Samviskubit Arnar Sveinn Geirsson skrifar 31. október 2018 09:30 „Blóðugt bit í samvisku, nú sekt er kennd af miklum krafti“ Á ferðalagi mínu undanfarna mánuði hafa ýmsar hindranir orðið í vegi mínum. Sálfræðingurinn minn sagði mér snemma í ferlinu að ég væri tillfinninga- og tengslaheppið barn, en að ég væri „algjört case“. Ég hló og hugsaði með sjálfum mér hvort það væru ekki dálitlar ýkjur. Vinnan hófst og þar með var ferðalagið hafið. Á yfirborðinu leit allt nokkuð vel út. Mér gekk vel í flestu sem ég tók mér fyrir hendur, hafði ekki leiðst út í neitt rugl, og þar af leiðandi gaf ég mér að allt væri í lagi. Að ég væri alveg búinn að vinna úr mínu. Að ég væri hamingjusamur, eða allavega á góðri leið með að verða það. Að með tíð og tíma myndi ég eignast fjölskyldu og börn og þessi vanlíðan myndi heyra sögunni til. En undir yfirborðinu var mikil ólga. Íshellan sem þakti allt var orðin ansi þykk. Sólin sem skein undantekningalaust á yfirborðinu hélt í manni hitanum þrátt fyrir ískaldan klakann sem ég stóð á. Ískaldan raunveruleikann sem ég stóð á. Tilfinningarnar þeystust um í ókyrru vatninu undir ísnum og ómögulegt var að greina þær í sundur. Þegar ég hætti mér í undirdjúpin var það óbærilegt þar sem engin leið var að vita hvað þar væri að finna og dreif ég mig því fljótt aftur upp á yfirborðið. Þar sem ég náði andanum. Þar sem sólin skein. Þar sem ég hafði stjórnina. Þá fór ég að átta mig á því að sennilega hafði sálfræðingurinn rétt fyrir sér. Ég var „algjört case“. Það var ljóst frá upphafi að þetta yrði langt og strangt ferðalag. Hindranirnar sem hafa orðið í vegi mínum hafa verið mismiklar og miserfiðar. Sumar augljósar en aðrar ekki. Ein erfiðasta hindrunin hingað til, eitthvað sem ég á ennþá langt í land með, er samviskubitið sem hefur fylgt mér frá því mamma dó. Margir gætu spurt sig af hverju ég ætti að vera með samviskubit. Yfir hverju í ósköpunum? Mamma dó úr krabbameini, það er ekki eins og ég hafi getað gert mikið í því? Ég var bara 11 ára gamall, það var ekki eins og ég gæti vitað hvernig ég ætti að bregðast við þessu? Nei, ég gat ekkert gert í því og nei ég gat alls ekki vitað hvernig best væri að bregðast við. En það er hins vegar annað sem mér fannst ég geta gert. Sem mér fannst ég ekki vera að gera. Heilinn gerir allt til þess að sýna og sanna að við höfum rétt fyrir okkur. Það byrjar allt á einhverri hugmynd. Hugmyndinni er sáð líkt og um fræ væri að ræða. Hugmyndirnar sem ég sáði voru þær að mér fannst ég ekki hugsa nægilega mikið til mömmu. Mér fannst ég eiga að gráta meira. Því meira sem ég ræktaði þessar hugmyndir, og aðrar, því sterkari og stærri urðu þær. Svo sterkar og stórar að ég hafði sannfært sjálfan mig um að ég hafi ekki elskað hana nógu mikið. Að ég hafi ekki átt hana skilið. Að hún myndi skammast sín fyrir mig væri hún á lífi. Í hvert skipti sem ég hugsaði til mömmu fannst mér að það væri allt of langt síðan ég hugsaði til hennar síðast. Og af hverju var ég ekki grátandi? Þar til ég gerði ekki annað en að brjóta sjálfan mig niður fyrir það að hugsa ekki til hennar öllum stundum. Að gráta ekki í hvert skipti sem ég heyrði á hana minnst. Samviskubitinu fylgdi mikil sjálfsgagnrýni. Ég var ekki nægilega sterkur til að höndla þetta. Hvaða væl var þetta? Þetta var vítahringur sem ég gat ekki komist út úr. Sama hvað ég reyndi þá hugsaði ég ekki nóg til hennar. Sama hvað ég reyndi þá var það ljóst að ég elskaði hana ekki nóg. Þá var ekkert eftir. Það var ekkert eftir annað en að gefast upp. Breyta um stefnu. Hætta alfarið að hugsa til hennar. Og það gerði ég. Þar til að sálfræðingurinn minn sagði mér að ég væri „algjört case“. Þar til að hún sagði mér að það væri allt í lagi að vera „algjört case“. Þar til að ég sagði sjálfum mér að það væri allt í lagi að vera „algjört case“. Samviskubit. Bit í samvisku okkar. Þetta er ofboðslega hlaðið orð og það er mikilvægt að átta sig á því hvað það getur þýtt. Það getur heltekið mann með tilheyrandi niðurbroti. Það getur eyðilagt drauma manns. Það koma upp alls konar hugsanir og pælingar á erfiðum tímum og ef maður hugsar þær allar í hljóði þá getur enginn brugðist við. Þá er enginn til þess að segja manni að það sé allt í lagi. Að ekkert sé óeðlilegt. Þess vegna eigum við að vera óhrædd að segja frá og opna okkur. Sama hvað það er. Þannig að það bíti ekki eitthvað í sífellu í samvisku okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
„Blóðugt bit í samvisku, nú sekt er kennd af miklum krafti“ Á ferðalagi mínu undanfarna mánuði hafa ýmsar hindranir orðið í vegi mínum. Sálfræðingurinn minn sagði mér snemma í ferlinu að ég væri tillfinninga- og tengslaheppið barn, en að ég væri „algjört case“. Ég hló og hugsaði með sjálfum mér hvort það væru ekki dálitlar ýkjur. Vinnan hófst og þar með var ferðalagið hafið. Á yfirborðinu leit allt nokkuð vel út. Mér gekk vel í flestu sem ég tók mér fyrir hendur, hafði ekki leiðst út í neitt rugl, og þar af leiðandi gaf ég mér að allt væri í lagi. Að ég væri alveg búinn að vinna úr mínu. Að ég væri hamingjusamur, eða allavega á góðri leið með að verða það. Að með tíð og tíma myndi ég eignast fjölskyldu og börn og þessi vanlíðan myndi heyra sögunni til. En undir yfirborðinu var mikil ólga. Íshellan sem þakti allt var orðin ansi þykk. Sólin sem skein undantekningalaust á yfirborðinu hélt í manni hitanum þrátt fyrir ískaldan klakann sem ég stóð á. Ískaldan raunveruleikann sem ég stóð á. Tilfinningarnar þeystust um í ókyrru vatninu undir ísnum og ómögulegt var að greina þær í sundur. Þegar ég hætti mér í undirdjúpin var það óbærilegt þar sem engin leið var að vita hvað þar væri að finna og dreif ég mig því fljótt aftur upp á yfirborðið. Þar sem ég náði andanum. Þar sem sólin skein. Þar sem ég hafði stjórnina. Þá fór ég að átta mig á því að sennilega hafði sálfræðingurinn rétt fyrir sér. Ég var „algjört case“. Það var ljóst frá upphafi að þetta yrði langt og strangt ferðalag. Hindranirnar sem hafa orðið í vegi mínum hafa verið mismiklar og miserfiðar. Sumar augljósar en aðrar ekki. Ein erfiðasta hindrunin hingað til, eitthvað sem ég á ennþá langt í land með, er samviskubitið sem hefur fylgt mér frá því mamma dó. Margir gætu spurt sig af hverju ég ætti að vera með samviskubit. Yfir hverju í ósköpunum? Mamma dó úr krabbameini, það er ekki eins og ég hafi getað gert mikið í því? Ég var bara 11 ára gamall, það var ekki eins og ég gæti vitað hvernig ég ætti að bregðast við þessu? Nei, ég gat ekkert gert í því og nei ég gat alls ekki vitað hvernig best væri að bregðast við. En það er hins vegar annað sem mér fannst ég geta gert. Sem mér fannst ég ekki vera að gera. Heilinn gerir allt til þess að sýna og sanna að við höfum rétt fyrir okkur. Það byrjar allt á einhverri hugmynd. Hugmyndinni er sáð líkt og um fræ væri að ræða. Hugmyndirnar sem ég sáði voru þær að mér fannst ég ekki hugsa nægilega mikið til mömmu. Mér fannst ég eiga að gráta meira. Því meira sem ég ræktaði þessar hugmyndir, og aðrar, því sterkari og stærri urðu þær. Svo sterkar og stórar að ég hafði sannfært sjálfan mig um að ég hafi ekki elskað hana nógu mikið. Að ég hafi ekki átt hana skilið. Að hún myndi skammast sín fyrir mig væri hún á lífi. Í hvert skipti sem ég hugsaði til mömmu fannst mér að það væri allt of langt síðan ég hugsaði til hennar síðast. Og af hverju var ég ekki grátandi? Þar til ég gerði ekki annað en að brjóta sjálfan mig niður fyrir það að hugsa ekki til hennar öllum stundum. Að gráta ekki í hvert skipti sem ég heyrði á hana minnst. Samviskubitinu fylgdi mikil sjálfsgagnrýni. Ég var ekki nægilega sterkur til að höndla þetta. Hvaða væl var þetta? Þetta var vítahringur sem ég gat ekki komist út úr. Sama hvað ég reyndi þá hugsaði ég ekki nóg til hennar. Sama hvað ég reyndi þá var það ljóst að ég elskaði hana ekki nóg. Þá var ekkert eftir. Það var ekkert eftir annað en að gefast upp. Breyta um stefnu. Hætta alfarið að hugsa til hennar. Og það gerði ég. Þar til að sálfræðingurinn minn sagði mér að ég væri „algjört case“. Þar til að hún sagði mér að það væri allt í lagi að vera „algjört case“. Þar til að ég sagði sjálfum mér að það væri allt í lagi að vera „algjört case“. Samviskubit. Bit í samvisku okkar. Þetta er ofboðslega hlaðið orð og það er mikilvægt að átta sig á því hvað það getur þýtt. Það getur heltekið mann með tilheyrandi niðurbroti. Það getur eyðilagt drauma manns. Það koma upp alls konar hugsanir og pælingar á erfiðum tímum og ef maður hugsar þær allar í hljóði þá getur enginn brugðist við. Þá er enginn til þess að segja manni að það sé allt í lagi. Að ekkert sé óeðlilegt. Þess vegna eigum við að vera óhrædd að segja frá og opna okkur. Sama hvað það er. Þannig að það bíti ekki eitthvað í sífellu í samvisku okkar.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun