10 ára dómur Ásthildur Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 25. september 2018 11:51 „… og það er sárt að vita til þess að þrátt fyrir mikla viðleitni þá auðvitað misstu þúsundir heimili sín og margir eiga um sárt að binda.“ Þessi orð lét Steingrímur J. Sigfússon falla í viðtali í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni, sunnudaginn 16. september. Um leið og við þökkum Steingrími fyrir að viðurkenna loksins þann gífurlega fjölda sem hefur orðið fyrir ómældum skaða vegna aðgerða hans, þá viljum við jafnframt mótmæla því harðlega að það sé eitthvað „auðvitað“ með að svo hafi farið. Það var ENGIN ástæða til þess að þúsundir hafi misst heimili sín heldur er það EINVÖRÐUNGU vegna þess að forgangsröðun íslenskra stjórnvalda var algjörlega kolröng. Þau unnu út frá hagsmunum bankanna í stað þess að vinna út frá hagsmunum heimilanna. Ætlun þeirra var að bjarga fjármálakerfinu hvað sem það kostaði og því miður litu þau einfaldlega svo á að nokkur þúsund heimili væru „ásættanlegur fórnarkostnaður“ í þeirri viðleitni. Það að þúsundir misstu heimili sín var ekki óumflýjanlegt eins Steingrímur vill vera láta, heldur afleiðing markvissra aðgerða stjórnvalda, með þátttöku embættismanna, lögfræðinga og dómara. Þessar aðgerðir höfðu ekkert með endurreisn bankanna að gera, þær miðuðu einvörðungu að því að fita þá. Rétt eftir að gengistrygging lána var dæmd ólögmæt í júní 2010, gáfu bankarnir út yfirlýsingu um að þó að gengistrygging lánanna væri tekin af og lánin stæðu að öðru leyti, hefði það hverfandi áhrif á afkomu þeirra. Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu voru þessar aðgerðir keyrðar áfram af markvissum brotavilja, þangað til heimilin voru innikróuð í Skjaldborg skelfingarinnar. Gallinn var nefnilega sá að fjármálaráðherra hafði lofað kröfuhöfum því ári áður, að ef þessi staða kæmi upp, yrðu settir Seðlabankavextir á lánin. Að því hafði verið unnið og við það skyldi standa. Þetta skjalfesta loforð fjármálaráðherra er sérstakt fyrir margra hluta sakir: 1. Hann hafði engar lagalegar heimildir til að lofa þessu 2. Til að uppfylla þetta loforð þurfti hann að tryggja samstarf og aðkomu dómstóla 3. Hann gaf loforðið ÁÐUR en nokkur var búin að átta sig á mögulegu ólögmæti lánanna, sem þýðir að á meðan fólk var að missa heimilin sín á röngum ólögmætum forsendum, vissi hann um ólögmætið en leyfði bönkunum að fara sínu fram í stað þess að láta heimilin njóta vafans. 4. Þetta loforð var gefið vogunarsjóðum sem fengið höfðu lánasöfnin „á slikk“, jafnvel undir 10% af virði þeirra. Hafði hann virkilega áhyggjur af því að þeir myndu bara hagnast um 1000% og vildi tryggja þeim 2 - 3000%? Já, það er glettilega auðvelt að fórna öðrum og koma svo mörgum árum síðar, yppa öxlum sorgmæddur og segja „auðvitað eru ekki allir sáttir, við gátum ekki bjargað öllum þrátt fyrir mikla viðleitni“ svona eins og þetta sé nú lítið mál sem fáránlegt sé að blása upp 10 árum eftir hrun! Þetta er stórmál og við sem þetta ritum vitum ekki til þess að heimili þeirra sem að þessum aðgerðum stóðu séu meðal þeirra þúsunda heimila sem horfið hafa í gráðugt gin bankanna. Við vitum ekki heldur til þess að einn einasti stjórnandi bankanna hafi misst heimili sitt. Nei, fólkið sem annað hvort kom heimilunum í þessa stöðu eða ákvað að fórna þeim „fyrir málstaðinn“ er í hópi þeirra „heppnu“ sem fékk skuldir sínar afskrifaðar. Ekkert af þessu fólki hefur upplifað þjáninguna sem fylgir því að finna sig vanmáttugan gegn ofurafli spillingar þar sem þú átt enga vörn, engan rétt og enga möguleika, heldur verður að kyngja öllum þínum tilfinningum og standa sterk/ur til að geta haldið utan um börnin þín í von um vernda þau þegar þið eruð svipt öryggi ykkar og afkomu.Hver er hinn raunverulegi fórnarkostnaður? Það getur vel verið að stjórnvöld hafi ekki gert ráð fyrir að fórnarkostnaðurinn yrði jafn mikill og raun ber vitni, en nú hefur það nýlega verið staðfest að meira en 10.000 fjölskyldur hafi misst heimili sín frá hruni. Athugið að talan 10.000 nær einungis yfir þær fjölskyldur sem misst hafa heimili sín í gegnum nauðungarsölur. Það er óhætt að ætla að þær séu að minnsta kosti jafn margar sem hafa misst heimili sín vegna gjaldþrota eða e.k. nauðarsamninga við bankann án þess að fara í gegnum nauðungarsölu. Varlega áætlað er því um 15.000 fjölskyldur að ræða, eða um 45.000 einstaklinga!! Hvernig það er hægt að hrósa sér af „endurreisn efnahags“ sem byggir á „blóði“ 45.000 manna, kvenna og barna, eða um 15% þjóðarinnar, er okkur hulin ráðgáta. Hinn raunverulegi fórnarkostnaður verður aldrei mældur eða metin til fjár. Hann felst í glötuðum tækifærum og tíma með börnum sem aldrei kemur aftur, auk afleiðinga sem jafnvel eru þyngri en heimilismissirinn sjálfur. Það eina sem hægt að að meta til fjár, er húsnæðið sem rænt var.„…auðvitað misstu þúsundir heimili sín…“ Það er ekkert „auðvitað“ með það! Það var tekin meðvituð ákvörðun um að fórna heimilum landsins og það var unnið markvisst að henni frá því á vordögum 2009, þegar Steingrímur J. lofaði kröfuhöfum því að EF gengistryggð lán yrðu dæmd ólögmæt, yrðu settir á þau Seðlabankavextir. Að því var unnið þar til markmiðinu var náð með hinum alræmdu Árna Páls lögum þann 18. desember 2010. Með Árna Páls lögunum var búið að byggja skjaldborgina frægu og innsigla hana. Gallinn er bara sá að lánþegar voru læstir inn í henni eins og fangelsi og bankamennirnir stilltu sér svo upp með skotvopnum á virkisveggjum hennar þar sem þeir hafa síðan dundað sér við að skjóta niður heimili landsins, eitt af öðru, með dyggri aðstoð sýslumanna og annarra varðhunda kerfisins. Allt það sem heimilin, þessir 45.000 einstaklingar hafa gengið í gegnum síðan þá og verður aldrei mælt eða metið til fjár, voru „heimatilbúnar“ þjáningar, búnar til af stjórnmála- og embættismönnum sem misst hafa sjónar á hlutverki sínu. En það er ekki nóg með að þessar aðgerðir hafi verið ónauðsynlegar, heldur voru þær líka ólöglegar. Það eina sem barátta lánþega og samtaka eins og Hagsmunasamtaka heimilanna hefur gengið út á er að farið sé að lögum í landinu. Ætti það ekki að vera sjálfsögð krafa? Hvernig getur barátta fyrir því að farið sé að lögum verið jafn erfið og raun ber vitni? Hvernig geta stjórnmálamenn verið á móti því að farið sé að lögum? Hvernig stendur á því að dómarar dæmi ekki að lögum? Það er bannað, samkvæmt mjög skýrum lögum um neytendarétt, að breyta samningum eftir undirritun, neytendum í óhag. Það var samt gert við tugþúsundir lánasamninga! Það er líka bannað að setja annað ákvæði inn í samning í stað ákvæðis sem dæmt var ólöglegt. Það var samt gert við tugþúsundir lánasamninga!Við megum ALDREI, ALDREI, ALDREI samþykkja lögbrot! Þegar bent hefur verið á þessi augljósu lögbrot er svarað „það var hrun“ og það „þurfti að bjarga fjármálakerfinu“, Gott og vel, en má brjóta réttindi almennings til að bjarga fjármálakerfinu? Fyrir hverja er þá verið að bjarga því? Er fjármálakerfið ekki til fyrir fólkið, eða er almenningur bara fóður fyrir bankana? Við skulum ekki gleyma því að það voru bankarnir sem sköpuðu vandann, það voru líka þeir sem brutu lögin. Í máli fulltrúa Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í Seðlabankanum þann 15. september sl. kom skýrt fram að klúðrið var bankanna. Hann talaði um „the mess“ í bönkunum og það fór ekkert á milli mála að bankamenn hefðu farið virkilega illa að ráði sínu. Það voru ekki heimili landsins sem voru óskynsöm. Það voru ekki heldur heimili landsins sem brutu lög. Það voru ekki heldur heimili landsins sem léku sér með og töpuðu milljörðum. Nei, það voru bankamenn! En þeir hafa ekki þurft að gjalda þess í neinu, með örfáum undantekningum. Þeir hafa bara fengið að halda leiknum áfram og lánþegar hafa í alvöru þurft að láta sig hafa það að láta kennitöluflakkara sem ekki kunna með fé að fara, tala til sín með yfirlæti og hroka um leið og þeir herða kverkatakið á heimilinu sem Steingrímur J. færði þeim á silfurbakka. Jú ástandið var erfitt. En í erfiðu ástandi verða stjórnmálamenn að gæta að grundvallaratriðunum og þú getur aldrei leyft þér að fórna saklausum fyrir seka! Það hlýtur að vera grundvallaratriði að við sem þjóð megum ALDREI, ALDREI, ALDREI samþykkja það að lög- og stjórnarskrárvarin réttindi almennings séu brotin eftir hentugleika valdhafa eða fjársterkra hagsmunaðila!! Ef við samþykkjum það erum við komin á hættulegar brautir sem ekki sér fyrir endann á. Eitt af því sem hlýtur að vera bein afleiðing þeirra aðgerða stjórnvalda sem hér um ræðir, er að samningar á Íslandi í dag, eru ekki pappírsins virði. Þúsundir dæma sanna að ekki er einu sinni hægt að treysta því að þinglýstir samningar við banka standi. Komi það bönkunum illa að þurfa að standa við þá er þeim einfaldlega breytt í trássi við lög og reglugerðir. Fordæmið gæti ekki verið skýrara – það verður fjör í næsta hruni!Flakandi svöðusár „…þá auðvitað misstu þúsundir heimili sín og margir eiga um sárt að binda.“ Heimili landsins eiga ekki bara um sárt að binda. Þau eru eitt flakandi svöðusár. Sum þeirra munu aldrei ná sér aftur. Hjónabönd hafa brotnað, fjölskyldur sundrast, börn búið við óöryggi, og við vitum að sumir hafa jafnvel tekið líf sitt. Er hægt að fá harðari dóm en þann dóm sem tugþúsundir fengu? Og búa enn við þá óvissu að geta aldrei eignast þak yfir höfuð sér, búa við langvarandi framfærsluóöryggi, eru annars flokks þjóðfélagsþegnar í augum bankanna, flytja hverfa á milli með börn á grunnskólaaldri á vígvelli leigumarkaðarins. Heimili landsins eru ekki „ásættanlegur fórnarkostnaður“ og eitthvað sem hægt er að hrista af sér með „auðvitað eru ekki allir sáttir“. Þetta eru líf í rústum aðstæðna sem menn bjuggu til, þessir einstaklingar eiga skylda uppreist æru!Fórnað til hvers? Skoðum aðeins til hvers þetta var gert og hverju það hefur skilað? Síðan bankarnir fengu veiðileyfin á heimilin hafa þeir fitnað eins og púkinn á fjósbitanum og eru aftur farnir að haga sér eins og árið 2007 þó þeir fari aðeins fínna í það en þeir gerðu þá. Skilaboðin til þeirra eru skýr; þeir geta gert það sem þeir vilja og eru eins og e.k. „ríki í ríkinu“ sem þarf bara að smella fingrum til að stjórnmálamenn, dómarar og sýslumenn framkvæmi vilja þeirra mótþróalaust. Heimilunum hefur hins vegar blætt og þegar heimilunum blæðir, þá veikist þjóðin. Við horfum á aukningu þunglyndis og kvíða, ekki síst hjá ungu fólki, og aukna kulnun í starfi, ásamt því sem neikvæðni og vantraust á stjórnmálamönnum og „kerfinu“ er meira en nokkru sinni áður. Af hverju er fólkið okkar að gefast upp þegar hagvísar benda í allt aðrar áttir? Forsætisráðherra lét gera heila skýrslu, með ærnum tilkostnaði, til að finna út hvernig auka mætti traust í þjóðfélaginu. Það hefði mátt spara þann pening því svörin eru einföld hvað varðar stjórnmálamennina: 1. Farið að lögum 2. Vinnið fyrir fólkið í landinu í stað þess að líta á okkur sem fóður fyrir fjármálakerfið og yfirbyggingu stjórnsýslunnar. 3. Horfist í augu við mistök ykkar og LEIÐRÉTTIÐ ÞAU í stað þess að taka stolt ykkar og ímynd fram yfir ómældar þjáningar þúsunda. 4. Gætið hagsmuna fólksins í stað sérhagsmunaafla sem moka mest í kosningasjóði stjórnmálaflokkana. Það að stjórnmálamenn þurfi heila skýrslu til að benda þeim á jafn augljós og sjálfsögð sannindi segir hins vegar afskaplega margt sem ekki verður farið nánar út í á þessum vettvangi. 15 – 20.000 heimili!! Að minnsta kosti 45.000 einstaklingar!! Og okkar kjörnu fulltrúar láta eins og þeim komi það ekki við! Þessi fjöldi samsvarar því að Kópavogur hefði verið lagður í rúst og allt fólkið sem þar býr hafi þurft að finna sér nýtt húsnæði hjá Gömmunum á Heimavöllum. Já, húsnæðið sem leigufélögin fengu á silfurfati og hafa hagnast stórkostlega á, eru heimilin sem stolið var af fólkinu. Ferlið er einhvern veginn svona: · Bankinn er með kverkatak á fjölskyldu · Bankinn fær heimilið afhent á silfurfati · Fjölskyldan er heimilislaus og finnur leiguhúsnæði hjá einhverjum gömmum · Fjölskyldan borgar meira í leigu en hún réð við í afborganir á lánum · Bankinn í formi gammanna er aftur komin með kverkatak á fjölskyldunni · Bankinn lætur gammana fá fyrrum heimili fjölskyldunnar á góðu verði – nóg af fjölskyldum til að fylla „heimilin“ · Bankinn er búin að: o Fá lán fjölskyldunnar „á slikk“ o Hirða af henni eignina og jafnvel meira til – a.m.k. 1000% hagnaður o Bankinn annaðhvort: - #1 Selur eignina á markaðsverði – hagnaður bankans eykst - #2 Leigir eignina í gegnum leigufélag – hagnaður bankans eykst · Bankinn borgar eigendum sínum 10 milljarða í arð, kauprétti og bónusa. Maður kemst næstum við, snilldin er svo mikil! Ekkert af þessu kemur neinum til góða nema fjármálakerfinu! Ekkert af þessu fer í bætt heilbrigðiskerfi – nei, það grotnar niður og við erum líka látin borga fyrir það að veikjast! Traust til stjórnmála mun ekki lyftast af botninum á meðan langtíma hagsmunir heillar þjóðar skulu alltaf víkja fyrir skammtíma gróða!Hvað ætlarðu nú að gera Steingrímur? Viðurkenning þín Steingrímur, á þjáningum þúsunda heimila er skref í rétta átt, en það þarf meira til. Nú þarft þú að snúa þessari þróun við. Þú ert forseti Alþingis og þú verður að viðurkenna að ranglega var staðið að málum og gera gangskör í því að þessi mál verði rannsökuð og leiðrétt. Þegar aukning á nauðungarsölum frá því fyrir hrun er yfir 300% þá er eitthvað mikið að. Við skorum á þig að snúa þessari þróun við. Bæði formaður VR og Hagsmunasamtök heimilanna eru tilbúin til samstarfs á þeirri vegferð því það er alveg ljóst að fara þarf í aðgerðir til að frelsa fólk undan oki vaxta, verðtryggingar og þeirra ólögmætu aðgerða, sem gefið hafa bönkunum vald yfir lífi og limum íslendinga. Hingað og ekki lengra! Almenningur er ekki fóður fyrir fjármálakerfið!Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VRÁsthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
