Óhagstæð skilyrði þrengi svigrúm til launahækkana Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. október 2018 12:45 Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri og Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, við kynningu á vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í morgun. Aðstoðarseðlabankastjóri telur svigrúm til launahækkana að meðaltali vera um fjögur prósent. Seðlabankastjóri segir það jafnvel minna til skemmri tíma. Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum að sinni. Meginvextir Seðlabanka Íslands verða áfram óbreyttir 4,25%, til að minnsta kosti 7. nóvember næstkomandi, sem er næsti vaxtaákvörðunardagur. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem var birt í morgun segir að peningastefnan á næstunni muni ráðast af samspili minni spennu í þjóðarbúskapnum, launaákvarðana og þróunar verðbólgu og verðbólguvæntinga. Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, segir að Seðlabankinn muni fylgjast grannt með komandi kjaraviðræðum. „Það er alveg ljóst að til lengdar þurfa launaákvarðanir að samræmast verðbólgumarkmiði. Þess vegna munum við fylgjast vel með," segir hún. Verði launahækkanir of miklar, og samrýmist ekki verðbólgumarkmiði bankans, muni það líklega leiða til vaxtahækkunar. Hún segir svigrúmið ekki mikið. „Við erum alltaf með þessa sömu möntru. Það er verðbólgumarkmið plús framleiðnimarkmið til lengdar. Þannig að það er í rauninni að meðaltali einhver fjögur prósent, haldist annað óbreytt," segir Rannveig. Már Guðmundsson seðlabankastjóri bætir við að þetta sé svigrúmið til lengri tíma. Færa megi rök fyrir því að svigrúmið til skemmri tíma sé jafnvel minna. „Olíuverð hefur hækkað mjög mikið. Við erum að sjá hvað gerist varðandi eina af okkar útflutningsgreinum, sem er flugið, sem er ekki að fá hækkanir á sínum afurðaveðrum. Raunlaun eru þegar orðin mjög há, raungengið er mjög hátt. Og þess vegna er alveg hægt að færa rök fyrir því að svigrúmið um þessar mundir sé minna heldur en langtíma svigrúmið," segir Már. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Aðstoðarseðlabankastjóri telur svigrúm til launahækkana að meðaltali vera um fjögur prósent. Seðlabankastjóri segir það jafnvel minna til skemmri tíma. Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum að sinni. Meginvextir Seðlabanka Íslands verða áfram óbreyttir 4,25%, til að minnsta kosti 7. nóvember næstkomandi, sem er næsti vaxtaákvörðunardagur. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem var birt í morgun segir að peningastefnan á næstunni muni ráðast af samspili minni spennu í þjóðarbúskapnum, launaákvarðana og þróunar verðbólgu og verðbólguvæntinga. Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, segir að Seðlabankinn muni fylgjast grannt með komandi kjaraviðræðum. „Það er alveg ljóst að til lengdar þurfa launaákvarðanir að samræmast verðbólgumarkmiði. Þess vegna munum við fylgjast vel með," segir hún. Verði launahækkanir of miklar, og samrýmist ekki verðbólgumarkmiði bankans, muni það líklega leiða til vaxtahækkunar. Hún segir svigrúmið ekki mikið. „Við erum alltaf með þessa sömu möntru. Það er verðbólgumarkmið plús framleiðnimarkmið til lengdar. Þannig að það er í rauninni að meðaltali einhver fjögur prósent, haldist annað óbreytt," segir Rannveig. Már Guðmundsson seðlabankastjóri bætir við að þetta sé svigrúmið til lengri tíma. Færa megi rök fyrir því að svigrúmið til skemmri tíma sé jafnvel minna. „Olíuverð hefur hækkað mjög mikið. Við erum að sjá hvað gerist varðandi eina af okkar útflutningsgreinum, sem er flugið, sem er ekki að fá hækkanir á sínum afurðaveðrum. Raunlaun eru þegar orðin mjög há, raungengið er mjög hátt. Og þess vegna er alveg hægt að færa rök fyrir því að svigrúmið um þessar mundir sé minna heldur en langtíma svigrúmið," segir Már.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira