Bjargað hátt í 900 flóttamönnum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 28. október 2018 19:30 Flugvél Landhelgisgæslunnar hefur tekið þátt í björgun á hátt í 900 flóttamönnum við landamæraeftirlit á Spáni. Hreggviður Símonarson, stýrimaður vélarinnar, segir átakanlegt að sjá hvað flóttafólki hefur fjölgað á þessu svæði. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF flaug í byrjun mánaðar til Malaga á Spáni til að sinna landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Landamæra og strandgæslustofnun Evrópu. Vélin flýgur þá um og staðsetur bátana sem flóttafólkið er í og spænsk yfirvöld sjá svo um að koma þeim í öruggt skjól. Stýrimaður vélarinnar segir þeirra helsta markmið vera að finna bátana nógu snemma eða áður en fólkið lendir í einhverjum áföllum. „Núna í þessu tilfelli hefur ekki tekið langan tíma þar til við finnum fyrsta bátinn. Við erum að finna báta eftir svona klukkutíma flug. Við erum þá mikið í því að hringsóla yfir bátnum þar til skip kemur á svæðið frá spænskum yfirvöldum," segir hann. Hann segir það koma á óvart hversu marga þeir finna á hverjum degi en síðastliðinn fimmtudag fundust alls sautján bátar með um 300 manns innanborðs. Hann segir það aðallega taka á andlegu hliðina að sjá fólk hangandi utan á hálf sokknum bátum að bíða björgunar. „Þetta er flóttafólk allt saman, annars vegar frá Marokkó og Alsír. Þaðan koma eingöngu karlmenn sem eru á leiðinni yfir í leit að betri lífsgæðum. Svo eru það hins vegar fólk sunnan Sahara sem eru virkilegir flóttamenn að leita að betri lífsgæðum. Það fólk er búið að þvælast yfir alla Saharaeyðimörkina og þetta er síðasti spölurinn yfir til Evrópu," segir hann. Alsír Flóttamenn Fréttir af flugi Spánn Tengdar fréttir Samhæfa vinnubrögð við slysum á sjó Landhelgisgæslan og danski heraflinn efndu til sameiginlegrar björgunaræfingar á Faxaflóa í dag. 17. október 2018 20:00 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Flugvél Landhelgisgæslunnar hefur tekið þátt í björgun á hátt í 900 flóttamönnum við landamæraeftirlit á Spáni. Hreggviður Símonarson, stýrimaður vélarinnar, segir átakanlegt að sjá hvað flóttafólki hefur fjölgað á þessu svæði. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF flaug í byrjun mánaðar til Malaga á Spáni til að sinna landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Landamæra og strandgæslustofnun Evrópu. Vélin flýgur þá um og staðsetur bátana sem flóttafólkið er í og spænsk yfirvöld sjá svo um að koma þeim í öruggt skjól. Stýrimaður vélarinnar segir þeirra helsta markmið vera að finna bátana nógu snemma eða áður en fólkið lendir í einhverjum áföllum. „Núna í þessu tilfelli hefur ekki tekið langan tíma þar til við finnum fyrsta bátinn. Við erum að finna báta eftir svona klukkutíma flug. Við erum þá mikið í því að hringsóla yfir bátnum þar til skip kemur á svæðið frá spænskum yfirvöldum," segir hann. Hann segir það koma á óvart hversu marga þeir finna á hverjum degi en síðastliðinn fimmtudag fundust alls sautján bátar með um 300 manns innanborðs. Hann segir það aðallega taka á andlegu hliðina að sjá fólk hangandi utan á hálf sokknum bátum að bíða björgunar. „Þetta er flóttafólk allt saman, annars vegar frá Marokkó og Alsír. Þaðan koma eingöngu karlmenn sem eru á leiðinni yfir í leit að betri lífsgæðum. Svo eru það hins vegar fólk sunnan Sahara sem eru virkilegir flóttamenn að leita að betri lífsgæðum. Það fólk er búið að þvælast yfir alla Saharaeyðimörkina og þetta er síðasti spölurinn yfir til Evrópu," segir hann.
Alsír Flóttamenn Fréttir af flugi Spánn Tengdar fréttir Samhæfa vinnubrögð við slysum á sjó Landhelgisgæslan og danski heraflinn efndu til sameiginlegrar björgunaræfingar á Faxaflóa í dag. 17. október 2018 20:00 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Samhæfa vinnubrögð við slysum á sjó Landhelgisgæslan og danski heraflinn efndu til sameiginlegrar björgunaræfingar á Faxaflóa í dag. 17. október 2018 20:00