Íbúar í Vík í Mýrdal óttast ekki eldgos í Kötlu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. október 2018 21:00 Um 350 manns mættu í íþróttahúsið í Vík á Kötluráðstefnunan sem haldin var í dag til að hlusta á fróðlega fyrirlestra um eldfjallið og gosið 12. október 1918. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar í Vík í Mýrdal óttast ekki eldgos í Kötlu en á sama tíma bera þeir mikla virðingu fyrir eldstöðinni. Um 350 manns komu saman í Vík í dag til að minnast þess að ein öld er frá Kötlugosinu 1918. „Menn eru með viðbragðsáætlanir en það má náttúrulega ekki gleyma því að Kötlugos veldur gríðarlegu tjóni, og þá sér í lagi jökulhlaupum þar sem þau koma niður, “segir Þorsteinn Sæmundsen jarðfræðingur og einn skipuleggjandi ráðstefnunnar. Hann segist vera mjög sáttur við það hvernig unnið er að málum í dag með vöktun á Kötlu. „Veðurstofan heldur uppi mjög öflugu viðvörunarkerfi og bæði Veðurstofuna og háskólinn eru með víðtækar rannsóknir á Kötlu, ekki bar Kötlu, heldur flest öllum eldfjöllum sem við teljum að hætta skapast af á Íslandi.“Fundargestir skemmtu sér vel enda var slegið á létta strengi á ráðstefnunni þó málefnið væri alvarlegt.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEn hvað segja heimamenn í Vík, óttast þeir eldgos í Kötlu?„Það er enginn hræddur við þetta hér, menn treysta á að öll þessi mælitæki sem eru á jöklinum og að öll vöktunin á þessu gefi talsverðan fyrirvara, þannig að það hafi allir tækifæri og tíma til þess að forða sér af þessu hugsanlega flóðasvæði,“ segir Þórir Kjartansson.Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir að íbúa hafi almennt ekki áhyggjur af eldgosi í Kötlu.Vísir/Magnús hlynur hreiðarsson„Nei ég held að almennt hafi fólki ekki áhyggjur. Ég held að fólk viti af þessu og vilji vita um hana og meira um hana, það er tilbúið að bregðast við en ég held að dagsdaglega hafi fólk ekki áhyggjur af þessu,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Hún er spennandi, ógnandi og athyglisverð. Mér er hlýtt til hennar í sjálfu sér en hún á ekki að koma í bakið á mér. Fólk er ekki hrætt við Kötlu hérna, nei, nei, en við vitum að við þurfum að standa klár og þetta er ógnaratburður, það borgar sig ekki að gera neitt lítið úr því,“ segir Kolbrún Hjörleifsdóttir. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59 Reykjanesskagi „kominn á tíma“ og búast má við eldgosi hvenær sem er Eldgos gæti orðið hvað úr hverju á Reykjanesskaga, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings, sem rannsakað hefur náttúruvá á svæðinu undanfarin þrjú ár ásamt samstarfsfólki sínu. 5. október 2018 13:00 Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Íbúar í Vík í Mýrdal óttast ekki eldgos í Kötlu en á sama tíma bera þeir mikla virðingu fyrir eldstöðinni. Um 350 manns komu saman í Vík í dag til að minnast þess að ein öld er frá Kötlugosinu 1918. „Menn eru með viðbragðsáætlanir en það má náttúrulega ekki gleyma því að Kötlugos veldur gríðarlegu tjóni, og þá sér í lagi jökulhlaupum þar sem þau koma niður, “segir Þorsteinn Sæmundsen jarðfræðingur og einn skipuleggjandi ráðstefnunnar. Hann segist vera mjög sáttur við það hvernig unnið er að málum í dag með vöktun á Kötlu. „Veðurstofan heldur uppi mjög öflugu viðvörunarkerfi og bæði Veðurstofuna og háskólinn eru með víðtækar rannsóknir á Kötlu, ekki bar Kötlu, heldur flest öllum eldfjöllum sem við teljum að hætta skapast af á Íslandi.“Fundargestir skemmtu sér vel enda var slegið á létta strengi á ráðstefnunni þó málefnið væri alvarlegt.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEn hvað segja heimamenn í Vík, óttast þeir eldgos í Kötlu?„Það er enginn hræddur við þetta hér, menn treysta á að öll þessi mælitæki sem eru á jöklinum og að öll vöktunin á þessu gefi talsverðan fyrirvara, þannig að það hafi allir tækifæri og tíma til þess að forða sér af þessu hugsanlega flóðasvæði,“ segir Þórir Kjartansson.Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir að íbúa hafi almennt ekki áhyggjur af eldgosi í Kötlu.Vísir/Magnús hlynur hreiðarsson„Nei ég held að almennt hafi fólki ekki áhyggjur. Ég held að fólk viti af þessu og vilji vita um hana og meira um hana, það er tilbúið að bregðast við en ég held að dagsdaglega hafi fólk ekki áhyggjur af þessu,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Hún er spennandi, ógnandi og athyglisverð. Mér er hlýtt til hennar í sjálfu sér en hún á ekki að koma í bakið á mér. Fólk er ekki hrætt við Kötlu hérna, nei, nei, en við vitum að við þurfum að standa klár og þetta er ógnaratburður, það borgar sig ekki að gera neitt lítið úr því,“ segir Kolbrún Hjörleifsdóttir.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59 Reykjanesskagi „kominn á tíma“ og búast má við eldgosi hvenær sem er Eldgos gæti orðið hvað úr hverju á Reykjanesskaga, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings, sem rannsakað hefur náttúruvá á svæðinu undanfarin þrjú ár ásamt samstarfsfólki sínu. 5. október 2018 13:00 Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59
Reykjanesskagi „kominn á tíma“ og búast má við eldgosi hvenær sem er Eldgos gæti orðið hvað úr hverju á Reykjanesskaga, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings, sem rannsakað hefur náttúruvá á svæðinu undanfarin þrjú ár ásamt samstarfsfólki sínu. 5. október 2018 13:00
Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45