Geimfar sent af stað í sjö ára ferðalag Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2018 14:00 BepiColombo var þróað af geimvísindastofnunum Evrópu og Japan. ESA/STEPHANE CORVAJA Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, í samvinnu með Geimvísindastofnun Japan, mun í nótt senda tvö geimför í langt ferðalag til Merkúr. Þar munu geimförin, sem í sameiningu kallast BepiColombo, rannsaka plánetuna ítarlega en hún hefur hingað til verið lítið rannsökuð. Geimförin tvö verða þó í rauninni eitt geimfar þar til það kemur til Merkúr. Annar hluti geimfarsins var smíðaður af ESA og heitir Mercury Planetary Orbiter. Það ber ellefu rannsóknartæki og er ætlað að rannsaka plánetuna sjálfa. Hitt heitir Mercury Magnetospheric Orbiter og var smíðað af Geimvísindastofnun Japan. Því er ætlað að rannsaka segulsvið plánetunnar. Ferðalag BepiColombo er þó langt frá því að vera einfalt. Samtals mun geimfarið fara um níu milljarða kílómetra á sjö árum, áður en það kemst rétta sporbraut um Merkúr. Því verður flogið einu sinni í kringum jörðina, tvisvar sinnum í kringum Venus og alls sex sinnum í kringum Merkúr. Allt í allt mun BepiColombo fara 18 sinnum í kringum sólina á sjö árum. Áætlað er að ferðinni ljúki árið 2025. Til stendur að skjóta geimfarinu á loft klukkan korter í tvö í nótt og má fylgjast með geimskotinu í beinni útsendingu hér á vef ESA.Upplýsingar um ferðalagið má sjá á myndinni hér að neðan.Ferðalag BepiColombo er nokkuð flókið.ESAESA segir fyrstu klukkustundirnar og fyrstu dagana vera mikilvægasta. BepiColombo verðu fyrst á braut um jörðu eftir geimskotið og munu vísindamenn þá sannreyna að öll kerfi virki eðlilega, áður en geimfarinu verður skotið í átt að Venus. Undanfarna mánuði hafa starfsmenn ESA unnið hörðum höndum að því að æfa ferðalag BepiColombo. Þeir telja geimferð þessa vera eina þá erfiðustu sem ESA hefur komið að. Merkúr er svo nálægt sólinni að það mun reynast erfitt að koma í veg fyrir að geimfarið festist í þyngdarafli hennar. Því þarf að senda geimfarið svo marga hringi í kringum Venus og Merkúr áður en sporbrautin næst. Það er til að hægja á geimfarinu svo það þjóti ekki í til sólarinnar.Það er margt sem gæti farið úrskeiðis fyrstu klukkustundirnar og dagana.ESAEinungis tvö geimför hafa verið send til Merkúr áður. Mariner 10 og Messenger, sem bæði voru send af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA. Messenger var vísvitandi brotlent þar árið 2015. BepiColombo er að miklu leyti ætlað að byggja á þeim gögnum sem Messenger safnaði. Geimfarið mun skoða yfirborð Merkúr, innri hluta plánetunnar, segulsvið og fleira. Þar að auki felur geimferðin í sér rannsókn af afstæðiskenningu Albert Einstein.Merkúr verður grandskoðuð. Hér má sjá í hverju nokkrar tilraunir felast í.ESAEins og áður segir verður BepiColombo skotið á loft korter í tvö í nótt. Geimfarinu verður skotið á loft frá Frönsku Gíneu með Ariane 5 eldflaug. Þær eldflaugar voru þróaðar af Airbus og ESA og voru fyrst teknar í notkun árið 1996. Geimurinn Merkúríus Venus Vísindi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, í samvinnu með Geimvísindastofnun Japan, mun í nótt senda tvö geimför í langt ferðalag til Merkúr. Þar munu geimförin, sem í sameiningu kallast BepiColombo, rannsaka plánetuna ítarlega en hún hefur hingað til verið lítið rannsökuð. Geimförin tvö verða þó í rauninni eitt geimfar þar til það kemur til Merkúr. Annar hluti geimfarsins var smíðaður af ESA og heitir Mercury Planetary Orbiter. Það ber ellefu rannsóknartæki og er ætlað að rannsaka plánetuna sjálfa. Hitt heitir Mercury Magnetospheric Orbiter og var smíðað af Geimvísindastofnun Japan. Því er ætlað að rannsaka segulsvið plánetunnar. Ferðalag BepiColombo er þó langt frá því að vera einfalt. Samtals mun geimfarið fara um níu milljarða kílómetra á sjö árum, áður en það kemst rétta sporbraut um Merkúr. Því verður flogið einu sinni í kringum jörðina, tvisvar sinnum í kringum Venus og alls sex sinnum í kringum Merkúr. Allt í allt mun BepiColombo fara 18 sinnum í kringum sólina á sjö árum. Áætlað er að ferðinni ljúki árið 2025. Til stendur að skjóta geimfarinu á loft klukkan korter í tvö í nótt og má fylgjast með geimskotinu í beinni útsendingu hér á vef ESA.Upplýsingar um ferðalagið má sjá á myndinni hér að neðan.Ferðalag BepiColombo er nokkuð flókið.ESAESA segir fyrstu klukkustundirnar og fyrstu dagana vera mikilvægasta. BepiColombo verðu fyrst á braut um jörðu eftir geimskotið og munu vísindamenn þá sannreyna að öll kerfi virki eðlilega, áður en geimfarinu verður skotið í átt að Venus. Undanfarna mánuði hafa starfsmenn ESA unnið hörðum höndum að því að æfa ferðalag BepiColombo. Þeir telja geimferð þessa vera eina þá erfiðustu sem ESA hefur komið að. Merkúr er svo nálægt sólinni að það mun reynast erfitt að koma í veg fyrir að geimfarið festist í þyngdarafli hennar. Því þarf að senda geimfarið svo marga hringi í kringum Venus og Merkúr áður en sporbrautin næst. Það er til að hægja á geimfarinu svo það þjóti ekki í til sólarinnar.Það er margt sem gæti farið úrskeiðis fyrstu klukkustundirnar og dagana.ESAEinungis tvö geimför hafa verið send til Merkúr áður. Mariner 10 og Messenger, sem bæði voru send af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA. Messenger var vísvitandi brotlent þar árið 2015. BepiColombo er að miklu leyti ætlað að byggja á þeim gögnum sem Messenger safnaði. Geimfarið mun skoða yfirborð Merkúr, innri hluta plánetunnar, segulsvið og fleira. Þar að auki felur geimferðin í sér rannsókn af afstæðiskenningu Albert Einstein.Merkúr verður grandskoðuð. Hér má sjá í hverju nokkrar tilraunir felast í.ESAEins og áður segir verður BepiColombo skotið á loft korter í tvö í nótt. Geimfarinu verður skotið á loft frá Frönsku Gíneu með Ariane 5 eldflaug. Þær eldflaugar voru þróaðar af Airbus og ESA og voru fyrst teknar í notkun árið 1996.
Geimurinn Merkúríus Venus Vísindi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira