Stjórnendur Orkuveitu deildu á ræðu Áslaugar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. október 2018 06:00 Helga Jónsdóttir starfandii forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.. Mynd/OR Á reglubundnum fundi stjórnenda innan Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í gær var tekið undir gagnrýni á skipuleggjendur Kvennafrídagsins vegna ræðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur á Arnarhóli við tilefnið. Á fundinum kom samkvæmt heimildum fram afdráttarlaus stuðningur við starfsmannastjóra fyrirtækisins, sem sætti harðri gagnrýni í ræðunni umtöluðu. Líkt og fram hefur komið var Áslaugu sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar (ON), dótturfyrirtæki OR, í september, en hún gagnrýndi fyrrverandi framkvæmdastjóra ON, Bjarna Má Júlíusson, fyrir óviðeigandi hegðun gagnvart starfsfólki. Áslaug segir jafnframt að starfsmannastjórinn hafi vitað af málinu en ekkert aðhafst.Áslaug Thelma Einarsdóttir.Meðal þeirra sem tóku undir gagnrýnina á ræðu Áslaugar var Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR. Skipuleggjendur Kvennafrídagsins hafa sætt gagnrýni fyrir að hafa veitt Áslaugu vettvang til að ráðast í ræðu á aðra konu, Sólrúnu Kristjánsdóttur, starfsmannastjóra OR. Hafa skipuleggjendur verið krafðir um afsökunarbeiðni en þeir segjast standa við ákvörðunina um að leyfa Áslaugu að flytja erindi á kvennafrídaginn. Á fundi stjórnenda OR í gær bar málefni starfsmannastjóra OR og ádeilu á ræðu Áslaugar Thelmu á góma en meðal viðstaddra var starfsmannastjórinn sjálfur. Einhverjum fundarmanna kom á óvart hversu afdráttarlaus stuðningur við gagnrýnina á ræðuna og við starfsmannastjórann var á fundinum. Í ljósi þess að nú stendur yfir úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna OR og dótturfélaga litu sumir svo á að starfandi forstjóri hefði sérstaklega átt að gæta hlutleysis. „Ég hef ekki annað um það að segja heldur en að ég tel mikilvægt að ég tjái mig ekki um þau mál fyrr en úttekt liggur fyrir. En ég legg áherslu á að ég er forstjóri í fyrirtækinu, ég er ekki að vinna þessa úttekt. Það sem ég var að segja var að ég var afskaplega stolt, þegar ég stóð á Arnarhóli sem fulltrúi fyrirtækis sem hefur tekist það sem nú er búið að stefna að frá 1975, að útrýma kynbundnum launamun, það hefur tekist hjá Orkuveitunni, og að mér fyndist að fólk sem þar hefur staðið í stafni ætti að fá þakkir fyrir,“ segir Helga og vísar til þess að sem starfsmannastjóri hafi Sólrún gegnt lykilhlutverki í átaki gegn kynbundnum launamun innan OR. Hörð gagnrýni á hana í ræðunni hafi því verið ómakleg. Sólrún vildi ekki svara ræðu Áslaugar í samtali við blaðið. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Orkumál Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50 „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Standa með ákvörðun sinni með að gefa Áslaugu Thelmu orðið Vissu að ákvörðunin yrði umdeild. 25. október 2018 14:59 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Á reglubundnum fundi stjórnenda innan Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í gær var tekið undir gagnrýni á skipuleggjendur Kvennafrídagsins vegna ræðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur á Arnarhóli við tilefnið. Á fundinum kom samkvæmt heimildum fram afdráttarlaus stuðningur við starfsmannastjóra fyrirtækisins, sem sætti harðri gagnrýni í ræðunni umtöluðu. Líkt og fram hefur komið var Áslaugu sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar (ON), dótturfyrirtæki OR, í september, en hún gagnrýndi fyrrverandi framkvæmdastjóra ON, Bjarna Má Júlíusson, fyrir óviðeigandi hegðun gagnvart starfsfólki. Áslaug segir jafnframt að starfsmannastjórinn hafi vitað af málinu en ekkert aðhafst.Áslaug Thelma Einarsdóttir.Meðal þeirra sem tóku undir gagnrýnina á ræðu Áslaugar var Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR. Skipuleggjendur Kvennafrídagsins hafa sætt gagnrýni fyrir að hafa veitt Áslaugu vettvang til að ráðast í ræðu á aðra konu, Sólrúnu Kristjánsdóttur, starfsmannastjóra OR. Hafa skipuleggjendur verið krafðir um afsökunarbeiðni en þeir segjast standa við ákvörðunina um að leyfa Áslaugu að flytja erindi á kvennafrídaginn. Á fundi stjórnenda OR í gær bar málefni starfsmannastjóra OR og ádeilu á ræðu Áslaugar Thelmu á góma en meðal viðstaddra var starfsmannastjórinn sjálfur. Einhverjum fundarmanna kom á óvart hversu afdráttarlaus stuðningur við gagnrýnina á ræðuna og við starfsmannastjórann var á fundinum. Í ljósi þess að nú stendur yfir úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna OR og dótturfélaga litu sumir svo á að starfandi forstjóri hefði sérstaklega átt að gæta hlutleysis. „Ég hef ekki annað um það að segja heldur en að ég tel mikilvægt að ég tjái mig ekki um þau mál fyrr en úttekt liggur fyrir. En ég legg áherslu á að ég er forstjóri í fyrirtækinu, ég er ekki að vinna þessa úttekt. Það sem ég var að segja var að ég var afskaplega stolt, þegar ég stóð á Arnarhóli sem fulltrúi fyrirtækis sem hefur tekist það sem nú er búið að stefna að frá 1975, að útrýma kynbundnum launamun, það hefur tekist hjá Orkuveitunni, og að mér fyndist að fólk sem þar hefur staðið í stafni ætti að fá þakkir fyrir,“ segir Helga og vísar til þess að sem starfsmannastjóri hafi Sólrún gegnt lykilhlutverki í átaki gegn kynbundnum launamun innan OR. Hörð gagnrýni á hana í ræðunni hafi því verið ómakleg. Sólrún vildi ekki svara ræðu Áslaugar í samtali við blaðið.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Orkumál Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50 „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Standa með ákvörðun sinni með að gefa Áslaugu Thelmu orðið Vissu að ákvörðunin yrði umdeild. 25. október 2018 14:59 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50
„Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37
Standa með ákvörðun sinni með að gefa Áslaugu Thelmu orðið Vissu að ákvörðunin yrði umdeild. 25. október 2018 14:59