Þverpólitísk samstaða um að styrkja eftirlit með bólusetningum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. október 2018 13:32 Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en þverpólitísk samstaða er um hana. vísir/stefán Þingmenn úr öllum flokkum styðja þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að skipa starfshóp sem á að vinna að leiðum til að auka hlutfall bólusetningar barna. Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði tillöguna fram en 23 þingmenn úr öllum flokkum eru skráðir flutningsmenn. Samkvæmt tillögunni verður heilbirgðisráðherra falið að skipa starfshóp sem á að greina mögulegar leiðir til að auka hlutfall bólusetningar barna. Hildur segir markmiðið vera að grípa þá foreldra sem gjarnan vilja láta bólusetja börnin sín en það farist fyrir af ýmsum ástæðum. „Þannig að kerfið geri sitt til þess að stoppa upp í öll göt, það geri sitt til þess að við höldum uppi hærra hlutfalli bólusetninga," segir Hildur. Enginn hefur greinst með mislinga í kjölfar veikinda barnsins. Mislingasmit hjá börnum er sérstakt áhyggjuefni, samkvæmt skýrslu embættis LandlæknisÁnægð með þverpólitískan stuðning Í skýrslu embætttis Landlæknis um bólusetningar sem kom út í sumar sagði að þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi væri ekki viðunandi. Minnki þátttakan enn frekar megi búast við að hér á landi geti komið upp sjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil og þar af eru mislingar taldir sérstakt áhyggjuefni. Sóttvarnarlæknir hefur sagt sjaldgæft að foreldrar hafni bólusetningum og talið líklegra að þær falli niður vegna andvaraleysis eða gleymsku. „Það hefur komið fram í umræðum um aðgerðir varðandi bólusetningar að það sé kannski hægt að beina sjónum að heilsugæslunni og skoða hvað í eftirlitskerfi eða áminningarkerfi væri hægt að gera betur. Þessi tillaga snýr að því," segir Hildur og bætir við að hún sé ánægð með þverpólitískan stuðning við málið. „Þannig að þingheimur er að setja sinn þunga á bak við það að allir foreldrar bólusetji börnin sín og að kerfið geri sitt til þess að svo megi verða," segir Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Þingmenn úr öllum flokkum styðja þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að skipa starfshóp sem á að vinna að leiðum til að auka hlutfall bólusetningar barna. Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði tillöguna fram en 23 þingmenn úr öllum flokkum eru skráðir flutningsmenn. Samkvæmt tillögunni verður heilbirgðisráðherra falið að skipa starfshóp sem á að greina mögulegar leiðir til að auka hlutfall bólusetningar barna. Hildur segir markmiðið vera að grípa þá foreldra sem gjarnan vilja láta bólusetja börnin sín en það farist fyrir af ýmsum ástæðum. „Þannig að kerfið geri sitt til þess að stoppa upp í öll göt, það geri sitt til þess að við höldum uppi hærra hlutfalli bólusetninga," segir Hildur. Enginn hefur greinst með mislinga í kjölfar veikinda barnsins. Mislingasmit hjá börnum er sérstakt áhyggjuefni, samkvæmt skýrslu embættis LandlæknisÁnægð með þverpólitískan stuðning Í skýrslu embætttis Landlæknis um bólusetningar sem kom út í sumar sagði að þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi væri ekki viðunandi. Minnki þátttakan enn frekar megi búast við að hér á landi geti komið upp sjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil og þar af eru mislingar taldir sérstakt áhyggjuefni. Sóttvarnarlæknir hefur sagt sjaldgæft að foreldrar hafni bólusetningum og talið líklegra að þær falli niður vegna andvaraleysis eða gleymsku. „Það hefur komið fram í umræðum um aðgerðir varðandi bólusetningar að það sé kannski hægt að beina sjónum að heilsugæslunni og skoða hvað í eftirlitskerfi eða áminningarkerfi væri hægt að gera betur. Þessi tillaga snýr að því," segir Hildur og bætir við að hún sé ánægð með þverpólitískan stuðning við málið. „Þannig að þingheimur er að setja sinn þunga á bak við það að allir foreldrar bólusetji börnin sín og að kerfið geri sitt til þess að svo megi verða," segir Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira