Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. september 2018 19:00 Theresa May á tali við gestgjafa leiðtogafundarins, Sebastian Kurz Austurríkiskanslara. Vísir/AP „Ramminn sem lagt er upp með gengur ekki,“ sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, á blaðamannafundi eftir tveggja daga leiðtogafund sambandsins í Salzburg í Austurríki en honum lauk í dag. Meginefni fundarins var fyrirhuguð útganga Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði vonast til að fá stuðning Evrópuleiðtoga við hina svokölluðu Chequers áætlun ríkisstjórnar hennar um samskipti við sambandið eftir útgöngu. May hefur varað við því að ef Chequers áætlunin gengur ekki eftir þurfi Bretland að ganga úr sambandinu án samkomulags. Leiðtogar Evrópusambandsins segja áætlun May ekki fullnægjandi. Tryggja þurfi betur opin landamæri á milli Norður-Írlands og Írlands og þá grafi tillagan undan innri markaði Sambandsins. Boðað hefur verið til annars leiðtogafundar um miðjan október þar sem lokatilraun verður gerð til að komast að samkomulagi um útgöngu Bretlands. „Úrslitastundin fyrir Brexit viðræðurnar verða á leiðtogafundinum í október,“ sagði Tusk. „Í október reiknum við með hámarksárangri og niðurstöðu í viðræðunum.“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, vill klára Brexit viðræður á næsta leiðtogafundi í október.Vísir/APTheresa May er þó á öðru máli og segist ekki hafa tímann til að klára viðræður á svo skömmum tíma. Ekki síst vegna þess að hún telur Evrópusambandið ekki leggja fram tillögur sem henta hagsmunum breta. „Það liggur engin móttillaga á borðinu sem virðir hagsmuni Bretlands og niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar,“ sagði hún í lok leiðtogafundar. „Ef það liggur ekki fyrir samkomulag sem er ásættanlegt í augum Bretlands erum við tilbúin að ganga út án samkomulags. Ég trúi því þó að við getum náð góðu samkomulagi.“Hvað er Chequers áætlunin? Áætlunin er kennd við sveitasetur forsætisráðherrans í Buckinghamskíri á Englandi. Þar samþykkti breska ríkisstjórnin samningsmarkmið sín um hvernig samskiptum Bretlands við Evrópusambandið verður háttað eftir útgöngu. Meðal meginþátta sem í áætluninni er ákvæði um sameiginlegt regluverk sem tryggir stöðlun gæða á varningi og landbúnaðarvörum sem verslað er með. Þá gerir áætlunin ráð fyrir tollasamningum til að tryggja hindrunarlaus viðskipti Bretlands við Evrópusambandið en á sama tíma er Bretlandi frjálst að semja um fríverslun við önnur ríki. Samkvæmt Chequers mun Bretland hætta í sameiginlegri landbúnaðar- og fiskveiðistefnu Evrópusambandsins og stöðva frjálsa fólksflutninga á milli sambandsins og Bretlands. Síðastnefndi þátturinn ógnar opnum landamærum á milli Írlands og Norður-Írlands. Theresa May telur að áætlunin sé eina raunhæfa lausnin í stöðunni en gagnrýnendur hennar telja aðrar leiðir færar.Vandræði heima fyrir Leiðtogafundurinn í Salzburg veikir stöðu May enn frekar þar sem hún á fáa bandamenn heima fyrir. Stjórnarandstaðan styður ekki Chequers áætlunina og þá hefur fjöldi þingmanna í hennar eigin flokki lýst yfir andstöðu. Uppreisnarseggir í Íhaldsflokknum hvetja May til að skipta um stefnu. Jacob Rees-Mogg, þingmaður Íhaldsflokksins, er einn harðasti gagnrýnandi Theresu May.Vísir/EPADavid Davis, fyrrverandi Brexitmálaráðherra, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að nú þurfi að setjast niður og hugsa samningsmarkmiðin upp á nýtt og Jacob Rees-Mogg, þingmaður Íhaldsflokksins og einn helsti gagnrýnandi Chequers áætlunarinnar, segir að áætlunin engan stuðning eftir fundinn í Salzburg. May er því sniðinn ansi þröngur stakkur eftir leiðtogafundinn í Salzburg og með hverjum deginum aukast líkurnar á því að Bretar neyðist til að ganga úr sambandinu án samkomulags. Austurríki Brexit Írland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
„Ramminn sem lagt er upp með gengur ekki,“ sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, á blaðamannafundi eftir tveggja daga leiðtogafund sambandsins í Salzburg í Austurríki en honum lauk í dag. Meginefni fundarins var fyrirhuguð útganga Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði vonast til að fá stuðning Evrópuleiðtoga við hina svokölluðu Chequers áætlun ríkisstjórnar hennar um samskipti við sambandið eftir útgöngu. May hefur varað við því að ef Chequers áætlunin gengur ekki eftir þurfi Bretland að ganga úr sambandinu án samkomulags. Leiðtogar Evrópusambandsins segja áætlun May ekki fullnægjandi. Tryggja þurfi betur opin landamæri á milli Norður-Írlands og Írlands og þá grafi tillagan undan innri markaði Sambandsins. Boðað hefur verið til annars leiðtogafundar um miðjan október þar sem lokatilraun verður gerð til að komast að samkomulagi um útgöngu Bretlands. „Úrslitastundin fyrir Brexit viðræðurnar verða á leiðtogafundinum í október,“ sagði Tusk. „Í október reiknum við með hámarksárangri og niðurstöðu í viðræðunum.“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, vill klára Brexit viðræður á næsta leiðtogafundi í október.Vísir/APTheresa May er þó á öðru máli og segist ekki hafa tímann til að klára viðræður á svo skömmum tíma. Ekki síst vegna þess að hún telur Evrópusambandið ekki leggja fram tillögur sem henta hagsmunum breta. „Það liggur engin móttillaga á borðinu sem virðir hagsmuni Bretlands og niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar,“ sagði hún í lok leiðtogafundar. „Ef það liggur ekki fyrir samkomulag sem er ásættanlegt í augum Bretlands erum við tilbúin að ganga út án samkomulags. Ég trúi því þó að við getum náð góðu samkomulagi.“Hvað er Chequers áætlunin? Áætlunin er kennd við sveitasetur forsætisráðherrans í Buckinghamskíri á Englandi. Þar samþykkti breska ríkisstjórnin samningsmarkmið sín um hvernig samskiptum Bretlands við Evrópusambandið verður háttað eftir útgöngu. Meðal meginþátta sem í áætluninni er ákvæði um sameiginlegt regluverk sem tryggir stöðlun gæða á varningi og landbúnaðarvörum sem verslað er með. Þá gerir áætlunin ráð fyrir tollasamningum til að tryggja hindrunarlaus viðskipti Bretlands við Evrópusambandið en á sama tíma er Bretlandi frjálst að semja um fríverslun við önnur ríki. Samkvæmt Chequers mun Bretland hætta í sameiginlegri landbúnaðar- og fiskveiðistefnu Evrópusambandsins og stöðva frjálsa fólksflutninga á milli sambandsins og Bretlands. Síðastnefndi þátturinn ógnar opnum landamærum á milli Írlands og Norður-Írlands. Theresa May telur að áætlunin sé eina raunhæfa lausnin í stöðunni en gagnrýnendur hennar telja aðrar leiðir færar.Vandræði heima fyrir Leiðtogafundurinn í Salzburg veikir stöðu May enn frekar þar sem hún á fáa bandamenn heima fyrir. Stjórnarandstaðan styður ekki Chequers áætlunina og þá hefur fjöldi þingmanna í hennar eigin flokki lýst yfir andstöðu. Uppreisnarseggir í Íhaldsflokknum hvetja May til að skipta um stefnu. Jacob Rees-Mogg, þingmaður Íhaldsflokksins, er einn harðasti gagnrýnandi Theresu May.Vísir/EPADavid Davis, fyrrverandi Brexitmálaráðherra, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að nú þurfi að setjast niður og hugsa samningsmarkmiðin upp á nýtt og Jacob Rees-Mogg, þingmaður Íhaldsflokksins og einn helsti gagnrýnandi Chequers áætlunarinnar, segir að áætlunin engan stuðning eftir fundinn í Salzburg. May er því sniðinn ansi þröngur stakkur eftir leiðtogafundinn í Salzburg og með hverjum deginum aukast líkurnar á því að Bretar neyðist til að ganga úr sambandinu án samkomulags.
Austurríki Brexit Írland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira