Rannsóknir ESB utan úr geimi eigi fullt erindi við málefni norðurslóða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. október 2018 20:15 Rannsóknir utan úr geimi gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn loftslagsbreytingum að sögn framkvæmdastjóra á sviði geimvísinda hjá Evrópusambandinu. Hann segir Evrópusambandið eiga fullt erindi við málefni norðurslóða. Philippe Brunet er framkvæmdastjóri á sviði geimvísinda hjá framkvæmdastjórn ESB en hann er staddur hér á landi í tengslum við Arctic Circle ráðstefnuna um málefni norðurslóða. Hann er í forsvari fyrir Copernicus verkefni Evrópusambandsins sem vaktar allt yfirborð jarðar með gervitunglatækni. „Það sem skiptir mestu máli eru loftslagsbreytingar. Út frá hinum ýmsu viðmiðum og ólíkum mælikvörðum getum við vaktað fjóra fimmtu af yfirborði jarðar utan úr geimnum. Það þýðir að geimferðamiðstöðvar eru gríðarlega mikilvægar til að vakta loftlagsbreytingar,“ segir Brunet. Ísland á ekki aðild að Copernicus verkefninu og getur þar af leiðandi ekki kallað sérstaklega eftir gögnum af ákveðnum svæðum eftir óskum nema með sérstökum samningum að sögn Brunet. Allir geta þó nálgast viðamiklar upplýsingar um stöðu og þróun ýmissa umhverfisþátta úr gagnagrunni Copernicus. „Copernicus nýtist sem hjálpartæki til að framkvæma greiningar en nýtist ekki sem tæki til að taka á vandanum með beinum hætti,“ segir Brunet. Tæknin nýtist hvað best við að mæla hækkun yfirborðs sjávar. „Við erum með vöktunargervihnetti sem vinna næstum því í rauntíma við að greina seltustig sjávar. Þetta þýðir að við vitum frá degi til dags hvað er að gerast á hinum ýmsu hafsvæðum á jörðinni og getum fylgst með loftslagsbreytingum frá árstíð til árstíðar.“ Evrópusambandið Norðurslóðir Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Rannsóknir utan úr geimi gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn loftslagsbreytingum að sögn framkvæmdastjóra á sviði geimvísinda hjá Evrópusambandinu. Hann segir Evrópusambandið eiga fullt erindi við málefni norðurslóða. Philippe Brunet er framkvæmdastjóri á sviði geimvísinda hjá framkvæmdastjórn ESB en hann er staddur hér á landi í tengslum við Arctic Circle ráðstefnuna um málefni norðurslóða. Hann er í forsvari fyrir Copernicus verkefni Evrópusambandsins sem vaktar allt yfirborð jarðar með gervitunglatækni. „Það sem skiptir mestu máli eru loftslagsbreytingar. Út frá hinum ýmsu viðmiðum og ólíkum mælikvörðum getum við vaktað fjóra fimmtu af yfirborði jarðar utan úr geimnum. Það þýðir að geimferðamiðstöðvar eru gríðarlega mikilvægar til að vakta loftlagsbreytingar,“ segir Brunet. Ísland á ekki aðild að Copernicus verkefninu og getur þar af leiðandi ekki kallað sérstaklega eftir gögnum af ákveðnum svæðum eftir óskum nema með sérstökum samningum að sögn Brunet. Allir geta þó nálgast viðamiklar upplýsingar um stöðu og þróun ýmissa umhverfisþátta úr gagnagrunni Copernicus. „Copernicus nýtist sem hjálpartæki til að framkvæma greiningar en nýtist ekki sem tæki til að taka á vandanum með beinum hætti,“ segir Brunet. Tæknin nýtist hvað best við að mæla hækkun yfirborðs sjávar. „Við erum með vöktunargervihnetti sem vinna næstum því í rauntíma við að greina seltustig sjávar. Þetta þýðir að við vitum frá degi til dags hvað er að gerast á hinum ýmsu hafsvæðum á jörðinni og getum fylgst með loftslagsbreytingum frá árstíð til árstíðar.“
Evrópusambandið Norðurslóðir Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira