Innri endurskoðun sé alveg óháð pólitískum fyrirmælum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. september 2018 06:00 Helga Jónsdóttir, ásamt Brynhildi Davíðsdóttur (t.h.), á miðri mynd við upphaf fundar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Helga Jónsdóttir, tímabundinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR), segir skýrt að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar (IER) sé algjörlega óháð pólitískum fyrirmælum og vinni samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um innri endurskoðun. Hún telur næsta víst að niðurstöður úttektar á vinnustaðamenningu OR muni liggja fyrir áður en árið er á enda. Helga tók í gær við stjórnartaumunum hjá OR en hún kemur til með að stýra fyrirtækinu næstu tvo mánuði. Hún er kunnug fyrirtækinu en hún var á sínum tíma í stjórn þess. Helga var ráðin forstjóri eftir að Bjarni Bjarnason óskaði eftir því við stjórn OR að stíga til hliðar meðan óháð úttekt færi fram í kjölfar fregna af óviðeigandi framkomu karlkyns stjórnenda OR við kvenkyns starfsfólk. Nýi forstjórinn var settur inn í verkefnið sem fram undan er á fundi með stjórninni. „Það var margt rætt og kynnt fyrir mér á fundinum. Ég fór af honum með ríka tilfinningu um að OR sé fyrirtæki í góðum og framsæknum rekstri. Það veit hvað það vill, hvert skal stefna og gerir það markvisst,“ segir Helga. Á fundinum var meðal annars á dagskrá umræða um drög að úttektinni sem gera á. Rætt hefur verið um það að mögulega sé óheppilegt að IER standi að úttektinni í ljósi þess að Reykjavíkurborg er langstærsti eigandi Orkuveitunnar. „Það liggur alveg fyrir og mig langar að undirstrika það sérstaklega að IER starfar samkvæmt mjög skýrum reglum, er algjörlega óháð pólitískum fyrirmælum og vinnur samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um innri endurskoðun. Ég leyfi mér að trúa því að þar sé mjög faglega unnið,“ segir Helga. Auk IER munu óháðir sérfræðingar standa að úttektinni. Að sögn Helgu er slíkt nauðsynlegt þar sem verkefnið sem fram undan er sé það viðamikið að þörf er á auknum mannafla til að ljúka því hratt og örugglega. Ekki liggur fyrir hve margir utanaðkomandi aðilar munu koma að verkinu. „Það munu utanaðkomandi sérfræðingar koma að úttektinni til að tryggja enn frekar áreiðanleika og trúverðugleika hennar. Aðkoma þeirra mun einnig tryggja sérþekkingu umfram þá sem er nú þegar innan IER,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar OR. Uppsögn og aðdragandi uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns markaðs- og kynningarmála hjá Orku náttúrunnar, dótturfélagi OR, varð kveikjan að því að vinnustaðamenning OR komst í kastljósið. Hún hefur gefið út að hún muni leita réttar síns vegna uppsagnarinnar. „OR barst bréf frá lögmanni hennar og stjórnin fól mér að fara á fund hennar. Ég mun gera það eins fljótt og ég fæ því komið við. Dagurinn í dag og á morgun eru mjög þéttbókaðir en ég vonast til þess að ná því fyrir vikulok,“ segir Helga. Hún segir að hún fari á þann fund til að hlusta á Áslaugu en ótímabært sé að ræða hvort hún verði ráðin á ný. Aðspurð um hvort það komi til greina að vera í starfinu lengur en í tvo mánuði segir Helga að það hafi ekki verið rætt við hana um annað en mánuðina tvo og hún myndi aldrei sækjast eftir því að vera forstjóri OR til framtíðar. „Ég ætla bara að njóta þess að vera á eftirlaunum og leika mér og njóta þess að eiga börn og barnabörn,“ segir Helga. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn MeToo Orkumál Tengdar fréttir Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15 Starfandi forstjóra OR falið að boða fyrrverandi forstöðumann á fund Mikilvægt sé að fá upplýsingar frá henni áður en frekari ákvörðun í máli hennar verði tekin. 24. september 2018 19:30 Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. 22. september 2018 13:34 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Sjá meira
Helga Jónsdóttir, tímabundinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR), segir skýrt að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar (IER) sé algjörlega óháð pólitískum fyrirmælum og vinni samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um innri endurskoðun. Hún telur næsta víst að niðurstöður úttektar á vinnustaðamenningu OR muni liggja fyrir áður en árið er á enda. Helga tók í gær við stjórnartaumunum hjá OR en hún kemur til með að stýra fyrirtækinu næstu tvo mánuði. Hún er kunnug fyrirtækinu en hún var á sínum tíma í stjórn þess. Helga var ráðin forstjóri eftir að Bjarni Bjarnason óskaði eftir því við stjórn OR að stíga til hliðar meðan óháð úttekt færi fram í kjölfar fregna af óviðeigandi framkomu karlkyns stjórnenda OR við kvenkyns starfsfólk. Nýi forstjórinn var settur inn í verkefnið sem fram undan er á fundi með stjórninni. „Það var margt rætt og kynnt fyrir mér á fundinum. Ég fór af honum með ríka tilfinningu um að OR sé fyrirtæki í góðum og framsæknum rekstri. Það veit hvað það vill, hvert skal stefna og gerir það markvisst,“ segir Helga. Á fundinum var meðal annars á dagskrá umræða um drög að úttektinni sem gera á. Rætt hefur verið um það að mögulega sé óheppilegt að IER standi að úttektinni í ljósi þess að Reykjavíkurborg er langstærsti eigandi Orkuveitunnar. „Það liggur alveg fyrir og mig langar að undirstrika það sérstaklega að IER starfar samkvæmt mjög skýrum reglum, er algjörlega óháð pólitískum fyrirmælum og vinnur samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um innri endurskoðun. Ég leyfi mér að trúa því að þar sé mjög faglega unnið,“ segir Helga. Auk IER munu óháðir sérfræðingar standa að úttektinni. Að sögn Helgu er slíkt nauðsynlegt þar sem verkefnið sem fram undan er sé það viðamikið að þörf er á auknum mannafla til að ljúka því hratt og örugglega. Ekki liggur fyrir hve margir utanaðkomandi aðilar munu koma að verkinu. „Það munu utanaðkomandi sérfræðingar koma að úttektinni til að tryggja enn frekar áreiðanleika og trúverðugleika hennar. Aðkoma þeirra mun einnig tryggja sérþekkingu umfram þá sem er nú þegar innan IER,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar OR. Uppsögn og aðdragandi uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns markaðs- og kynningarmála hjá Orku náttúrunnar, dótturfélagi OR, varð kveikjan að því að vinnustaðamenning OR komst í kastljósið. Hún hefur gefið út að hún muni leita réttar síns vegna uppsagnarinnar. „OR barst bréf frá lögmanni hennar og stjórnin fól mér að fara á fund hennar. Ég mun gera það eins fljótt og ég fæ því komið við. Dagurinn í dag og á morgun eru mjög þéttbókaðir en ég vonast til þess að ná því fyrir vikulok,“ segir Helga. Hún segir að hún fari á þann fund til að hlusta á Áslaugu en ótímabært sé að ræða hvort hún verði ráðin á ný. Aðspurð um hvort það komi til greina að vera í starfinu lengur en í tvo mánuði segir Helga að það hafi ekki verið rætt við hana um annað en mánuðina tvo og hún myndi aldrei sækjast eftir því að vera forstjóri OR til framtíðar. „Ég ætla bara að njóta þess að vera á eftirlaunum og leika mér og njóta þess að eiga börn og barnabörn,“ segir Helga.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn MeToo Orkumál Tengdar fréttir Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15 Starfandi forstjóra OR falið að boða fyrrverandi forstöðumann á fund Mikilvægt sé að fá upplýsingar frá henni áður en frekari ákvörðun í máli hennar verði tekin. 24. september 2018 19:30 Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. 22. september 2018 13:34 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Sjá meira
Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15
Starfandi forstjóra OR falið að boða fyrrverandi forstöðumann á fund Mikilvægt sé að fá upplýsingar frá henni áður en frekari ákvörðun í máli hennar verði tekin. 24. september 2018 19:30
Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. 22. september 2018 13:34
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent