Fiskurinn fer beint suður á markað meðan fólkinu fækkar á Hólmavík Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2018 21:00 Ingvar Þór Pétursson útgerðarmaður við löndun á bryggjunni á Hólmavík. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Smábátar eru orðnir burðarásinn í fiskveiðum frá Hólmavík. Aflinn er þó allur fluttur burt úr byggðarlaginu, sem mátt hefur þola nærri fimmtungs fólksfækkun á undanförnum fimm árum. Þrátt fyrir það er stemmning á bryggjunum þegar bátarnir koma inn til löndunar, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Hólmavík við innanverðan Steingrímsfjörð er stærsta byggðarlag Strandasýslu og helsta þjónustumiðstöð Strandamanna, Kaupfélagið nýtur þess að fá Ísafjarðarumferðina í gegn, hér er rækjuvinnsla en höfnin hefur jafnan verið helsta lífæðin. Eftir að togarinn Hólmadrangur var seldur árið 2000 hafa smábátar verið kjölfestan í hinum hefðbundnu fiskveiðum, og þegar horft er yfir höfnina virðist ekki vera skortur á þeim.Frá Hólmavík. Þar bjuggu 480 manns árið 1995. Núna eru íbúarnir 320 talsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Verið er að landa úr línubátnum Hlökk í eigu samnefndrar útgerðar, hún gerir út tvö báta, er sú stærsta á Hólmavík, en hjá henni starfa átta til tíu manns. Aflinn er sóttur í Húnaflóa. Ingvar Þór Pétursson, útgerðarmaður á Hólmavík, segir fiskimiðin mjög góð og þar veiðist þokkalega þessa dagana. „Hann er með 4,6 tonn núna. Við erum alveg sáttir við það, með 32 bala,“ segir Ingvar. Spurður um samfélagið á Hólmavík svarar hann: „Það er bara fínt, mjög gott að vera hérna. Ég hef reyndar hvergi annars staðar búið nema hér þannig að ég þekki svo sem ekkert annað. En það er bara frábært að vera hérna.“ Tölur um íbúaþróun valda þó áhyggjum en um 320 manns búa nú á Hólmavík, voru 480 fyrir aldarfjórðungi. Á síðustu fimm árum hefur fækkað um 70 manns, úr 390 árið 2013. „Það er fólksfækkun núna á seinni árum. Það er ekki góð staða í því.“ -Hvað veldur? „Ég bara veit það ekki hvað er. Ég held að það sé bara svo margt,“ svarar Ingvar.Aflinn veiðist í Húnaflóa, honum er landað á Hólmavík en síðan er hann fluttur beint suður á markað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aflanum er ekið inn í Fiskmarkaðinn á Hólmavík en þangað er von á flutningabíl sem flytur fiskinn burtu. Hann er því ekki unninn á staðnum. „Nei. Þetta fer beint suður, - keyrt suður í nótt og fer á markað.“ -En er ekki eftirsóknarvert að vinna þetta hérna? „Ja, það hefur bara enginn verið tilbúinn til þess,“ svarar Ingvar Þór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Strandabyggð Tengdar fréttir Átján starfsmönnum Arion sagt upp störfum Þá verður afgreiðslu Arion á Hólmavík lokað en við það munu tveir starfsmenn til viðbótar láta af störfum. 22. október 2014 16:40 Allt að 138% verðmunur á kyndingarkostnaði með rafmagni Lægsta raforkuverð landsins er á Akureyri. 1. júní 2015 13:38 Fyrstu íbúðirnar byggðar á Hólmavík eftir hrun Fyrsta húsbyggingin eftir hrun er hafin á Hólmavík. Byggingarfélag heimamanna hóf fyrir helgi að grafa grunn að raðhúsalengju. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stærsti eigandi Fasteignafélagsins Hornsteina, sem reisir raðhúsin, en að því standa einnig Sparisjóður Strandamanna, Hólmadrangur og Trésmiðjan Höfði. 16. október 2012 20:30 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Smábátar eru orðnir burðarásinn í fiskveiðum frá Hólmavík. Aflinn er þó allur fluttur burt úr byggðarlaginu, sem mátt hefur þola nærri fimmtungs fólksfækkun á undanförnum fimm árum. Þrátt fyrir það er stemmning á bryggjunum þegar bátarnir koma inn til löndunar, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Hólmavík við innanverðan Steingrímsfjörð er stærsta byggðarlag Strandasýslu og helsta þjónustumiðstöð Strandamanna, Kaupfélagið nýtur þess að fá Ísafjarðarumferðina í gegn, hér er rækjuvinnsla en höfnin hefur jafnan verið helsta lífæðin. Eftir að togarinn Hólmadrangur var seldur árið 2000 hafa smábátar verið kjölfestan í hinum hefðbundnu fiskveiðum, og þegar horft er yfir höfnina virðist ekki vera skortur á þeim.Frá Hólmavík. Þar bjuggu 480 manns árið 1995. Núna eru íbúarnir 320 talsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Verið er að landa úr línubátnum Hlökk í eigu samnefndrar útgerðar, hún gerir út tvö báta, er sú stærsta á Hólmavík, en hjá henni starfa átta til tíu manns. Aflinn er sóttur í Húnaflóa. Ingvar Þór Pétursson, útgerðarmaður á Hólmavík, segir fiskimiðin mjög góð og þar veiðist þokkalega þessa dagana. „Hann er með 4,6 tonn núna. Við erum alveg sáttir við það, með 32 bala,“ segir Ingvar. Spurður um samfélagið á Hólmavík svarar hann: „Það er bara fínt, mjög gott að vera hérna. Ég hef reyndar hvergi annars staðar búið nema hér þannig að ég þekki svo sem ekkert annað. En það er bara frábært að vera hérna.“ Tölur um íbúaþróun valda þó áhyggjum en um 320 manns búa nú á Hólmavík, voru 480 fyrir aldarfjórðungi. Á síðustu fimm árum hefur fækkað um 70 manns, úr 390 árið 2013. „Það er fólksfækkun núna á seinni árum. Það er ekki góð staða í því.“ -Hvað veldur? „Ég bara veit það ekki hvað er. Ég held að það sé bara svo margt,“ svarar Ingvar.Aflinn veiðist í Húnaflóa, honum er landað á Hólmavík en síðan er hann fluttur beint suður á markað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aflanum er ekið inn í Fiskmarkaðinn á Hólmavík en þangað er von á flutningabíl sem flytur fiskinn burtu. Hann er því ekki unninn á staðnum. „Nei. Þetta fer beint suður, - keyrt suður í nótt og fer á markað.“ -En er ekki eftirsóknarvert að vinna þetta hérna? „Ja, það hefur bara enginn verið tilbúinn til þess,“ svarar Ingvar Þór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Strandabyggð Tengdar fréttir Átján starfsmönnum Arion sagt upp störfum Þá verður afgreiðslu Arion á Hólmavík lokað en við það munu tveir starfsmenn til viðbótar láta af störfum. 22. október 2014 16:40 Allt að 138% verðmunur á kyndingarkostnaði með rafmagni Lægsta raforkuverð landsins er á Akureyri. 1. júní 2015 13:38 Fyrstu íbúðirnar byggðar á Hólmavík eftir hrun Fyrsta húsbyggingin eftir hrun er hafin á Hólmavík. Byggingarfélag heimamanna hóf fyrir helgi að grafa grunn að raðhúsalengju. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stærsti eigandi Fasteignafélagsins Hornsteina, sem reisir raðhúsin, en að því standa einnig Sparisjóður Strandamanna, Hólmadrangur og Trésmiðjan Höfði. 16. október 2012 20:30 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Átján starfsmönnum Arion sagt upp störfum Þá verður afgreiðslu Arion á Hólmavík lokað en við það munu tveir starfsmenn til viðbótar láta af störfum. 22. október 2014 16:40
Allt að 138% verðmunur á kyndingarkostnaði með rafmagni Lægsta raforkuverð landsins er á Akureyri. 1. júní 2015 13:38
Fyrstu íbúðirnar byggðar á Hólmavík eftir hrun Fyrsta húsbyggingin eftir hrun er hafin á Hólmavík. Byggingarfélag heimamanna hóf fyrir helgi að grafa grunn að raðhúsalengju. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stærsti eigandi Fasteignafélagsins Hornsteina, sem reisir raðhúsin, en að því standa einnig Sparisjóður Strandamanna, Hólmadrangur og Trésmiðjan Höfði. 16. október 2012 20:30
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent