Milljón og einn Guðmundur Steingrímsson skrifar 22. október 2018 09:00 Þegar ég velti fyrir mér eilífðarspurningunni um tilgang lífsins kemur Lína Langsokkur iðulega upp í hugann. Teiknimyndirnar um Línu voru órjúfanlegur hluti af heimilislífinu þegar börnin mín voru yngri. Þá hljómaði á hverjum degi upphafslagið, þar sem Lína syngur þessar hendingar í belg og biðu: Hvað á að gera næst? Hvað geri ég næst? Lína er vægast sagt óþreyjufull og orkumikil stelpa. Spurningaflaumur hennar varðandi næstu verkefni í lífinu urðu mér smám saman undirstaða að svari, sem hefur nægt mér ágætlega, um tilgang lífsins. Tilgangur lífsins er að gera það sem mann langar til að gera næst. Það skiptir engu máli hversu smátt eða lítilfjörlegt það er sem mann langar að gera, maður verður alltaf að lifa til þess að gera það. Ef mann langar að standa upp og fá sér hnetur úr skálinni á borðstofuborðinu, verður maður að vera lifandi. Maður fær sér ekki hnetur dauður. Tilgangur lífsins er þar með, á þeirri stundu, að standa upp og fá sér hnetur.Camus og Lína Svona speki á sér stoð í skrifum franskra tilvistarheimspekinga eins og Albert Camus og Jean Paul Sartre. Lína Langsokkur tilheyrir óhikað þeim skóla. Tilgangur lífsins er ekki eitthvað utanaðkomandi eins og forskrift Guðs eða Múhameðs. Hann er ekki hogginn í stein. Hann er ekki regluverk eða skylduboð. Hann er ekki svar sem geimfarið Voyager 32 mun finna á fjarlægri plánetu árið 2167. Tilgangurinn er þvert á móti manns eigin. Hann vex í brjósti manns. Hann er hugdetta. Tilgangurinn liggur í umhverfinu, í ævintýrunum sem mann langar að upplifa, markmiðum sem maður vill ná eða í hversdagslegri iðju sem gleður. Tilgangurinn er í smáu sem stóru. Ef mig langar að gutla á gítarinn minn verð ég að lifa. Líka til að berjast gegn fátækt. Ef mig langar í sund verð ég að lifa. Ef mig langar í kaffi, ef mig langar að ganga á Keili, ef mig langar að sjá börnin mín vaxa úr grasi, ef mig langar að vera heima þegar konan mín kemur regnvot og veðurbarin heim úr leiðsögumennsku á fjöllum, þá verð ég að vera lifandi. Ég geri ekkert af þessu dauður.Að efla lífsviljann Camus vildi meina að á hverjum morgni ætti fólk að spyrja sjálft sig af hverju það ætti ekki að svipta sig lífi þann daginn. Þetta er þung pæling. Ég upplifi þessa spurningu sem dramatíska útgáfu af Línu Langsokk. Ef mann langar að gera eitthvað næst, þá verður maður að vera á lífi. Ef mann langar í göngutúr meðfram sjónum er ekki hægt að gera það öðruvísi en lifandi. Camus var væntanlega að fiska eftir þessu. Á hverjum morgni býðst manni að fara yfir kringumstæður sínar í huganum og hugsa um það sem mann langar að upplifa, smátt og stórt, og efla með þeirri hugsanaæfingu lífsviljann. Mér finnst þetta kraftmikil speki. Fjölmargt í lífinu virkar á gagnstæðan hátt og er frekar til þess fallið að draga úr manni lífsviljann. Maður fer til dæmis ekki fram úr rúminu út af því að maður er svo spenntur að lesa nýjustu færslur á samfélagsmiðlum í rifrildi kynjanna eða vegna þess að mann langar svo inn á tekjur.is. Smám saman lærir maður að greina kjarnann frá hisminu. Að njóta daganna. Krónan fellur og það er röð haustlægða. Þá er upplagt að fara í leikhús.Allt sem er frábært Sjálfsvíg eru eitthvað það skelfilegasta samfélagsmein sem hægt er að hugsa sér. Umræðan um sjálfsvíg gýs upp öðru hvoru og alltaf virðist manni úrræðaleysið vera svo yfirgripsmikið. Mann langar til að samfélagið komi einhver veginn í veg fyrir sjálfsvíg. Maður óskar þess að fólki í svartasta myrkri sínu sé leitt einhvern veginn fyrir sjónir að lífið er fullt af dásamlegum hlutum — jafnvel lítilfjörlegum, undursamlegum hlutum — þótt þeir séu ekki sýnilegir í svipinn. Líklega er fátt erfiðara. Það verður samt að reyna. Um helgina fór ég á leikrit í Borgarleikhúsinu sem heitir Allt sem er frábært. Leikritið er á meðal þess sem er frábært. Valur Freyr Einarsson er fullkominn í hlutverkinu. Persóna hans gerir lista yfir allt sem er frábært í lífinu, til að reyna að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Mér finnst að skólayfirvöld ættu að bjóða öllum unglingum á þetta leikrit. Alltaf. Eftir leikritið heldur maður ósjálfrátt áfram að bæta á listann. Kraftur hins smáa eflist. Hjá mér er milljón og einn þetta: Að hlæja í huganum að brandaranum sem sonur minn sagði mér upp úr Andrésblaði. Hefurðu heyrt um lesblinda heimspekinginn sem var að velta fyrir sér tilgangi fílsins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég velti fyrir mér eilífðarspurningunni um tilgang lífsins kemur Lína Langsokkur iðulega upp í hugann. Teiknimyndirnar um Línu voru órjúfanlegur hluti af heimilislífinu þegar börnin mín voru yngri. Þá hljómaði á hverjum degi upphafslagið, þar sem Lína syngur þessar hendingar í belg og biðu: Hvað á að gera næst? Hvað geri ég næst? Lína er vægast sagt óþreyjufull og orkumikil stelpa. Spurningaflaumur hennar varðandi næstu verkefni í lífinu urðu mér smám saman undirstaða að svari, sem hefur nægt mér ágætlega, um tilgang lífsins. Tilgangur lífsins er að gera það sem mann langar til að gera næst. Það skiptir engu máli hversu smátt eða lítilfjörlegt það er sem mann langar að gera, maður verður alltaf að lifa til þess að gera það. Ef mann langar að standa upp og fá sér hnetur úr skálinni á borðstofuborðinu, verður maður að vera lifandi. Maður fær sér ekki hnetur dauður. Tilgangur lífsins er þar með, á þeirri stundu, að standa upp og fá sér hnetur.Camus og Lína Svona speki á sér stoð í skrifum franskra tilvistarheimspekinga eins og Albert Camus og Jean Paul Sartre. Lína Langsokkur tilheyrir óhikað þeim skóla. Tilgangur lífsins er ekki eitthvað utanaðkomandi eins og forskrift Guðs eða Múhameðs. Hann er ekki hogginn í stein. Hann er ekki regluverk eða skylduboð. Hann er ekki svar sem geimfarið Voyager 32 mun finna á fjarlægri plánetu árið 2167. Tilgangurinn er þvert á móti manns eigin. Hann vex í brjósti manns. Hann er hugdetta. Tilgangurinn liggur í umhverfinu, í ævintýrunum sem mann langar að upplifa, markmiðum sem maður vill ná eða í hversdagslegri iðju sem gleður. Tilgangurinn er í smáu sem stóru. Ef mig langar að gutla á gítarinn minn verð ég að lifa. Líka til að berjast gegn fátækt. Ef mig langar í sund verð ég að lifa. Ef mig langar í kaffi, ef mig langar að ganga á Keili, ef mig langar að sjá börnin mín vaxa úr grasi, ef mig langar að vera heima þegar konan mín kemur regnvot og veðurbarin heim úr leiðsögumennsku á fjöllum, þá verð ég að vera lifandi. Ég geri ekkert af þessu dauður.Að efla lífsviljann Camus vildi meina að á hverjum morgni ætti fólk að spyrja sjálft sig af hverju það ætti ekki að svipta sig lífi þann daginn. Þetta er þung pæling. Ég upplifi þessa spurningu sem dramatíska útgáfu af Línu Langsokk. Ef mann langar að gera eitthvað næst, þá verður maður að vera á lífi. Ef mann langar í göngutúr meðfram sjónum er ekki hægt að gera það öðruvísi en lifandi. Camus var væntanlega að fiska eftir þessu. Á hverjum morgni býðst manni að fara yfir kringumstæður sínar í huganum og hugsa um það sem mann langar að upplifa, smátt og stórt, og efla með þeirri hugsanaæfingu lífsviljann. Mér finnst þetta kraftmikil speki. Fjölmargt í lífinu virkar á gagnstæðan hátt og er frekar til þess fallið að draga úr manni lífsviljann. Maður fer til dæmis ekki fram úr rúminu út af því að maður er svo spenntur að lesa nýjustu færslur á samfélagsmiðlum í rifrildi kynjanna eða vegna þess að mann langar svo inn á tekjur.is. Smám saman lærir maður að greina kjarnann frá hisminu. Að njóta daganna. Krónan fellur og það er röð haustlægða. Þá er upplagt að fara í leikhús.Allt sem er frábært Sjálfsvíg eru eitthvað það skelfilegasta samfélagsmein sem hægt er að hugsa sér. Umræðan um sjálfsvíg gýs upp öðru hvoru og alltaf virðist manni úrræðaleysið vera svo yfirgripsmikið. Mann langar til að samfélagið komi einhver veginn í veg fyrir sjálfsvíg. Maður óskar þess að fólki í svartasta myrkri sínu sé leitt einhvern veginn fyrir sjónir að lífið er fullt af dásamlegum hlutum — jafnvel lítilfjörlegum, undursamlegum hlutum — þótt þeir séu ekki sýnilegir í svipinn. Líklega er fátt erfiðara. Það verður samt að reyna. Um helgina fór ég á leikrit í Borgarleikhúsinu sem heitir Allt sem er frábært. Leikritið er á meðal þess sem er frábært. Valur Freyr Einarsson er fullkominn í hlutverkinu. Persóna hans gerir lista yfir allt sem er frábært í lífinu, til að reyna að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Mér finnst að skólayfirvöld ættu að bjóða öllum unglingum á þetta leikrit. Alltaf. Eftir leikritið heldur maður ósjálfrátt áfram að bæta á listann. Kraftur hins smáa eflist. Hjá mér er milljón og einn þetta: Að hlæja í huganum að brandaranum sem sonur minn sagði mér upp úr Andrésblaði. Hefurðu heyrt um lesblinda heimspekinginn sem var að velta fyrir sér tilgangi fílsins?
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar