Tvíburar frá Hofsósi fá milljón krónur á mann í styrk Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2018 16:40 Styrkþegar með viðurkenningar sínar í dag. Vísir/Vilhelm Ester María Eiríksdóttir og Jón Örn Eiríksson, sautján ára tvíburar frá Hofsósi, eru á meðal ungs fólks sem hlaut í dag styrk úr Hvatningarsjóði Kviku. Sjóðurinn, sem er í samstarfi við Samtök iðnaðarins, hefur það að markmiði að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og starfsnáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf. Styrktarfjárhæð sjóðsins er 5 milljónir króna árlega í þrjú ár en eftir að hafa auglýst eftir fyrstu umsóknum í maí hefur fyrstu 5 milljónunum verið úthlutað á eftirfarandi aðila:Eina milljón króna hljóta -Aðalheiður Dögg Reynisdóttir, 21 árs úr Garðabæ og nemi í bakaraiðn í London -Ester María Eiríksdóttir, 17 ára frá Hofsósi og nemi í húsasmíði -Jón Örn Eiríksson, 17 frá Hofsósi og nemi í rafvirkjunHálfa milljón króna hljóta -Svala Björk Svavarsdóttir, 18 ára frá Akureyri og vélstjóranemi -Fannar Smári Sindrason, 17 ára úr Eyjafjarðarsveit og nemi í grunndeild rafiðna200 þúsund krónur hljóta -Aldís Eir Hansen – D stig vélstjórnar við Verkmenntaskólann á Akureyri -Anna Guðlaug Sigurðardóttir – Gull- og silfursmíði við Tækniskólann í Reykjavík -Bogi Pétur Thorarensen – Mjólkurfræði við Kold College í Danmörku -Dagný María Pétursdóttir - Mjólkurfræði við Kold College í Danmörku -Sigurður Aron Þorsteinsson – Vélvirkjun við Borgarholtsskóla Nánar um styrkþegana fimm sem hlutu hálfa eða eina milljón króna: • Aðalheiður Dögg Reynisdóttir Aðalheiður er 21 árs úr Garðabæ. Hún hefur lokið námi í bakaraiðn við Hótel- og matvælaskólann, auk þess að ljúka á sama tíma prófi sem iðnstúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi. Að því loknu fór hún að læra að verða eftirréttarkokkur (e. pastry chef) við hinn virta skóla Le Cordon Bleu í London. Síðastliðið ár hefur Aðalheiður verið í starfsnámi hjá Michelin stjörnu veitingastaðnum Pollen Street Social í London. • Ester María Eiríksdóttir. Ester er 17 ára frá Hofsósi. Hún er að læra húsasmíði við Verkmenntaskólann á Akureyri en langar síðar að læra húsgagnasmíði. Ester er mikil bóknámskona og stefnir á að klára stúdentspróf ofan á iðnnámið. • Jón Örn Eiríksson. Jón Örn er tvíburabróðir Esterar og því einnig 17 ára frá Hofsósi. Hann er að læra rafvirkjun við Raftækniskólann í Reykjavík og stefnir á að fara síðar í Hljóðtækniskólann og læra hljóðvinnslu. Þegar Jón Örn var 14 ára hannaði hann app fyrir android spjaldtölvu sem er ætlað að halda utan um reykköfun. Appið seldi hann síðan Mannvirkjastofnun og keypti sér skellinöðru og DJ-græjur fyrir peningana. • Svala Björk Svavarsdóttir. Svala er 18 ára frá Akureyri. Hún hefur lokið grunndeild málmiðna við Verkmenntaskólann á Akureyri og er nú í vélstjóranámi. Svala æfir handbolta af miklum krafti, nú með meistaraflokki KA/Þór og hefur nokkrum sinnum verið valin í úrtakshóp fyrir U18 ára landsliðið í handbolta. Þá sér hún sjálf um allt viðhald á bílunum sínum (Suzuki Vitara árgerð 1998 og Dodge Ram árgerð 2009), s.s. hjólalegu- og kúplinga skipti, bremsu og pústviðgerðir o.fl. • Fannar Smári Sindrason. Fannar er 17 ára frá bænum Punkti í Eyjafjarðarsveit (dreifbýli Akureyrar). Hann er í grunndeild rafiðna við Verkmenntaskólann á Akureyri, auk þess sem hann tekur fleiri fög til að ljúka einnig stúdentsprófi. Fannar hefur verið að taka myndir og útbúa auglýsingar fyrir einstaklinga og fyrirtæki þar sem hann notar m.a. dróna. Þá hefur hann verið að hann ýmsar lausnir við hversdagslegum vandamálum, s.s. að vökva blóm og slökkva ljós þegar maður er kominn upp í rúm (og slökkvarinn er við hurðina). Skagafjörður Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira
Ester María Eiríksdóttir og Jón Örn Eiríksson, sautján ára tvíburar frá Hofsósi, eru á meðal ungs fólks sem hlaut í dag styrk úr Hvatningarsjóði Kviku. Sjóðurinn, sem er í samstarfi við Samtök iðnaðarins, hefur það að markmiði að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og starfsnáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf. Styrktarfjárhæð sjóðsins er 5 milljónir króna árlega í þrjú ár en eftir að hafa auglýst eftir fyrstu umsóknum í maí hefur fyrstu 5 milljónunum verið úthlutað á eftirfarandi aðila:Eina milljón króna hljóta -Aðalheiður Dögg Reynisdóttir, 21 árs úr Garðabæ og nemi í bakaraiðn í London -Ester María Eiríksdóttir, 17 ára frá Hofsósi og nemi í húsasmíði -Jón Örn Eiríksson, 17 frá Hofsósi og nemi í rafvirkjunHálfa milljón króna hljóta -Svala Björk Svavarsdóttir, 18 ára frá Akureyri og vélstjóranemi -Fannar Smári Sindrason, 17 ára úr Eyjafjarðarsveit og nemi í grunndeild rafiðna200 þúsund krónur hljóta -Aldís Eir Hansen – D stig vélstjórnar við Verkmenntaskólann á Akureyri -Anna Guðlaug Sigurðardóttir – Gull- og silfursmíði við Tækniskólann í Reykjavík -Bogi Pétur Thorarensen – Mjólkurfræði við Kold College í Danmörku -Dagný María Pétursdóttir - Mjólkurfræði við Kold College í Danmörku -Sigurður Aron Þorsteinsson – Vélvirkjun við Borgarholtsskóla Nánar um styrkþegana fimm sem hlutu hálfa eða eina milljón króna: • Aðalheiður Dögg Reynisdóttir Aðalheiður er 21 árs úr Garðabæ. Hún hefur lokið námi í bakaraiðn við Hótel- og matvælaskólann, auk þess að ljúka á sama tíma prófi sem iðnstúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi. Að því loknu fór hún að læra að verða eftirréttarkokkur (e. pastry chef) við hinn virta skóla Le Cordon Bleu í London. Síðastliðið ár hefur Aðalheiður verið í starfsnámi hjá Michelin stjörnu veitingastaðnum Pollen Street Social í London. • Ester María Eiríksdóttir. Ester er 17 ára frá Hofsósi. Hún er að læra húsasmíði við Verkmenntaskólann á Akureyri en langar síðar að læra húsgagnasmíði. Ester er mikil bóknámskona og stefnir á að klára stúdentspróf ofan á iðnnámið. • Jón Örn Eiríksson. Jón Örn er tvíburabróðir Esterar og því einnig 17 ára frá Hofsósi. Hann er að læra rafvirkjun við Raftækniskólann í Reykjavík og stefnir á að fara síðar í Hljóðtækniskólann og læra hljóðvinnslu. Þegar Jón Örn var 14 ára hannaði hann app fyrir android spjaldtölvu sem er ætlað að halda utan um reykköfun. Appið seldi hann síðan Mannvirkjastofnun og keypti sér skellinöðru og DJ-græjur fyrir peningana. • Svala Björk Svavarsdóttir. Svala er 18 ára frá Akureyri. Hún hefur lokið grunndeild málmiðna við Verkmenntaskólann á Akureyri og er nú í vélstjóranámi. Svala æfir handbolta af miklum krafti, nú með meistaraflokki KA/Þór og hefur nokkrum sinnum verið valin í úrtakshóp fyrir U18 ára landsliðið í handbolta. Þá sér hún sjálf um allt viðhald á bílunum sínum (Suzuki Vitara árgerð 1998 og Dodge Ram árgerð 2009), s.s. hjólalegu- og kúplinga skipti, bremsu og pústviðgerðir o.fl. • Fannar Smári Sindrason. Fannar er 17 ára frá bænum Punkti í Eyjafjarðarsveit (dreifbýli Akureyrar). Hann er í grunndeild rafiðna við Verkmenntaskólann á Akureyri, auk þess sem hann tekur fleiri fög til að ljúka einnig stúdentsprófi. Fannar hefur verið að taka myndir og útbúa auglýsingar fyrir einstaklinga og fyrirtæki þar sem hann notar m.a. dróna. Þá hefur hann verið að hann ýmsar lausnir við hversdagslegum vandamálum, s.s. að vökva blóm og slökkva ljós þegar maður er kominn upp í rúm (og slökkvarinn er við hurðina).
Skagafjörður Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira