda dómara við Landsrétt annars vegar og héraðsdómara hins vegar. Hann krefst þess að fá muninn greiddan út starfsævi sína, eða í níu ár.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ólík sjónarmið um heimild ráðherra til að breyta tillögu hæfisnefndar Dómsmálaráðherra segir lög ekki gera ráð fyrir að hæfisnefnd hafi úrskurðarvald um hverjir skuli skipaðir í embætti dómara. Geri ráðherra breytingar á tillögu hæfisnefndar sé að Alþingis að ljúka skipun í dómaraembætti. 31. janúar 2018 19:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Ólík sjónarmið um heimild ráðherra til að breyta tillögu hæfisnefndar Dómsmálaráðherra segir lög ekki gera ráð fyrir að hæfisnefnd hafi úrskurðarvald um hverjir skuli skipaðir í embætti dómara. Geri ráðherra breytingar á tillögu hæfisnefndar sé að Alþingis að ljúka skipun í dómaraembætti. 31. janúar 2018 19:30