Innlent

Enginn aukalegur kostnaður þrátt fyrir sein skil

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Hannes Hólmsteinn afhendir skýrsluna.
Hannes Hólmsteinn afhendir skýrsluna. Fréttablaðið/Anton Brink
Skýrsla Félagsvísindastofnunar HÍ um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins haustið 2008, í umsjón Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, kostaði fjármála- og efnahagsráðuneytið tíu milljónir króna. Ekki lagðist aukinn kostnaður á ráðuneytið þrátt fyrir að útgáfa skýrslunnar tefðist um rúm þrjú ár.

Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Í samningi ráðuneytisins við Félagsvísindastofnun kom fram að heildarkostnaður væri 10 milljónir króna. Greitt var í fjórum hlutum, 2,5 milljónir króna hvert sinn, eftir framvindu verkefnisins og lokagreiðsla við verklok.

„Ekki hafa verið önnur útgjöld af hálfu ráðuneytisins vegna verkefnisins en kveðið var á um í samningnum,“ segir Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Samningurinn um verkefnið var undirritaður 7. júlí árið 2014 og var upphaflega miðað við að skýrslan yrði tilbúin ári síðar. Síðan hafa verið fluttar reglulegar fréttir af frestun á útgáfunni.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×