Erlent

Ákærð fyrir að leka upplýsingum varðandi Mueller-rannsóknina

Kjartan Kjartansson skrifar
Konan starfaði fyrir fjárglæpaskrifstofu bandaríska fjármálaráðuneytisins.
Konan starfaði fyrir fjárglæpaskrifstofu bandaríska fjármálaráðuneytisins. Vísir/Getty
Embættismaður í bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur verið ákærður fyrir að leka gögnum um grunsamlega fjármálagjörninga sem tengjast rannsókn sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa.

Washington Post segir að lekinn tengist fréttum sem vefsíðan Buzzfeed birti og byggðust á skýrslum sem bankar skila til yfirvalda þegar þá grunar að viðskipti tengist ólöglegri starfsemi.

Saksóknarar hafa ákært Natalie Mayflower Sours Edwards sem vinnur á skrifstofu fjármálaráðuneytisins sem fylgist með fjármálaglæpum fyrir að leka gögnunum. Þeir segja að hún hafi brugðist því trausti sem henni var sýnt með því að afhenda afar viðkvæmar upplýsingar ítrekað.

Rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, beinist að því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og hvort að Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang rannsóknarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×