Erlent

Rosenstein íhugar nú stöðu sína

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Rod Rosenstein.
Rod Rosenstein. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Bandaríkin með John Kelly, starfsmannastjóra ríkisstjórnar Donalds Trump forseta, um málið. Framtíð hans í starfi ræðst endanlega á fimmtudaginn þegar hann fundar með forsetanum sjálfum.

Þar sem Jeff Sessions dómsmálaráðherra steig til hliðar í Rússa­málinu svokallaða er Rosenstein yfirmaður Roberts Mueller, sérstaks saksóknara ráðuneytisins sem rannsakar meint afskipti rússneskra yfirvalda af forsetakosningunum 2016 og meint samráð framboðs Trumps við Rússa.

Trump hefur kallað rannsóknina nornaveiðar og beint sjónum sínum að Rosenstein. Aðstoðarráðherrann hefur ítrekað neitað því að hugsa um að reka Mueller, þrátt fyrir þrýsting frá stuðningsmönnum forseta. Talið er að framtíð rannsóknarinnar verði í hættu ef Rosenstein stígur til hliðar eða er látinn fara.

The New York Times greindi frá því á föstudag að Rosenstein hefði lagt til að samtöl forsetans yrðu tekin upp í leyni til að ljóstra upp um meinta ringulreið sem ríkir innan ríkisstjórnarinnar. Aðstoðarráðherrann var sömuleiðis sagður hafa rætt um að fá til liðs við sig ráðherra svo hægt væri að beita 25. grein stjórnarskrárinnar. Í henni er meðal annars kveðið á um að varaforseti og meirihluti ráðherra geti fjarlægt forsetann úr embætti sökum veikinda eða vanhæfni. Rosenstein hafnaði frásögn blaðsins alfarið.




Tengdar fréttir

Ýjar að því að starf Rosenstein sé í hættu

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ýjað að því í viðtali við Fox News að starf Rod Rosensteins, aðstoðardómsmálaráðherra og yfirmanns Roberts Muellers sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og tengsl þeirra við framboð Bandaríkjaforseta, sé í hættu.

Örlög Rosenstein ráðast á fimmtudaginn

Hann mætti til fundar við John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta Hússins, í dag og væntu fjölmiðlar þess að hann myndi annaðhvort segja af sér eða vera rekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×