Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2018 11:22 Brett Kavanaugh. EPA/TOM WILLIAMS Vinir og bandamenn Brett Kavanaugh hafa hvatt dómarann til að berjast af miklum krafti gegn ásökunum um kynferðisbrot. Þá virðist sem að Hvíta húsið sé að halda aftur af rannsakendum FBI, sem hafa út vikuna til að skoða ásakanirnar gegn Kavanaugh. Kavanaugh hefur verið hvattur til þess að fara í sjónvarpsviðtöl í vikunni, þó ekkert slíkt hafi verið skipulagt, og að fylgja vitnisburði sínum á fundi dómsmálanefndar í síðustu viku eftir. Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans.Árásargjarn og ófriðsamur Einn gamall vinur Kavanaugh, hann Charles „Chad“ Ludington, sem var með Kavanaugh í Yale, er þó ekki á sömu nótum og aðrir vinir hans. Hann gaf út yfirlýsingu um helgina þar sem hann sagði dómarann hafa sagt rangt frá drykkju sinni og hegðun á yngri árum. Hann sagði Kavanaugh hafa oft verið mjög drukkinn og að hann hefði sömuleiðis verið árásargjarn og ófriðsamur.Ludington sagði að drykkja á yngri árum ætti ekki að hafa áhrif á manneskju mörg ár fram í tímann. Hins vegar hefði hann áhyggjur af yfirlýsingum og svörum Kavanaugh á fundi þingnefndar í síðustu viku. Hann sagði frá því að í eitt sinn hefði Kavanaugh brugðist við óvinveittum ummælum með því að skvetta bjór framan í manninn sem lét þó falla og hefja slagsmál. „Ég staðhæfi að með því að þvertaka fyrir möguleikann á því að hann hafi sofnað út frá drykkju og með því að draga úr umfangi og tíðni drykkju sinnar, sagði Brett ósatt,“ sagði Ludington.Báðir flokkar berjastSamkvæmt Politico tengja báðir flokkar baráttuna um Kavanaugh við þingkosningarnar í nóvember. Repúblikanar telja að þeir muni græða á því að koma Kavanaugh í Hæstarétt. Þó þeir séu ekki endilega bjartsýnir á að Kavanaugh muni komast þangað vilja þeir ekki leggja þær línur að óstaðfestar ásakanir geti komið í veg fyrir embættistöku háttsettra aðila. Demókratar hafa kvartað yfir því að Hvíta húsið sé að halda aftur af rannsakendum FBI, sem hafa einungis þar til á föstudaginn til að kanna ásakanirnar. Starfsmenn Donald Trump segja það ekki rétt og sjálfur hefur Trump sagt að FBI ætti að ræða við hvern þann sem þeir telja koma málinu við.Samkvæmt Washington Post eru aðgerðir starfsmanna Hvíta hússins þó ekki í takt við orð þeirra og hefur rannsakendum verið skipað að ræða ekki við ýmsa aðila, samkvæmt heimildum Washington Post.Dianne Feinstein, æðsti Demókratinn í dómsmálanefndinni, hefur sent lögmanni Hvíta hússins bréf þar sem hún fer fram á að fá afrit af öllum skipunum sem beint hefur verið að rannsakendum.Þrjár konur stigu fram Í rauninni er það eina sem liggur fyrir um rannsókn FBI það sem Charles E. Grassley, formaður dómsmálanefndarinnar, sagði á föstudaginn. Það er að hún eigi ekki að standa yfir í meira en viku og að hún verði takmörkuð við „núverandi og trúverðugar ásakanir“ gegn Kavanaugh. Christine Blasey Ford hefur sakað Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga henni þegar hann var sautján ára og hún fimmtán. Deborah Ramirez segir Kavanaugh hafa berað kynfæri sín fyrir framan hana og rekið þau framan í hana. Þá segir Julie Swetnick að hún hafi verið í samkvæmum á níunda áratugnum þar sem Kavanaugh og vinir hans byrluðu konum ólyfjan og nauðguðu þeim. Þar að auki hefur ein kona, sem hefur ekki viljað koma fram opinberlega, Kavanaugh um að hafa ráðist á konu á bar árið 1998. Kavanaugh neitar öllum ásökunum. Sarah Sanders, talskona Trump, sagði í gær að Hvíta húsið væri ekki að stýra rannsókninni. Heldur þingmennirnir sem báðu um rannsóknina. Þá sagði hún mikilvægt að rannsókninni væri ekki ætlað að vera „veiðiferð eins og Demókratarnir vilja“. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00 Matt Damon lék reiðan og sáran Brett Kavanaugh Líkt Kavanaugh var Damon nokkuð tilfinningaríkur í túlkun sinni. 30. september 2018 07:53 Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08 Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Comey segir rannsóknina bæði heimskulega og gallaða Comey gagnrýnir Kavanaugh-rannsóknina, og þröngan tímaramma sem henni var settur, harðlega í pistli sem birtur var á vef dagblaðsins New York Times í dag. 30. september 2018 23:15 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Vinir og bandamenn Brett Kavanaugh hafa hvatt dómarann til að berjast af miklum krafti gegn ásökunum um kynferðisbrot. Þá virðist sem að Hvíta húsið sé að halda aftur af rannsakendum FBI, sem hafa út vikuna til að skoða ásakanirnar gegn Kavanaugh. Kavanaugh hefur verið hvattur til þess að fara í sjónvarpsviðtöl í vikunni, þó ekkert slíkt hafi verið skipulagt, og að fylgja vitnisburði sínum á fundi dómsmálanefndar í síðustu viku eftir. Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans.Árásargjarn og ófriðsamur Einn gamall vinur Kavanaugh, hann Charles „Chad“ Ludington, sem var með Kavanaugh í Yale, er þó ekki á sömu nótum og aðrir vinir hans. Hann gaf út yfirlýsingu um helgina þar sem hann sagði dómarann hafa sagt rangt frá drykkju sinni og hegðun á yngri árum. Hann sagði Kavanaugh hafa oft verið mjög drukkinn og að hann hefði sömuleiðis verið árásargjarn og ófriðsamur.Ludington sagði að drykkja á yngri árum ætti ekki að hafa áhrif á manneskju mörg ár fram í tímann. Hins vegar hefði hann áhyggjur af yfirlýsingum og svörum Kavanaugh á fundi þingnefndar í síðustu viku. Hann sagði frá því að í eitt sinn hefði Kavanaugh brugðist við óvinveittum ummælum með því að skvetta bjór framan í manninn sem lét þó falla og hefja slagsmál. „Ég staðhæfi að með því að þvertaka fyrir möguleikann á því að hann hafi sofnað út frá drykkju og með því að draga úr umfangi og tíðni drykkju sinnar, sagði Brett ósatt,“ sagði Ludington.Báðir flokkar berjastSamkvæmt Politico tengja báðir flokkar baráttuna um Kavanaugh við þingkosningarnar í nóvember. Repúblikanar telja að þeir muni græða á því að koma Kavanaugh í Hæstarétt. Þó þeir séu ekki endilega bjartsýnir á að Kavanaugh muni komast þangað vilja þeir ekki leggja þær línur að óstaðfestar ásakanir geti komið í veg fyrir embættistöku háttsettra aðila. Demókratar hafa kvartað yfir því að Hvíta húsið sé að halda aftur af rannsakendum FBI, sem hafa einungis þar til á föstudaginn til að kanna ásakanirnar. Starfsmenn Donald Trump segja það ekki rétt og sjálfur hefur Trump sagt að FBI ætti að ræða við hvern þann sem þeir telja koma málinu við.Samkvæmt Washington Post eru aðgerðir starfsmanna Hvíta hússins þó ekki í takt við orð þeirra og hefur rannsakendum verið skipað að ræða ekki við ýmsa aðila, samkvæmt heimildum Washington Post.Dianne Feinstein, æðsti Demókratinn í dómsmálanefndinni, hefur sent lögmanni Hvíta hússins bréf þar sem hún fer fram á að fá afrit af öllum skipunum sem beint hefur verið að rannsakendum.Þrjár konur stigu fram Í rauninni er það eina sem liggur fyrir um rannsókn FBI það sem Charles E. Grassley, formaður dómsmálanefndarinnar, sagði á föstudaginn. Það er að hún eigi ekki að standa yfir í meira en viku og að hún verði takmörkuð við „núverandi og trúverðugar ásakanir“ gegn Kavanaugh. Christine Blasey Ford hefur sakað Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga henni þegar hann var sautján ára og hún fimmtán. Deborah Ramirez segir Kavanaugh hafa berað kynfæri sín fyrir framan hana og rekið þau framan í hana. Þá segir Julie Swetnick að hún hafi verið í samkvæmum á níunda áratugnum þar sem Kavanaugh og vinir hans byrluðu konum ólyfjan og nauðguðu þeim. Þar að auki hefur ein kona, sem hefur ekki viljað koma fram opinberlega, Kavanaugh um að hafa ráðist á konu á bar árið 1998. Kavanaugh neitar öllum ásökunum. Sarah Sanders, talskona Trump, sagði í gær að Hvíta húsið væri ekki að stýra rannsókninni. Heldur þingmennirnir sem báðu um rannsóknina. Þá sagði hún mikilvægt að rannsókninni væri ekki ætlað að vera „veiðiferð eins og Demókratarnir vilja“.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00 Matt Damon lék reiðan og sáran Brett Kavanaugh Líkt Kavanaugh var Damon nokkuð tilfinningaríkur í túlkun sinni. 30. september 2018 07:53 Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08 Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Comey segir rannsóknina bæði heimskulega og gallaða Comey gagnrýnir Kavanaugh-rannsóknina, og þröngan tímaramma sem henni var settur, harðlega í pistli sem birtur var á vef dagblaðsins New York Times í dag. 30. september 2018 23:15 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00
Matt Damon lék reiðan og sáran Brett Kavanaugh Líkt Kavanaugh var Damon nokkuð tilfinningaríkur í túlkun sinni. 30. september 2018 07:53
Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08
Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23
Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30
Comey segir rannsóknina bæði heimskulega og gallaða Comey gagnrýnir Kavanaugh-rannsóknina, og þröngan tímaramma sem henni var settur, harðlega í pistli sem birtur var á vef dagblaðsins New York Times í dag. 30. september 2018 23:15