Bjargað hátt í 900 flóttamönnum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 28. október 2018 19:30 Flugvél Landhelgisgæslunnar hefur tekið þátt í björgun á hátt í 900 flóttamönnum við landamæraeftirlit á Spáni. Hreggviður Símonarson, stýrimaður vélarinnar, segir átakanlegt að sjá hvað flóttafólki hefur fjölgað á þessu svæði. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF flaug í byrjun mánaðar til Malaga á Spáni til að sinna landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Landamæra og strandgæslustofnun Evrópu. Vélin flýgur þá um og staðsetur bátana sem flóttafólkið er í og spænsk yfirvöld sjá svo um að koma þeim í öruggt skjól. Stýrimaður vélarinnar segir þeirra helsta markmið vera að finna bátana nógu snemma eða áður en fólkið lendir í einhverjum áföllum. „Núna í þessu tilfelli hefur ekki tekið langan tíma þar til við finnum fyrsta bátinn. Við erum að finna báta eftir svona klukkutíma flug. Við erum þá mikið í því að hringsóla yfir bátnum þar til skip kemur á svæðið frá spænskum yfirvöldum," segir hann. Hann segir það koma á óvart hversu marga þeir finna á hverjum degi en síðastliðinn fimmtudag fundust alls sautján bátar með um 300 manns innanborðs. Hann segir það aðallega taka á andlegu hliðina að sjá fólk hangandi utan á hálf sokknum bátum að bíða björgunar. „Þetta er flóttafólk allt saman, annars vegar frá Marokkó og Alsír. Þaðan koma eingöngu karlmenn sem eru á leiðinni yfir í leit að betri lífsgæðum. Svo eru það hins vegar fólk sunnan Sahara sem eru virkilegir flóttamenn að leita að betri lífsgæðum. Það fólk er búið að þvælast yfir alla Saharaeyðimörkina og þetta er síðasti spölurinn yfir til Evrópu," segir hann. Alsír Flóttamenn Fréttir af flugi Spánn Tengdar fréttir Samhæfa vinnubrögð við slysum á sjó Landhelgisgæslan og danski heraflinn efndu til sameiginlegrar björgunaræfingar á Faxaflóa í dag. 17. október 2018 20:00 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Flugvél Landhelgisgæslunnar hefur tekið þátt í björgun á hátt í 900 flóttamönnum við landamæraeftirlit á Spáni. Hreggviður Símonarson, stýrimaður vélarinnar, segir átakanlegt að sjá hvað flóttafólki hefur fjölgað á þessu svæði. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF flaug í byrjun mánaðar til Malaga á Spáni til að sinna landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Landamæra og strandgæslustofnun Evrópu. Vélin flýgur þá um og staðsetur bátana sem flóttafólkið er í og spænsk yfirvöld sjá svo um að koma þeim í öruggt skjól. Stýrimaður vélarinnar segir þeirra helsta markmið vera að finna bátana nógu snemma eða áður en fólkið lendir í einhverjum áföllum. „Núna í þessu tilfelli hefur ekki tekið langan tíma þar til við finnum fyrsta bátinn. Við erum að finna báta eftir svona klukkutíma flug. Við erum þá mikið í því að hringsóla yfir bátnum þar til skip kemur á svæðið frá spænskum yfirvöldum," segir hann. Hann segir það koma á óvart hversu marga þeir finna á hverjum degi en síðastliðinn fimmtudag fundust alls sautján bátar með um 300 manns innanborðs. Hann segir það aðallega taka á andlegu hliðina að sjá fólk hangandi utan á hálf sokknum bátum að bíða björgunar. „Þetta er flóttafólk allt saman, annars vegar frá Marokkó og Alsír. Þaðan koma eingöngu karlmenn sem eru á leiðinni yfir í leit að betri lífsgæðum. Svo eru það hins vegar fólk sunnan Sahara sem eru virkilegir flóttamenn að leita að betri lífsgæðum. Það fólk er búið að þvælast yfir alla Saharaeyðimörkina og þetta er síðasti spölurinn yfir til Evrópu," segir hann.
Alsír Flóttamenn Fréttir af flugi Spánn Tengdar fréttir Samhæfa vinnubrögð við slysum á sjó Landhelgisgæslan og danski heraflinn efndu til sameiginlegrar björgunaræfingar á Faxaflóa í dag. 17. október 2018 20:00 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Samhæfa vinnubrögð við slysum á sjó Landhelgisgæslan og danski heraflinn efndu til sameiginlegrar björgunaræfingar á Faxaflóa í dag. 17. október 2018 20:00