Segir leyndina þjóna þeim sem hafa eitthvað að fela Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2018 11:17 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins. Vísir/Stefán Óskiljanlegt er að ríkisstjórnin berjist fyrir leynd með frumvarpi dómsmálaráðherra sem myndi fækka dómum sem birtir eru og koma á nafnleynd í dómum og úrskurðum sakamála, að mati formanns Blaðamannafélags Íslands. Hann segir leynd þjóna hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela. Í drögum að frumvarpi Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um dómstóla og meðferð sakamála er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir og að nafnleyndar verði gætt í dómum og úrskurðum sakamála. Vísað er til sjónarmiða um friðhelgi einkalífs. Einnig er lagt til að dómstólasýslunni verði heimilað að setja reglur um leyfi til myndatöku og hljóðritunar í dómshúsum landsins. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, lýsir furðu sinni vegna frumvarpsins í samtali við Vísi. Leynd af því tagi sem þar sé boðuð sé mikil afturför og til þess fallin að leggja stein í götu gegnsæis í samfélaginu. Það þykir Hjálmari skjóta sérstaklega skökku við á tíu ára afmæli efnahagshrunsins en þá hafi leyndarhyggja stórskaðað íslenskt samfélag. Hann telur íslenska fjölmiðla hafa farið vel með vald sitt og sýnt fram á að þeim sé treystandi til að fjalla um dómsmál í gegnum tíðina. Blaðamenn starfi eftir siðareglum og þeim beri að sýna tillitssemi í erfiðum málum. „Það eru miklu hræðilegri dæmi sem við þekkjum af því sem leyndin hefur valdið og öll tilvikin um alls konar skelfilega hluti sem hafa þrifist í skjóli leyndar og þöggunar,“ segir Hjálmar.Það væri undir duttlungum dómstólasýslu komið hvort heimilað væri að taka myndir eða taka upp hljóð í dómshúsum ef frumvarpið verður að lögum.Vísir/Hanna andrésdóttirNefnir hann dæmi um kynferðisofbeldi sem hafi verið þögguð niður í gegnum tíðina. Opinská umræða um þá hluti og fleiri sé af hinu góða. „Leyndin þjónar hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela. Af hverju skyldum við berjast fyrir leynd? Það er bara óskiljanlegt,“ segir Hjálmar.Hagsmunir ákæruvalds og ákærðra að málsmeðferð sé gegnsæ Að mati Hjálmars er það lykilatriði í lýðræðislegum samfélögum að dómþing séu háð í heyranda hljóði og að dómar séu birtir opinberlega. Bæði ákæruvaldið og þeir sem eru ákærðir hafi hagsmuni af því að hægt sé að fara yfir málsmeðferð og að gegnsæi ríki um hana. „Hvað þekkja menn ekki úr sögunni mörg dæmi um það að misfarið hafi verið með dómsvald?“ spyr hann. Því fylgi ýmis vandamál að búa í litlu samfélagi eins og Íslandi. Hjálmar segir það þó ekki breyta því að tala þurfi um það sem misferst í samfélaginu. „Það er ekki betra að gefa Gróu byr undir báða vængi með því að reyna að fela það sem misferst,“ segir hann. Tengdar fréttir Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir. 22. október 2018 21:37 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Óskiljanlegt er að ríkisstjórnin berjist fyrir leynd með frumvarpi dómsmálaráðherra sem myndi fækka dómum sem birtir eru og koma á nafnleynd í dómum og úrskurðum sakamála, að mati formanns Blaðamannafélags Íslands. Hann segir leynd þjóna hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela. Í drögum að frumvarpi Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um dómstóla og meðferð sakamála er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir og að nafnleyndar verði gætt í dómum og úrskurðum sakamála. Vísað er til sjónarmiða um friðhelgi einkalífs. Einnig er lagt til að dómstólasýslunni verði heimilað að setja reglur um leyfi til myndatöku og hljóðritunar í dómshúsum landsins. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, lýsir furðu sinni vegna frumvarpsins í samtali við Vísi. Leynd af því tagi sem þar sé boðuð sé mikil afturför og til þess fallin að leggja stein í götu gegnsæis í samfélaginu. Það þykir Hjálmari skjóta sérstaklega skökku við á tíu ára afmæli efnahagshrunsins en þá hafi leyndarhyggja stórskaðað íslenskt samfélag. Hann telur íslenska fjölmiðla hafa farið vel með vald sitt og sýnt fram á að þeim sé treystandi til að fjalla um dómsmál í gegnum tíðina. Blaðamenn starfi eftir siðareglum og þeim beri að sýna tillitssemi í erfiðum málum. „Það eru miklu hræðilegri dæmi sem við þekkjum af því sem leyndin hefur valdið og öll tilvikin um alls konar skelfilega hluti sem hafa þrifist í skjóli leyndar og þöggunar,“ segir Hjálmar.Það væri undir duttlungum dómstólasýslu komið hvort heimilað væri að taka myndir eða taka upp hljóð í dómshúsum ef frumvarpið verður að lögum.Vísir/Hanna andrésdóttirNefnir hann dæmi um kynferðisofbeldi sem hafi verið þögguð niður í gegnum tíðina. Opinská umræða um þá hluti og fleiri sé af hinu góða. „Leyndin þjónar hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela. Af hverju skyldum við berjast fyrir leynd? Það er bara óskiljanlegt,“ segir Hjálmar.Hagsmunir ákæruvalds og ákærðra að málsmeðferð sé gegnsæ Að mati Hjálmars er það lykilatriði í lýðræðislegum samfélögum að dómþing séu háð í heyranda hljóði og að dómar séu birtir opinberlega. Bæði ákæruvaldið og þeir sem eru ákærðir hafi hagsmuni af því að hægt sé að fara yfir málsmeðferð og að gegnsæi ríki um hana. „Hvað þekkja menn ekki úr sögunni mörg dæmi um það að misfarið hafi verið með dómsvald?“ spyr hann. Því fylgi ýmis vandamál að búa í litlu samfélagi eins og Íslandi. Hjálmar segir það þó ekki breyta því að tala þurfi um það sem misferst í samfélaginu. „Það er ekki betra að gefa Gróu byr undir báða vængi með því að reyna að fela það sem misferst,“ segir hann.
Tengdar fréttir Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir. 22. október 2018 21:37 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir. 22. október 2018 21:37