Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. október 2018 06:00 Þrjár Euromarket verslanir eru í rekstri hér á landi. Fréttablaðið/Eyþór Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. Landsréttur sneri á dögunum við fyrri úrskurði héraðsdóms um framsal og féllst ekki á framsalið á þeirri forsendu að maðurinn hefði verið í farbanni vegna rannsóknar annars máls hér á landi er ákvörðun um framsal var tekin í ráðuneytinu. Samkvæmt framsalslögum má ekki framselja mann sem er í tryggingaráðstöfun, það er gæsluvarðhaldi eða farbanni, vegna rannsóknar annars máls en þess sem framsalsbeiðni byggir á. Pólsk yfirvöld óskuðu eftir framsali mannsins í desember 2017 er hann var í gæsluvarðhaldi hér vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi, fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Auk mannsins voru fjórir aðrir pólskir menn í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var leystur úr gæsluvarðhaldi í júní en gert að sæta farbanni. Hann var aftur úrskurðaður í farbann í júlí og þá á grundvelli ákvörðunar um framsal. Af þeirri ástæðu mun ráðuneytið nú freista þess að taka aftur ákvörðun um framsal. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir málið nú fara aftur í sama ferli. Það verði sent til ríkissaksóknara til rannsóknar og síðan geri ráðuneytið sína athugun á mannúðarsjónarmiðum og öðrum skilyrðum framsals. Heimili ráðuneytið framsal hafi maðurinn rétt til að skjóta málinu til héraðsdóms sem tekur það til meðferðar og úrskurðar. Sá úrskurður sé svo kæranlegur til Landsréttar. Rannsókn á meintum afbrotum mannsins og annarra eigenda Euromarket er ólokið. „Málið er á lokametrunum hjá okkur,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægu deildarinnar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. – aá Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Framsal meints höfuðpaurs í Euro-Market málinu heimilað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun ráðuneytisins um framsal að beiðni pólskra yfirvalda. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Vísað til ótryggrar stöðu í Póllandi. 5. október 2018 06:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. Landsréttur sneri á dögunum við fyrri úrskurði héraðsdóms um framsal og féllst ekki á framsalið á þeirri forsendu að maðurinn hefði verið í farbanni vegna rannsóknar annars máls hér á landi er ákvörðun um framsal var tekin í ráðuneytinu. Samkvæmt framsalslögum má ekki framselja mann sem er í tryggingaráðstöfun, það er gæsluvarðhaldi eða farbanni, vegna rannsóknar annars máls en þess sem framsalsbeiðni byggir á. Pólsk yfirvöld óskuðu eftir framsali mannsins í desember 2017 er hann var í gæsluvarðhaldi hér vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi, fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Auk mannsins voru fjórir aðrir pólskir menn í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var leystur úr gæsluvarðhaldi í júní en gert að sæta farbanni. Hann var aftur úrskurðaður í farbann í júlí og þá á grundvelli ákvörðunar um framsal. Af þeirri ástæðu mun ráðuneytið nú freista þess að taka aftur ákvörðun um framsal. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir málið nú fara aftur í sama ferli. Það verði sent til ríkissaksóknara til rannsóknar og síðan geri ráðuneytið sína athugun á mannúðarsjónarmiðum og öðrum skilyrðum framsals. Heimili ráðuneytið framsal hafi maðurinn rétt til að skjóta málinu til héraðsdóms sem tekur það til meðferðar og úrskurðar. Sá úrskurður sé svo kæranlegur til Landsréttar. Rannsókn á meintum afbrotum mannsins og annarra eigenda Euromarket er ólokið. „Málið er á lokametrunum hjá okkur,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægu deildarinnar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. – aá
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Framsal meints höfuðpaurs í Euro-Market málinu heimilað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun ráðuneytisins um framsal að beiðni pólskra yfirvalda. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Vísað til ótryggrar stöðu í Póllandi. 5. október 2018 06:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Framsal meints höfuðpaurs í Euro-Market málinu heimilað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun ráðuneytisins um framsal að beiðni pólskra yfirvalda. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Vísað til ótryggrar stöðu í Póllandi. 5. október 2018 06:15