Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2018 20:03 Framkvæmdastjóri H&M á Íslandi og í Noregi er Þjóðverjinn Dirk Roennefahrt. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Hennes & Mauritz hafnar fullyrðingum þingmanns Miðflokksins að það sé dýrara að versla í H&M á Íslandi en í verslunum sænsku fatakeðjunnar í öðrum löndum. Framkvæmdastjórinn hefur fulla trú á að íslenski markaðurinn sé nægjanlega stór til að standa undir rekstri þriggja H&M-verslana. Þriðja verslun H&M hér á landi var opnuð á Hafnartorgi í Reykjavík við mikla viðhöfn föstudag. Áður höfðu verslanir H&M verið opnaðar í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni í Reykjavík og Smáralind í Kópavogi. H&M er þekktast fyrir fatnað en á Hafnartorgi verður að finna heimilisdeild þar sem hægt er að kaupa húsbúnaðarvörur frá H&M Home.Þriðja H&M-verslunin á Íslandi var opnuð á Hafnartorgi á föstudag.Vísir/VilhelmFramkvæmdastjóri H&M á Íslandi og í Noregi er Þjóðverjinn Dirk Roennefahrt. Hann tók við starfinu í byrjun ágúst síðastliðnum en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í hartnær tuttugu ár. Sá þýski er sagður hafa mikla reynslu af ólíkum hliðum fyrirtækisins, þá aðallega innkaupum og netverslun. Áður en hann tók við starfi framkvæmdastjóra hér á landi og í Noregi hafði hann starfað í Svíþjóð í fimm ár. Hann virkaði afar spenntur fyrir opnun verslunarinnar á Hafnartorgi og segir að þar nái H&M að bjóða viðskiptavinum sínum fatnað og flest sem þarf til að halda heimili. „Þú getur fundið eitthvað í öll herbergi heimilisins og það er mjög spennandi,“ sagði Roennefahrt í samtali við Vísi þar sem hann tók á móti fjölmiðlafólki við opnunina. Þingmaður fór mikinn í umræðu um neytendamál Í september síðastliðnum fór Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, mikinn í hlaðvarpsþættinum N-ið þar sem hann ræddi neytendamál. Þorsteinn kallaði þar meðal annars eftir því að Samkeppniseftirlitið fengi meiri völd og auknar rannsóknarheimildir til að hafa virkara eftirlit með íslensku viðskiptalífi. Nefndi Þorsteinn sem dæmi að kanna mætti betur fataverslun á Íslandi og sagði fátt lýsa verðlagningu á þeim markaði betur en innreið fatakeðjunnar H&M, sem opnaði sína fyrstu verslun á Íslandi í ágúst í fyrra.Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins.Fréttablaðið/ErnirVísir hefur fjallað um verðlagninguna hjá H&M hér á landi. Í fyrra birti Vísir frétt þar sem kom í ljós að verð á vörum í H&M-verslununum hér á landi yrði hærra en í H&M verslunum í öðrum löndum. Nam verðmunurinn frá 10 prósentum og upp í 60 prósent þegar gerður var verðsamanburður á vörum H&M hér á landi og erlendis. Þorsteinn fullyrti að verðið væri yfirleitt um 30 prósentum hærra á Íslandi en á Norðurlöndunum. „Þetta sést bara á verðmiðanum hjá þeim,“ sagði Þorsteinn og sagðist ekki detta í hug að fara þangað. Gera verðkannanir oftar en einu sinni á ári Þessu hafnaði Dirk Roennefahrt í samtali við Vísi á föstudag.Er þetta þá ekki satt sem þingmaðurinn benti á? „Algjörlega ekki. Það sem ég get sagt er að markmið okkar er að bjóða tísku og gæði á besta verðinu á sjálfbæran hátt og við viljum vera samkeppnisfær á öllum mörkuðum þar sem við störfum. Við gerum verðkannanir í hverju landi þar sem við erum oftar en einu sinni á ári til að tryggja að við séum samkeppnishæf.“Dirk hefur fulla trú á íslenska markaðinum og segir Íslendinga hafa tekið ástfóstri við H&M.Vísir/VilhemSpurður hvort að verðið hefði verið lækkað eftir að fjallað hafði verið um verðlagninguna og hún gagnrýnd sagðist hann ekki geta staðfesta það. Roennefahrt sagðist aðspurður hafa fulla trú á því á því að íslenski markaðurinn væri nógu stór til að viðhalda rekstri þriggja H&M-verslana. „Algjörlega, í fyrra sást hversu frábæri íslenskir viðskiptavinir eru sem elska H&M. Við höfum því mikla trú á íslenska markaðinum.