Erfitt að manna þjónustu við aldraða Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 28. október 2018 20:15 Þau sem starfa við þjónustu aldraðra telja að stórauka þurfi þjónustuna og segja helstu áskoranir felast í ónógu fjármagni og erfiðleikum við að manna stöður. Einnig að leita þurfi leiða til að tryggja aðgengi að þjónustunni fyrir aldraða íbúa á landsbyggðinni. Þetta kemur fram í niðurstöðum kortlagningar Félagsvísindastofnunar á þjónustu við aldraða sem gerð var fyrir velferðarráðuneytið. Tekin voru viðtöl við starfsfólk í þjónustu við aldraðra, aðra en þá sem veitt er á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Í lögum um málefni aldraðra er lögð áhersla á að þeir geti búið eins lengi og unnt er við eðlilegt heimilislíf. Aðeins þrettán prósent svarenda telur því markmiði hafa verið náð. 42% svarenda segja vanta mjög mikið eða frekar mikið upp á til að ná markmiðinu. Starfsfólk var þá spurt hvað það væri sem torveldi þjónustu við aldraða í sveitarfélaginu. 75% telur vanta aukið fjármagn í málaflokkinn og það hlutfall fór upp í 90% í fjölmennustu sveitarfélögunum. 72% segja erfitt að manna stöður. Tæplega helmingur segir vanta upp á stefnumótun, 38% segja vanta aðstöðu eða húsnæði fyrir þjónustu, og sami fjöldi telur langar vegalengdir koma í veg fyrir góða þjónustu. Starfsfólk segir helst þjónustu við fólk með heilabilun ábótavant eða þriðjungur svarenda. Snýr það þá helst að dagþjálfun fyrir heilabilaða en um 35-40 manns er á biðlista núna. Svarendur höfðu þá sérstaklega áhyggjur af aðstandendum heilabilaðra þar sem það bitni á þeim þegar þjónusta er ófullnægjandi og því sé brýnt að auka þjónustu og stuðning við þá Heilbrigðismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Þau sem starfa við þjónustu aldraðra telja að stórauka þurfi þjónustuna og segja helstu áskoranir felast í ónógu fjármagni og erfiðleikum við að manna stöður. Einnig að leita þurfi leiða til að tryggja aðgengi að þjónustunni fyrir aldraða íbúa á landsbyggðinni. Þetta kemur fram í niðurstöðum kortlagningar Félagsvísindastofnunar á þjónustu við aldraða sem gerð var fyrir velferðarráðuneytið. Tekin voru viðtöl við starfsfólk í þjónustu við aldraðra, aðra en þá sem veitt er á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Í lögum um málefni aldraðra er lögð áhersla á að þeir geti búið eins lengi og unnt er við eðlilegt heimilislíf. Aðeins þrettán prósent svarenda telur því markmiði hafa verið náð. 42% svarenda segja vanta mjög mikið eða frekar mikið upp á til að ná markmiðinu. Starfsfólk var þá spurt hvað það væri sem torveldi þjónustu við aldraða í sveitarfélaginu. 75% telur vanta aukið fjármagn í málaflokkinn og það hlutfall fór upp í 90% í fjölmennustu sveitarfélögunum. 72% segja erfitt að manna stöður. Tæplega helmingur segir vanta upp á stefnumótun, 38% segja vanta aðstöðu eða húsnæði fyrir þjónustu, og sami fjöldi telur langar vegalengdir koma í veg fyrir góða þjónustu. Starfsfólk segir helst þjónustu við fólk með heilabilun ábótavant eða þriðjungur svarenda. Snýr það þá helst að dagþjálfun fyrir heilabilaða en um 35-40 manns er á biðlista núna. Svarendur höfðu þá sérstaklega áhyggjur af aðstandendum heilabilaðra þar sem það bitni á þeim þegar þjónusta er ófullnægjandi og því sé brýnt að auka þjónustu og stuðning við þá
Heilbrigðismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira