Fjölgar í hópi aldraðra með fíknivanda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. október 2018 19:45 Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda að sögn fyrrverandi forstjóra sjúkrahússins Vogs. Hann segir hópinn eiga eftir að stækka með hækkandi aldri þjóðarinnar og reynast samfélaginu dýr verði ekki brugðist við. Fjallað var um fíknivanda aldraðra á vísindadegi Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum á Kleppi í dag. Þar kom fram að sjúklingahópurinn á Vogi telji um nítján þúsund manns og af þeim eru fjögur þúsund yfir 65 ára aldri. Samhliða aukinni áfengisneyslu og hækkandi aldri þjóðarinnar á þessi hópur eftir að stækka að sögn Þórarins Tyrfingssonar, fyrrverandi forstjóra Sjúkrahússins Vogs. „Þetta er gíðarlega mikið og stórt vandamál sem við erum varla farin að takast á við og bíður okkar í framtíðinni. Ef við tökumst ekki á við þetta er þetta svo dýrt," segir Þórarinn.Hildur Þórarinsdóttir.Hann segir flesta í hópnum glíma við áfengisvandamál eða misnotkun á róandi, kvíðastillandi eða svefnlyfjum. „En auðvitað koma bæði kannabisneytendur og þeir sem sprauta vímuefnum í æð, þeir munu ná þessum aldri." Þórarinn segir að aukinn kostnaður muni lenda á sjúkrahúsum vegna fleiri innlagna og Hildur Þórarinsdóttir, öldrunarlæknir á Landakoti, bætir við að meðferð þeirra sé einnig flóknari. Þetta eru viðkvæmari einstaklingar. „Þeir eru oft komnir með fleiri sjúkdóma. Þeir eru að taka meira af ýmsum lyfjum og samspil vímuefna og fíkniefna með því er flókið. Þeir eru viðkvæmari í afeitrun og það tekur lengri tíma," segir hún. „Félagsþjónustan er þegar farin að borga mjög mikið í heimaþjónustunni vegna þess að við tökum ekki nægilega skynsamlega á vandanum og samræmum ekki kerfið nógu vel og þetta er bara það sem bíður okkar í framtíðinni að leysa," segir Þórarinn. Hann segir nauðsynlegt að huga að þessum málaflokki. „Það vantar svigrúm, peninga og einnig að beina athygli heilbrigðisþjónustunnar og félagsþjónustunnar að þessum málaflokki sérstaklega og hversu nauðsynlegt sé að vinna sameiginlega að honum." Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda að sögn fyrrverandi forstjóra sjúkrahússins Vogs. Hann segir hópinn eiga eftir að stækka með hækkandi aldri þjóðarinnar og reynast samfélaginu dýr verði ekki brugðist við. Fjallað var um fíknivanda aldraðra á vísindadegi Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum á Kleppi í dag. Þar kom fram að sjúklingahópurinn á Vogi telji um nítján þúsund manns og af þeim eru fjögur þúsund yfir 65 ára aldri. Samhliða aukinni áfengisneyslu og hækkandi aldri þjóðarinnar á þessi hópur eftir að stækka að sögn Þórarins Tyrfingssonar, fyrrverandi forstjóra Sjúkrahússins Vogs. „Þetta er gíðarlega mikið og stórt vandamál sem við erum varla farin að takast á við og bíður okkar í framtíðinni. Ef við tökumst ekki á við þetta er þetta svo dýrt," segir Þórarinn.Hildur Þórarinsdóttir.Hann segir flesta í hópnum glíma við áfengisvandamál eða misnotkun á róandi, kvíðastillandi eða svefnlyfjum. „En auðvitað koma bæði kannabisneytendur og þeir sem sprauta vímuefnum í æð, þeir munu ná þessum aldri." Þórarinn segir að aukinn kostnaður muni lenda á sjúkrahúsum vegna fleiri innlagna og Hildur Þórarinsdóttir, öldrunarlæknir á Landakoti, bætir við að meðferð þeirra sé einnig flóknari. Þetta eru viðkvæmari einstaklingar. „Þeir eru oft komnir með fleiri sjúkdóma. Þeir eru að taka meira af ýmsum lyfjum og samspil vímuefna og fíkniefna með því er flókið. Þeir eru viðkvæmari í afeitrun og það tekur lengri tíma," segir hún. „Félagsþjónustan er þegar farin að borga mjög mikið í heimaþjónustunni vegna þess að við tökum ekki nægilega skynsamlega á vandanum og samræmum ekki kerfið nógu vel og þetta er bara það sem bíður okkar í framtíðinni að leysa," segir Þórarinn. Hann segir nauðsynlegt að huga að þessum málaflokki. „Það vantar svigrúm, peninga og einnig að beina athygli heilbrigðisþjónustunnar og félagsþjónustunnar að þessum málaflokki sérstaklega og hversu nauðsynlegt sé að vinna sameiginlega að honum."
Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira