Nuddari sakar Kevin Spacey um kynferðislega áreitni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2018 11:31 Spacey hefur upp á síðkastið verið sakaður um kynferðislega árásargirni, m.a. af fyrrum samstarfsfólki í sjónvarpi og kvikmyndum. Getty/Daniel Zuchnik Ónafngreindur atvinnunuddari hefur kært bandaríska leikarann Kevin Spacey til lögreglu fyrir kynferðislega áreitni sem hann segir að hafi átt sér stað í október 2016. Samkvæmt skýrslu sem tekin var af nuddaranum átti áreitnin sér stað á heimili Spacey. Þar hafi nuddaranum verið vísað til efri hæðar hússins þar sem hann setti upp bekk sinn og annan aðbúnað til þess að geta nuddað leikarann. Þá segir nuddarinn Spacey hafa gengið inn í herbergið á slopp einum klæða og læst herberginu. Þegar hann var spurður hvort hann glímdi við verki á einhverju ákveðnu svæði á Spacey að hafa sagst finna til í náranum. Nuddarinn hafi þá beðið Spacey að leggjast á magann en leikarinn lagðist þess í stað á bakið. Meðan á nuddinu stóð er Spacey gefið að sök að hafa dregið hendur nuddarans inn á klofsvæði sitt og að eistum sínum. Þá hafi nuddaranum brugðið og hann stokkið frá. Þegar maðurinn frábað sér hegðun leikarans á Spacey að hafa staðið upp kviknakinn og gengið í átt að honum. Því næst á Spacey að hafa hrósað manninum fyrir „falleg augu“ og reynt að kyssa hann. Þegar maðurinn hélt áfram að bakka frá Spacey á leikarinn að hafa gripið um kynfæri hans og beðið um að fá að veita honum munngælur. Þegar nuddarinn hafði tekið saman föggur sínar og hugðist forða sér frá heimili Spacey er leikaranum gefið að sök að hafa haldið áfram að káfa á honum og reynt að hindra útgöngu hans. Talsmaður Spacey vildi ekki tjá sig um málið þegar fjölmiðlar vestanhafs settu sig í samband við hann. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kevin Spacey er sakaður um kynferðislega áreitni en í október á síðasta ári steig leikarinn Anthony Rapp fram og sakaði Spacey um að hafa reynt að hafa við sig samfarir árið 1986. Þá var Rapp aðeins 14 ára gamall en Spacey 26 ára. Síðan þá hafa ýmsir sem unnið hafa með Spacey í sjónvarpi og kvikmyndum stigið fram og sakað Spacey um kynferðislega áreitni eða misnotkun. MeToo Mál Kevin Spacey Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Fyrrverandi eiginmaður Noregsprinsessu segir Spacey hafa káfað á kynfærum sínum í Nóbelsveislu Fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu segir að Kevin Spacey hafi káfað á kynfærum sínum þegar þeir hittust veislu í tengslum við afhendingu Friðarverðlauna Nóbels fyrir tíu árum. 8. desember 2017 10:45 Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Ónafngreindur atvinnunuddari hefur kært bandaríska leikarann Kevin Spacey til lögreglu fyrir kynferðislega áreitni sem hann segir að hafi átt sér stað í október 2016. Samkvæmt skýrslu sem tekin var af nuddaranum átti áreitnin sér stað á heimili Spacey. Þar hafi nuddaranum verið vísað til efri hæðar hússins þar sem hann setti upp bekk sinn og annan aðbúnað til þess að geta nuddað leikarann. Þá segir nuddarinn Spacey hafa gengið inn í herbergið á slopp einum klæða og læst herberginu. Þegar hann var spurður hvort hann glímdi við verki á einhverju ákveðnu svæði á Spacey að hafa sagst finna til í náranum. Nuddarinn hafi þá beðið Spacey að leggjast á magann en leikarinn lagðist þess í stað á bakið. Meðan á nuddinu stóð er Spacey gefið að sök að hafa dregið hendur nuddarans inn á klofsvæði sitt og að eistum sínum. Þá hafi nuddaranum brugðið og hann stokkið frá. Þegar maðurinn frábað sér hegðun leikarans á Spacey að hafa staðið upp kviknakinn og gengið í átt að honum. Því næst á Spacey að hafa hrósað manninum fyrir „falleg augu“ og reynt að kyssa hann. Þegar maðurinn hélt áfram að bakka frá Spacey á leikarinn að hafa gripið um kynfæri hans og beðið um að fá að veita honum munngælur. Þegar nuddarinn hafði tekið saman föggur sínar og hugðist forða sér frá heimili Spacey er leikaranum gefið að sök að hafa haldið áfram að káfa á honum og reynt að hindra útgöngu hans. Talsmaður Spacey vildi ekki tjá sig um málið þegar fjölmiðlar vestanhafs settu sig í samband við hann. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kevin Spacey er sakaður um kynferðislega áreitni en í október á síðasta ári steig leikarinn Anthony Rapp fram og sakaði Spacey um að hafa reynt að hafa við sig samfarir árið 1986. Þá var Rapp aðeins 14 ára gamall en Spacey 26 ára. Síðan þá hafa ýmsir sem unnið hafa með Spacey í sjónvarpi og kvikmyndum stigið fram og sakað Spacey um kynferðislega áreitni eða misnotkun.
MeToo Mál Kevin Spacey Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Fyrrverandi eiginmaður Noregsprinsessu segir Spacey hafa káfað á kynfærum sínum í Nóbelsveislu Fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu segir að Kevin Spacey hafi káfað á kynfærum sínum þegar þeir hittust veislu í tengslum við afhendingu Friðarverðlauna Nóbels fyrir tíu árum. 8. desember 2017 10:45 Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Fyrrverandi eiginmaður Noregsprinsessu segir Spacey hafa káfað á kynfærum sínum í Nóbelsveislu Fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu segir að Kevin Spacey hafi káfað á kynfærum sínum þegar þeir hittust veislu í tengslum við afhendingu Friðarverðlauna Nóbels fyrir tíu árum. 8. desember 2017 10:45
Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33
Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00