„… og það er sárt að vita til þess að þrátt fyrir mikla viðleitni þá auðvitað misstu þúsundir heimili sín og margir eiga um sárt að binda.“ Þessi orð lét Steingrímur J. Sigfússon falla í viðtali í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni, sunnudaginn 16. september. Um leið og við þökkum Steingrími fyrir að viðurkenna loksins þann gífurlega fjölda sem hefur orðið fyrir ómældum skaða vegna aðgerða hans, þá viljum við jafnframt mótmæla því harðlega að það sé eitthvað „auðvitað“ með að svo hafi farið. Það var ENGIN ástæða til þess að þúsundir hafi misst heimili sín heldur er það EINVÖRÐUNGU vegna þess að forgangsröðun íslenskra stjórnvalda var algjörlega kolröng. Þau unnu út frá hagsmunum bankanna í stað þess að vinna út frá hagsmunum heimilanna. Ætlun þeirra var að bjarga fjármálakerfinu hvað sem það kostaði og því miður litu þau einfaldlega svo á að nokkur þúsund heimili væru „ásættanlegur fórnarkostnaður“ í þeirri viðleitni. Það að þúsundir misstu heimili sín var ekki óumflýjanlegt eins Steingrímur vill vera láta, heldur afleiðing markvissra aðgerða stjórnvalda, með þátttöku embættismanna, lögfræðinga og dómara. Þessar aðgerðir höfðu ekkert með endurreisn bankanna að gera, þær miðuðu einvörðungu að því að fita þá. Rétt eftir að gengistrygging lána var dæmd ólögmæt í júní 2010, gáfu bankarnir út yfirlýsingu um að þó að gengistrygging lánanna væri tekin af og lánin stæðu að öðru leyti, hefði það hverfandi áhrif á afkomu þeirra. Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu voru þessar aðgerðir keyrðar áfram af markvissum brotavilja, þangað til heimilin voru innikróuð í Skjaldborg skelfingarinnar. Gallinn var nefnilega sá að fjármálaráðherra hafði lofað kröfuhöfum því ári áður, að ef þessi staða kæmi upp, yrðu settir Seðlabankavextir á lánin. Að því hafði verið unnið og við það skyldi standa. Þetta skjalfesta loforð fjármálaráðherra er sérstakt fyrir margra hluta sakir: 1. Hann hafði engar lagalegar heimildir til að lofa þessu 2. Til að uppfylla þetta loforð þurfti hann að tryggja samstarf og aðkomu dómstóla 3. Hann gaf loforðið ÁÐUR en nokkur var búin að átta sig á mögulegu ólögmæti lánanna, sem þýðir að á meðan fólk var að missa heimilin sín á röngum ólögmætum forsendum, vissi hann um ólögmætið en leyfði bönkunum að fara sínu fram í stað þess að láta heimilin njóta vafans. 4. Þetta loforð var gefið vogunarsjóðum sem fengið höfðu lánasöfnin „á slikk“, jafnvel undir 10% af virði þeirra. Hafði hann virkilega áhyggjur af því að þeir myndu bara hagnast um 1000% og vildi tryggja þeim 2 - 3000%? Já, það er glettilega auðvelt að fórna öðrum og koma svo mörgum árum síðar, yppa öxlum sorgmæddur og segja „auðvitað eru ekki allir sáttir, við gátum ekki bjargað öllum þrátt fyrir mikla viðleitni“ svona eins og þetta sé nú lítið mál sem fáránlegt sé að blása upp 10 árum eftir hrun! Þetta er stórmál og við sem þetta ritum vitum ekki til þess að heimili þeirra sem að þessum aðgerðum stóðu séu meðal þeirra þúsunda heimila sem horfið hafa í gráðugt gin bankanna. Við vitum ekki heldur til þess að einn einasti stjórnandi bankanna hafi misst heimili sitt. Nei, fólkið sem annað hvort kom heimilunum í þessa stöðu eða ákvað að fórna þeim „fyrir málstaðinn“ er í hópi þeirra „heppnu“ sem fékk skuldir sínar afskrifaðar. Ekkert af þessu fólki hefur upplifað þjáninguna sem fylgir því að finna sig vanmáttugan gegn ofurafli spillingar þar sem þú átt enga vörn, engan rétt og enga möguleika, heldur verður að kyngja öllum þínum tilfinningum og standa sterk/ur til að geta haldið utan um börnin þín í von um vernda þau þegar þið eruð svipt öryggi ykkar og afkomu.Hver er hinn raunverulegi fórnarkostnaður? Það getur vel verið að stjórnvöld hafi ekki gert ráð fyrir að fórnarkostnaðurinn yrði jafn mikill og raun ber vitni, en nú hefur það nýlega verið staðfest að meira en 10.000 fjölskyldur hafi misst heimili sín frá hruni. Athugið að talan 10.000 nær einungis yfir þær fjölskyldur sem misst hafa heimili sín í gegnum nauðungarsölur. Það er óhætt að ætla að þær séu að minnsta kosti jafn margar sem hafa misst heimili sín vegna gjaldþrota eða e.k. nauðarsamninga við bankann án þess að fara í gegnum nauðungarsölu. Varlega áætlað er því um 15.000 fjölskyldur að ræða, eða um 45.000 einstaklinga!! Hvernig það er hægt að hrósa sér af „endurreisn efnahags“ sem byggir á „blóði“ 45.000 manna, kvenna og barna, eða um 15% þjóðarinnar, er okkur hulin ráðgáta. Hinn raunverulegi fórnarkostnaður verður aldrei mældur eða metin til fjár. Hann felst í glötuðum tækifærum og tíma með börnum sem aldrei kemur aftur, auk afleiðinga sem jafnvel eru þyngri en heimilismissirinn sjálfur. Það eina sem hægt að að meta til fjár, er húsnæðið sem rænt var.„…auðvitað misstu þúsundir heimili sín…“ Það er ekkert „auðvitað“ með það! Það var tekin meðvituð ákvörðun um að fórna heimilum landsins og það var unnið markvisst að henni frá því á vordögum 2009, þegar Steingrímur J. lofaði kröfuhöfum því að EF gengistryggð lán yrðu dæmd ólögmæt, yrðu settir á þau Seðlabankavextir. Að því var unnið þar til markmiðinu var náð með hinum alræmdu Árna Páls lögum þann 18. desember 2010. Með Árna Páls lögunum var búið að byggja skjaldborgina frægu og innsigla hana. Gallinn er bara sá að lánþegar voru læstir inn í henni eins og fangelsi og bankamennirnir stilltu sér svo upp með skotvopnum á virkisveggjum hennar þar sem þeir hafa síðan dundað sér við að skjóta niður heimili landsins, eitt af öðru, með dyggri aðstoð sýslumanna og annarra varðhunda kerfisins. Allt það sem heimilin, þessir 45.000 einstaklingar hafa gengið í gegnum síðan þá og verður aldrei mælt eða metið til fjár, voru „heimatilbúnar“ þjáningar, búnar til af stjórnmála- og embættismönnum sem misst hafa sjónar á hlutverki sínu. En það er ekki nóg með að þessar aðgerðir hafi verið ónauðsynlegar, heldur voru þær líka ólöglegar. Það eina sem barátta lánþega og samtaka eins og Hagsmunasamtaka heimilanna hefur gengið út á er að farið sé að lögum í landinu. Ætti það ekki að vera sjálfsögð krafa? Hvernig getur barátta fyrir því að farið sé að lögum verið jafn erfið og raun ber vitni? Hvernig geta stjórnmálamenn verið á móti því að farið sé að lögum? Hvernig stendur á því að dómarar dæmi ekki að lögum? Það er bannað, samkvæmt mjög skýrum lögum um neytendarétt, að breyta samningum eftir undirritun, neytendum í óhag. Það var samt gert við tugþúsundir lánasamninga! Það er líka bannað að setja annað ákvæði inn í samning í stað ákvæðis sem dæmt var ólöglegt. Það var samt gert við tugþúsundir lánasamninga!Við megum ALDREI, ALDREI, ALDREI samþykkja lögbrot! Þegar bent hefur verið á þessi augljósu lögbrot er svarað „það var hrun“ og það „þurfti að bjarga fjármálakerfinu“, Gott og vel, en má brjóta réttindi almennings til að bjarga fjármálakerfinu? Fyrir hverja er þá verið að bjarga því? Er fjármálakerfið ekki til fyrir fólkið, eða er almenningur bara fóður fyrir bankana? Við skulum ekki gleyma því að það voru bankarnir sem sköpuðu vandann, það voru líka þeir sem brutu lögin. Í máli fulltrúa Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í Seðlabankanum þann 15. september sl. kom skýrt fram að klúðrið var bankanna. Hann talaði um „the mess“ í bönkunum og það fór ekkert á milli mála að bankamenn hefðu farið virkilega illa að ráði sínu. Það voru ekki heimili landsins sem voru óskynsöm. Það voru ekki heldur heimili landsins sem brutu lög. Það voru ekki heldur heimili landsins sem léku sér með og töpuðu milljörðum. Nei, það voru bankamenn! En þeir hafa ekki þurft að gjalda þess í neinu, með örfáum undantekningum. Þeir hafa bara fengið að halda leiknum áfram og lánþegar hafa í alvöru þurft að láta sig hafa það að láta kennitöluflakkara sem ekki kunna með fé að fara, tala til sín með yfirlæti og hroka um leið og þeir herða kverkatakið á heimilinu sem Steingrímur J. færði þeim á silfurbakka. Jú ástandið var erfitt. En í erfiðu ástandi verða stjórnmálamenn að gæta að grundvallaratriðunum og þú getur aldrei leyft þér að fórna saklausum fyrir seka! Það hlýtur að vera grundvallaratriði að við sem þjóð megum ALDREI, ALDREI, ALDREI samþykkja það að lög- og stjórnarskrárvarin réttindi almennings séu brotin eftir hentugleika valdhafa eða fjársterkra hagsmunaðila!! Ef við samþykkjum það erum við komin á hættulegar brautir sem ekki sér fyrir endann á. Eitt af því sem hlýtur að vera bein afleiðing þeirra aðgerða stjórnvalda sem hér um ræðir, er að samningar á Íslandi í dag, eru ekki pappírsins virði. Þúsundir dæma sanna að ekki er einu sinni hægt að treysta því að þinglýstir samningar við banka standi. Komi það bönkunum illa að þurfa að standa við þá er þeim einfaldlega breytt í trássi við lög og reglugerðir. Fordæmið gæti ekki verið skýrara – það verður fjör í næsta hruni!Flakandi svöðusár „…þá auðvitað misstu þúsundir heimili sín og margir eiga um sárt að binda.“ Heimili landsins eiga ekki bara um sárt að binda. Þau eru eitt flakandi svöðusár. Sum þeirra munu aldrei ná sér aftur. Hjónabönd hafa brotnað, fjölskyldur sundrast, börn búið við óöryggi, og við vitum að sumir hafa jafnvel tekið líf sitt. Er hægt að fá harðari dóm en þann dóm sem tugþúsundir fengu? Og búa enn við þá óvissu að geta aldrei eignast þak yfir höfuð sér, búa við langvarandi framfærsluóöryggi, eru annars flokks þjóðfélagsþegnar í augum bankanna, flytja hverfa á milli með börn á grunnskólaaldri á vígvelli leigumarkaðarins. Heimili landsins eru ekki „ásættanlegur fórnarkostnaður“ og eitthvað sem hægt er að hrista af sér með „auðvitað eru ekki allir sáttir“. Þetta eru líf í rústum aðstæðna sem menn bjuggu til, þessir einstaklingar eiga skylda uppreist æru!Fórnað til hvers? Skoðum aðeins til hvers þetta var gert og hverju það hefur skilað? Síðan bankarnir fengu veiðileyfin á heimilin hafa þeir fitnað eins og púkinn á fjósbitanum og eru aftur farnir að haga sér eins og árið 2007 þó þeir fari aðeins fínna í það en þeir gerðu þá. Skilaboðin til þeirra eru skýr; þeir geta gert það sem þeir vilja og eru eins og e.k. „ríki í ríkinu“ sem þarf bara að smella fingrum til að stjórnmálamenn, dómarar og sýslumenn framkvæmi vilja þeirra mótþróalaust. Heimilunum hefur hins vegar blætt og þegar heimilunum blæðir, þá veikist þjóðin. Við horfum á aukningu þunglyndis og kvíða, ekki síst hjá ungu fólki, og aukna kulnun í starfi, ásamt því sem neikvæðni og vantraust á stjórnmálamönnum og „kerfinu“ er meira en nokkru sinni áður. Af hverju er fólkið okkar að gefast upp þegar hagvísar benda í allt aðrar áttir? Forsætisráðherra lét gera heila skýrslu, með ærnum tilkostnaði, til að finna út hvernig auka mætti traust í þjóðfélaginu. Það hefði mátt spara þann pening því svörin eru einföld hvað varðar stjórnmálamennina: 1. Farið að lögum 2. Vinnið fyrir fólkið í landinu í stað þess að líta á okkur sem fóður fyrir fjármálakerfið og yfirbyggingu stjórnsýslunnar. 3. Horfist í augu við mistök ykkar og LEIÐRÉTTIÐ ÞAU í stað þess að taka stolt ykkar og ímynd fram yfir ómældar þjáningar þúsunda. 4. Gætið hagsmuna fólksins í stað sérhagsmunaafla sem moka mest í kosningasjóði stjórnmálaflokkana. Það að stjórnmálamenn þurfi heila skýrslu til að benda þeim á jafn augljós og sjálfsögð sannindi segir hins vegar afskaplega margt sem ekki verður farið nánar út í á þessum vettvangi. 15 – 20.000 heimili!! Að minnsta kosti 45.000 einstaklingar!! Og okkar kjörnu fulltrúar láta eins og þeim komi það ekki við! Þessi fjöldi samsvarar því að Kópavogur hefði verið lagður í rúst og allt fólkið sem þar býr hafi þurft að finna sér nýtt húsnæði hjá Gömmunum á Heimavöllum. Já, húsnæðið sem leigufélögin fengu á silfurfati og hafa hagnast stórkostlega á, eru heimilin sem stolið var af fólkinu. Ferlið er einhvern veginn svona: · Bankinn er með kverkatak á fjölskyldu · Bankinn fær heimilið afhent á silfurfati · Fjölskyldan er heimilislaus og finnur leiguhúsnæði hjá einhverjum gömmum · Fjölskyldan borgar meira í leigu en hún réð við í afborganir á lánum · Bankinn í formi gammanna er aftur komin með kverkatak á fjölskyldunni · Bankinn lætur gammana fá fyrrum heimili fjölskyldunnar á góðu verði – nóg af fjölskyldum til að fylla „heimilin“ · Bankinn er búin að: o Fá lán fjölskyldunnar „á slikk“ o Hirða af henni eignina og jafnvel meira til – a.m.k. 1000% hagnaður o Bankinn annaðhvort: - #1 Selur eignina á markaðsverði – hagnaður bankans eykst - #2 Leigir eignina í gegnum leigufélag – hagnaður bankans eykst · Bankinn borgar eigendum sínum 10 milljarða í arð, kauprétti og bónusa. Maður kemst næstum við, snilldin er svo mikil! Ekkert af þessu kemur neinum til góða nema fjármálakerfinu! Ekkert af þessu fer í bætt heilbrigðiskerfi – nei, það grotnar niður og við erum líka látin borga fyrir það að veikjast! Traust til stjórnmála mun ekki lyftast af botninum á meðan langtíma hagsmunir heillar þjóðar skulu alltaf víkja fyrir skammtíma gróða!Hvað ætlarðu nú að gera Steingrímur? Viðurkenning þín Steingrímur, á þjáningum þúsunda heimila er skref í rétta átt, en það þarf meira til. Nú þarft þú að snúa þessari þróun við. Þú ert forseti Alþingis og þú verður að viðurkenna að ranglega var staðið að málum og gera gangskör í því að þessi mál verði rannsökuð og leiðrétt. Þegar aukning á nauðungarsölum frá því fyrir hrun er yfir 300% þá er eitthvað mikið að. Við skorum á þig að snúa þessari þróun við. Bæði formaður VR og Hagsmunasamtök heimilanna eru tilbúin til samstarfs á þeirri vegferð því það er alveg ljóst að fara þarf í aðgerðir til að frelsa fólk undan oki vaxta, verðtryggingar og þeirra ólögmætu aðgerða, sem gefið hafa bönkunum vald yfir lífi og limum íslendinga. Hingað og ekki lengra! Almenningur er ekki fóður fyrir fjármálakerfið!Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VRÁsthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar