Rannsóknir ESB utan úr geimi eigi fullt erindi við málefni norðurslóða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. október 2018 20:15 Rannsóknir utan úr geimi gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn loftslagsbreytingum að sögn framkvæmdastjóra á sviði geimvísinda hjá Evrópusambandinu. Hann segir Evrópusambandið eiga fullt erindi við málefni norðurslóða. Philippe Brunet er framkvæmdastjóri á sviði geimvísinda hjá framkvæmdastjórn ESB en hann er staddur hér á landi í tengslum við Arctic Circle ráðstefnuna um málefni norðurslóða. Hann er í forsvari fyrir Copernicus verkefni Evrópusambandsins sem vaktar allt yfirborð jarðar með gervitunglatækni. „Það sem skiptir mestu máli eru loftslagsbreytingar. Út frá hinum ýmsu viðmiðum og ólíkum mælikvörðum getum við vaktað fjóra fimmtu af yfirborði jarðar utan úr geimnum. Það þýðir að geimferðamiðstöðvar eru gríðarlega mikilvægar til að vakta loftlagsbreytingar,“ segir Brunet. Ísland á ekki aðild að Copernicus verkefninu og getur þar af leiðandi ekki kallað sérstaklega eftir gögnum af ákveðnum svæðum eftir óskum nema með sérstökum samningum að sögn Brunet. Allir geta þó nálgast viðamiklar upplýsingar um stöðu og þróun ýmissa umhverfisþátta úr gagnagrunni Copernicus. „Copernicus nýtist sem hjálpartæki til að framkvæma greiningar en nýtist ekki sem tæki til að taka á vandanum með beinum hætti,“ segir Brunet. Tæknin nýtist hvað best við að mæla hækkun yfirborðs sjávar. „Við erum með vöktunargervihnetti sem vinna næstum því í rauntíma við að greina seltustig sjávar. Þetta þýðir að við vitum frá degi til dags hvað er að gerast á hinum ýmsu hafsvæðum á jörðinni og getum fylgst með loftslagsbreytingum frá árstíð til árstíðar.“ Evrópusambandið Norðurslóðir Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Rannsóknir utan úr geimi gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn loftslagsbreytingum að sögn framkvæmdastjóra á sviði geimvísinda hjá Evrópusambandinu. Hann segir Evrópusambandið eiga fullt erindi við málefni norðurslóða. Philippe Brunet er framkvæmdastjóri á sviði geimvísinda hjá framkvæmdastjórn ESB en hann er staddur hér á landi í tengslum við Arctic Circle ráðstefnuna um málefni norðurslóða. Hann er í forsvari fyrir Copernicus verkefni Evrópusambandsins sem vaktar allt yfirborð jarðar með gervitunglatækni. „Það sem skiptir mestu máli eru loftslagsbreytingar. Út frá hinum ýmsu viðmiðum og ólíkum mælikvörðum getum við vaktað fjóra fimmtu af yfirborði jarðar utan úr geimnum. Það þýðir að geimferðamiðstöðvar eru gríðarlega mikilvægar til að vakta loftlagsbreytingar,“ segir Brunet. Ísland á ekki aðild að Copernicus verkefninu og getur þar af leiðandi ekki kallað sérstaklega eftir gögnum af ákveðnum svæðum eftir óskum nema með sérstökum samningum að sögn Brunet. Allir geta þó nálgast viðamiklar upplýsingar um stöðu og þróun ýmissa umhverfisþátta úr gagnagrunni Copernicus. „Copernicus nýtist sem hjálpartæki til að framkvæma greiningar en nýtist ekki sem tæki til að taka á vandanum með beinum hætti,“ segir Brunet. Tæknin nýtist hvað best við að mæla hækkun yfirborðs sjávar. „Við erum með vöktunargervihnetti sem vinna næstum því í rauntíma við að greina seltustig sjávar. Þetta þýðir að við vitum frá degi til dags hvað er að gerast á hinum ýmsu hafsvæðum á jörðinni og getum fylgst með loftslagsbreytingum frá árstíð til árstíðar.“
Evrópusambandið Norðurslóðir Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira