Íbúar í Vík í Mýrdal óttast ekki eldgos í Kötlu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. október 2018 21:00 Um 350 manns mættu í íþróttahúsið í Vík á Kötluráðstefnunan sem haldin var í dag til að hlusta á fróðlega fyrirlestra um eldfjallið og gosið 12. október 1918. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar í Vík í Mýrdal óttast ekki eldgos í Kötlu en á sama tíma bera þeir mikla virðingu fyrir eldstöðinni. Um 350 manns komu saman í Vík í dag til að minnast þess að ein öld er frá Kötlugosinu 1918. „Menn eru með viðbragðsáætlanir en það má náttúrulega ekki gleyma því að Kötlugos veldur gríðarlegu tjóni, og þá sér í lagi jökulhlaupum þar sem þau koma niður, “segir Þorsteinn Sæmundsen jarðfræðingur og einn skipuleggjandi ráðstefnunnar. Hann segist vera mjög sáttur við það hvernig unnið er að málum í dag með vöktun á Kötlu. „Veðurstofan heldur uppi mjög öflugu viðvörunarkerfi og bæði Veðurstofuna og háskólinn eru með víðtækar rannsóknir á Kötlu, ekki bar Kötlu, heldur flest öllum eldfjöllum sem við teljum að hætta skapast af á Íslandi.“Fundargestir skemmtu sér vel enda var slegið á létta strengi á ráðstefnunni þó málefnið væri alvarlegt.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEn hvað segja heimamenn í Vík, óttast þeir eldgos í Kötlu?„Það er enginn hræddur við þetta hér, menn treysta á að öll þessi mælitæki sem eru á jöklinum og að öll vöktunin á þessu gefi talsverðan fyrirvara, þannig að það hafi allir tækifæri og tíma til þess að forða sér af þessu hugsanlega flóðasvæði,“ segir Þórir Kjartansson.Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir að íbúa hafi almennt ekki áhyggjur af eldgosi í Kötlu.Vísir/Magnús hlynur hreiðarsson„Nei ég held að almennt hafi fólki ekki áhyggjur. Ég held að fólk viti af þessu og vilji vita um hana og meira um hana, það er tilbúið að bregðast við en ég held að dagsdaglega hafi fólk ekki áhyggjur af þessu,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Hún er spennandi, ógnandi og athyglisverð. Mér er hlýtt til hennar í sjálfu sér en hún á ekki að koma í bakið á mér. Fólk er ekki hrætt við Kötlu hérna, nei, nei, en við vitum að við þurfum að standa klár og þetta er ógnaratburður, það borgar sig ekki að gera neitt lítið úr því,“ segir Kolbrún Hjörleifsdóttir. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59 Reykjanesskagi „kominn á tíma“ og búast má við eldgosi hvenær sem er Eldgos gæti orðið hvað úr hverju á Reykjanesskaga, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings, sem rannsakað hefur náttúruvá á svæðinu undanfarin þrjú ár ásamt samstarfsfólki sínu. 5. október 2018 13:00 Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Íbúar í Vík í Mýrdal óttast ekki eldgos í Kötlu en á sama tíma bera þeir mikla virðingu fyrir eldstöðinni. Um 350 manns komu saman í Vík í dag til að minnast þess að ein öld er frá Kötlugosinu 1918. „Menn eru með viðbragðsáætlanir en það má náttúrulega ekki gleyma því að Kötlugos veldur gríðarlegu tjóni, og þá sér í lagi jökulhlaupum þar sem þau koma niður, “segir Þorsteinn Sæmundsen jarðfræðingur og einn skipuleggjandi ráðstefnunnar. Hann segist vera mjög sáttur við það hvernig unnið er að málum í dag með vöktun á Kötlu. „Veðurstofan heldur uppi mjög öflugu viðvörunarkerfi og bæði Veðurstofuna og háskólinn eru með víðtækar rannsóknir á Kötlu, ekki bar Kötlu, heldur flest öllum eldfjöllum sem við teljum að hætta skapast af á Íslandi.“Fundargestir skemmtu sér vel enda var slegið á létta strengi á ráðstefnunni þó málefnið væri alvarlegt.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEn hvað segja heimamenn í Vík, óttast þeir eldgos í Kötlu?„Það er enginn hræddur við þetta hér, menn treysta á að öll þessi mælitæki sem eru á jöklinum og að öll vöktunin á þessu gefi talsverðan fyrirvara, þannig að það hafi allir tækifæri og tíma til þess að forða sér af þessu hugsanlega flóðasvæði,“ segir Þórir Kjartansson.Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir að íbúa hafi almennt ekki áhyggjur af eldgosi í Kötlu.Vísir/Magnús hlynur hreiðarsson„Nei ég held að almennt hafi fólki ekki áhyggjur. Ég held að fólk viti af þessu og vilji vita um hana og meira um hana, það er tilbúið að bregðast við en ég held að dagsdaglega hafi fólk ekki áhyggjur af þessu,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Hún er spennandi, ógnandi og athyglisverð. Mér er hlýtt til hennar í sjálfu sér en hún á ekki að koma í bakið á mér. Fólk er ekki hrætt við Kötlu hérna, nei, nei, en við vitum að við þurfum að standa klár og þetta er ógnaratburður, það borgar sig ekki að gera neitt lítið úr því,“ segir Kolbrún Hjörleifsdóttir.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59 Reykjanesskagi „kominn á tíma“ og búast má við eldgosi hvenær sem er Eldgos gæti orðið hvað úr hverju á Reykjanesskaga, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings, sem rannsakað hefur náttúruvá á svæðinu undanfarin þrjú ár ásamt samstarfsfólki sínu. 5. október 2018 13:00 Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59
Reykjanesskagi „kominn á tíma“ og búast má við eldgosi hvenær sem er Eldgos gæti orðið hvað úr hverju á Reykjanesskaga, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings, sem rannsakað hefur náttúruvá á svæðinu undanfarin þrjú ár ásamt samstarfsfólki sínu. 5. október 2018 13:00
Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45