“ H&M Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Hennes & Mauritz hafnar fullyrðingum þingmanns Miðflokksins að það sé dýrara að versla í H&M á Íslandi en í verslunum sænsku fatakeðjunnar í öðrum löndum. Framkvæmdastjórinn hefur fulla trú á að íslenski markaðurinn sé nægjanlega stór til að standa undir rekstri þriggja H&M-verslana. Þriðja verslun H&M hér á landi var opnuð á Hafnartorgi í Reykjavík við mikla viðhöfn föstudag. Áður höfðu verslanir H&M verið opnaðar í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni í Reykjavík og Smáralind í Kópavogi. H&M er þekktast fyrir fatnað en á Hafnartorgi verður að finna heimilisdeild þar sem hægt er að kaupa húsbúnaðarvörur frá H&M Home.Þriðja H&M-verslunin á Íslandi var opnuð á Hafnartorgi á föstudag.Vísir/VilhelmFramkvæmdastjóri H&M á Íslandi og í Noregi er Þjóðverjinn Dirk Roennefahrt. Hann tók við starfinu í byrjun ágúst síðastliðnum en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í hartnær tuttugu ár. Sá þýski er sagður hafa mikla reynslu af ólíkum hliðum fyrirtækisins, þá aðallega innkaupum og netverslun. Áður en hann tók við starfi framkvæmdastjóra hér á landi og í Noregi hafði hann starfað í Svíþjóð í fimm ár. Hann virkaði afar spenntur fyrir opnun verslunarinnar á Hafnartorgi og segir að þar nái H&M að bjóða viðskiptavinum sínum fatnað og flest sem þarf til að halda heimili. „Þú getur fundið eitthvað í öll herbergi heimilisins og það er mjög spennandi,“ sagði Roennefahrt í samtali við Vísi þar sem hann tók á móti fjölmiðlafólki við opnunina. Þingmaður fór mikinn í umræðu um neytendamál Í september síðastliðnum fór Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, mikinn í hlaðvarpsþættinum N-ið þar sem hann ræddi neytendamál. Þorsteinn kallaði þar meðal annars eftir því að Samkeppniseftirlitið fengi meiri völd og auknar rannsóknarheimildir til að hafa virkara eftirlit með íslensku viðskiptalífi. Nefndi Þorsteinn sem dæmi að kanna mætti betur fataverslun á Íslandi og sagði fátt lýsa verðlagningu á þeim markaði betur en innreið fatakeðjunnar H&M, sem opnaði sína fyrstu verslun á Íslandi í ágúst í fyrra.Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins.Fréttablaðið/ErnirVísir hefur fjallað um verðlagninguna hjá H&M hér á landi. Í fyrra birti Vísir frétt þar sem kom í ljós að verð á vörum í H&M-verslununum hér á landi yrði hærra en í H&M verslunum í öðrum löndum. Nam verðmunurinn frá 10 prósentum og upp í 60 prósent þegar gerður var verðsamanburður á vörum H&M hér á landi og erlendis. Þorsteinn fullyrti að verðið væri yfirleitt um 30 prósentum hærra á Íslandi en á Norðurlöndunum. „Þetta sést bara á verðmiðanum hjá þeim,“ sagði Þorsteinn og sagðist ekki detta í hug að fara þangað. Gera verðkannanir oftar en einu sinni á ári Þessu hafnaði Dirk Roennefahrt í samtali við Vísi á föstudag.Er þetta þá ekki satt sem þingmaðurinn benti á? „Algjörlega ekki. Það sem ég get sagt er að markmið okkar er að bjóða tísku og gæði á besta verðinu á sjálfbæran hátt og við viljum vera samkeppnisfær á öllum mörkuðum þar sem við störfum. Við gerum verðkannanir í hverju landi þar sem við erum oftar en einu sinni á ári til að tryggja að við séum samkeppnishæf.“Dirk hefur fulla trú á íslenska markaðinum og segir Íslendinga hafa tekið ástfóstri við H&M.Vísir/VilhemSpurður hvort að verðið hefði verið lækkað eftir að fjallað hafði verið um verðlagninguna og hún gagnrýnd sagðist hann ekki geta staðfesta það. Roennefahrt sagðist aðspurður hafa fulla trú á því á því að íslenski markaðurinn væri nógu stór til að viðhalda rekstri þriggja H&M-verslana. „Algjörlega, í fyrra sást hversu frábæri íslenskir viðskiptavinir eru sem elska H&M. Við höfum því mikla trú á íslenska markaðinum.“
H&M Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira