Leigjendur ósáttir við Airbnb frumvarp Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. október 2018 15:00 Leigjendur geta ekki leigt heimili sitt út á Airbnb verði frumvarp ráðherra að lögum. Vísir/vilhelm Leigjendur mótmæla ákvæði í nýju frumvarpi um heimagistingar sem takmarkar rétt leigjenda til að skrá íbúðir á Airbnb. Samkvæmt frumvarpinu fær einungis þinglýstur eigandi fasteignar leyfi fyrir heimagistingu frá sýslumanni.Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, var birt á samráðsgáttinni 17. október. Í því er gert ráð fyrir að sýslumaður fái heimild til að beita þá sem reka heimagistingu án leyfis stjórnvaldssektum. Þá yrði einnig heimilt að sekta þá sem skila ekki svokölluðu nýtingaryfirliti. Yfirlitið á að sýna alla leigudaga og tekjur þeim tengdar. Önnur breyting snýr að því að eingunis þinglýstir eigendur fasteignar mega reka heimagistingu. Hingað til hefur lögheimilisskráning dugað til. Í greingargerð segir að sýslumaður hafi frá árinu 2017 orðið þess var að einstaklingar skrái lögheimili til málamynda í þeim tilgangi að geta skráð eign til heimagistingar. Sem dæmi getur eigandi fyrirtækis skráð lögheimili sitt á fasteign sem er í eigu fyrirtækisins, skráð hana í heimagistingu og sleppt því að greiða ýmis gjöld og skatta. Telja fólki mismunaðNokkrar umsagnir hafa borist við frumvarpið á samráðsgáttinni og í einni þeirra er bent á að leigumarkaðurinn sé stór hluti húsnæðismarkaðarins. Samkvæmt nýjustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóð má ætla að um miðbik ársins hafi verið á bilinu 28.500 til 31.000 heimili á leigumarkaði á landinu öllu. „Það skref að leyfa aðeins þinglýstum eigendum að selja heimagistingu á heimilum sínum er mismunun við þá sem eru á leigumarkaði og hafa í dag fullan rétt á að selja gistingu í heimilum sínum í 90 nætur eða þéna allt að 2 milljónir króna á almanaksári, svo lengi sem að það brjóti ekki leigusamninga," segir í umsögn Guðmundar Árna Ólafssonar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, hefur birt frumvarp um heimagistingar.VÍSIR/EYÞÓRÍ annarri umsögn er því haldið fram að um mismunum sé að ræða. „Með breytingunni um að ,,skráning heimagistingar verði bundin við þinglýst eignarhald og lögheimili'' er verið að mismuna fólki á leigumarkaði. Tækifæri fólks á leigumarkaði til þess að afla sér smá aukinna tekna er því ekki til staðar á meðan eigendur fasteigna hafa einir tækifæri til þess," segir Hermann Guðmundsson. „Ég tel að það þurfi að taka tillit til þeirra sem leigja íbúðir og vilja nýta sér leyfi til heimagistingar. Legg til að þinglýstur leigusamningur hafi jafnt vægi á við eignarhald í þessum lögum," segir í umsögn Gunnars Þórs Gestssonar. Félag fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu fagnar hins vegar tillögunni. Telur formaður félagsins þó tilefni til að ganga enn lengra og takmarka hámarks leigutímabil við einn mánuð, eða hefðbundið orlofstímabil vinnandi fólks. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga er tekið undir þetta og lagt til að einstaka sveitarfélögum verði heimilt að takmarka leigutímabilið við 30 daga. Sambandið fagnar tillögu um að heimildin verði bundin við þinglýsta eigendur fasteignar. Tengdar fréttir Fá heimild til að sekta fyrir heimagistingu án leyfis Ferðamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um heimagistingu. 18. október 2018 13:00 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Leigjendur mótmæla ákvæði í nýju frumvarpi um heimagistingar sem takmarkar rétt leigjenda til að skrá íbúðir á Airbnb. Samkvæmt frumvarpinu fær einungis þinglýstur eigandi fasteignar leyfi fyrir heimagistingu frá sýslumanni.Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, var birt á samráðsgáttinni 17. október. Í því er gert ráð fyrir að sýslumaður fái heimild til að beita þá sem reka heimagistingu án leyfis stjórnvaldssektum. Þá yrði einnig heimilt að sekta þá sem skila ekki svokölluðu nýtingaryfirliti. Yfirlitið á að sýna alla leigudaga og tekjur þeim tengdar. Önnur breyting snýr að því að eingunis þinglýstir eigendur fasteignar mega reka heimagistingu. Hingað til hefur lögheimilisskráning dugað til. Í greingargerð segir að sýslumaður hafi frá árinu 2017 orðið þess var að einstaklingar skrái lögheimili til málamynda í þeim tilgangi að geta skráð eign til heimagistingar. Sem dæmi getur eigandi fyrirtækis skráð lögheimili sitt á fasteign sem er í eigu fyrirtækisins, skráð hana í heimagistingu og sleppt því að greiða ýmis gjöld og skatta. Telja fólki mismunaðNokkrar umsagnir hafa borist við frumvarpið á samráðsgáttinni og í einni þeirra er bent á að leigumarkaðurinn sé stór hluti húsnæðismarkaðarins. Samkvæmt nýjustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóð má ætla að um miðbik ársins hafi verið á bilinu 28.500 til 31.000 heimili á leigumarkaði á landinu öllu. „Það skref að leyfa aðeins þinglýstum eigendum að selja heimagistingu á heimilum sínum er mismunun við þá sem eru á leigumarkaði og hafa í dag fullan rétt á að selja gistingu í heimilum sínum í 90 nætur eða þéna allt að 2 milljónir króna á almanaksári, svo lengi sem að það brjóti ekki leigusamninga," segir í umsögn Guðmundar Árna Ólafssonar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, hefur birt frumvarp um heimagistingar.VÍSIR/EYÞÓRÍ annarri umsögn er því haldið fram að um mismunum sé að ræða. „Með breytingunni um að ,,skráning heimagistingar verði bundin við þinglýst eignarhald og lögheimili'' er verið að mismuna fólki á leigumarkaði. Tækifæri fólks á leigumarkaði til þess að afla sér smá aukinna tekna er því ekki til staðar á meðan eigendur fasteigna hafa einir tækifæri til þess," segir Hermann Guðmundsson. „Ég tel að það þurfi að taka tillit til þeirra sem leigja íbúðir og vilja nýta sér leyfi til heimagistingar. Legg til að þinglýstur leigusamningur hafi jafnt vægi á við eignarhald í þessum lögum," segir í umsögn Gunnars Þórs Gestssonar. Félag fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu fagnar hins vegar tillögunni. Telur formaður félagsins þó tilefni til að ganga enn lengra og takmarka hámarks leigutímabil við einn mánuð, eða hefðbundið orlofstímabil vinnandi fólks. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga er tekið undir þetta og lagt til að einstaka sveitarfélögum verði heimilt að takmarka leigutímabilið við 30 daga. Sambandið fagnar tillögu um að heimildin verði bundin við þinglýsta eigendur fasteignar.
Tengdar fréttir Fá heimild til að sekta fyrir heimagistingu án leyfis Ferðamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um heimagistingu. 18. október 2018 13:00 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Fá heimild til að sekta fyrir heimagistingu án leyfis Ferðamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um heimagistingu. 18. október 2018 13:00