Röð „tilviljana“? Sigurður Pétursson skrifar 5. nóvember 2018 07:45 Þegar heimsmetið var sett í Vatnsdalalsá í ágúst átti sér stað nokkur röð tilviljana sem hér fylgir: kokkur sem hefur tjáð sig svarinn andstæðing fiskeldis er svo „óheppinn“ að fanga eldislax langt fjarri árósum þessar laxveiðiár. Sérfræðingur frá Hafrannsóknastofnun var tilbúnir áður en hann fékk laxinn í hendur til greiningar að koma með ályktanir þess efnis að þetta væri „nú bara toppurinn á ísjakanum.“ Haft var eftir öðrum sérfræðing að líklega kæmi fiskurinn frá Vestfjörðum. Á sama tíma á öðrum stað var kokkalandslið að mæra gæði eldislax og undirbúa sig fyrir þátttöku í móti erlendis þar sem eldislax var helsta afurðin. Einnig stutt frá var fimm manna nefnd (ÚUA) að meta það m.a. hvort kærendur laxeldis ættu raunverulega aðild að málinu enda flestir veiðiréttahafar laxveiðiáa fjarri þeim eldissvæðum sem kærð voru. „Tilviljanir“ ollu því að umræddur kokkur er víst einvaldur í að meta hvaða kokkar fá að taka þátt í heimsmeistaramóti (Bocuse d’Or) matreiðslumanna. Áin sem umræddur eldislax var fangaður er í eigu Óttars Yngvasonar lögmanns og Íslandsmeistara í kærum á hendur fiskeldismönnum. Afleiðingin leiddi til uppþota innan kokkalandsliðsins og ÚUA mat, byggt á umfjöllun í fjölmiðlum, að vegna eldislaxins í Vatnsdalsánni hefðu kærendur hagsmuni að gæta vegna fiskeldis á Vestfjörðum! Hafrannsóknastofnun hefur nú gefið út að ólíklegt sé að ókynþroska eldislax geti verið veiddur í miðri ferskvatnsá. Einnig hafa þeir útskýrt að þeir eldislaxar (búið að greina 4 laxa) sem veiddir hafa verið við Ísland hafa enn ekki verið upprunagreindir þ.e.a.s. óvíst hvaðan þeir hafa komið. Bara til samanbuðar þá munar ekki svo mikilli fjarlægð frá Vatnsdalnum til suðurfjarða Vestfjarða eða til heimsmeistara laxeldis í Færeyjum. Það er alltaf sætt þegar sannleikurinn kemur fram og ég leyfi mér að birta hluta úr nýrri yfirlýsingu íslenska kokkalandsliðsins: „Eldislax er notaður alls staðar um allan heim og er fyrsta flokks vara og sem dæmi er sambærileg vara notuð á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í Luxemburg og víðar.“ Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kokkalandsliðið Mest lesið Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Þegar heimsmetið var sett í Vatnsdalalsá í ágúst átti sér stað nokkur röð tilviljana sem hér fylgir: kokkur sem hefur tjáð sig svarinn andstæðing fiskeldis er svo „óheppinn“ að fanga eldislax langt fjarri árósum þessar laxveiðiár. Sérfræðingur frá Hafrannsóknastofnun var tilbúnir áður en hann fékk laxinn í hendur til greiningar að koma með ályktanir þess efnis að þetta væri „nú bara toppurinn á ísjakanum.“ Haft var eftir öðrum sérfræðing að líklega kæmi fiskurinn frá Vestfjörðum. Á sama tíma á öðrum stað var kokkalandslið að mæra gæði eldislax og undirbúa sig fyrir þátttöku í móti erlendis þar sem eldislax var helsta afurðin. Einnig stutt frá var fimm manna nefnd (ÚUA) að meta það m.a. hvort kærendur laxeldis ættu raunverulega aðild að málinu enda flestir veiðiréttahafar laxveiðiáa fjarri þeim eldissvæðum sem kærð voru. „Tilviljanir“ ollu því að umræddur kokkur er víst einvaldur í að meta hvaða kokkar fá að taka þátt í heimsmeistaramóti (Bocuse d’Or) matreiðslumanna. Áin sem umræddur eldislax var fangaður er í eigu Óttars Yngvasonar lögmanns og Íslandsmeistara í kærum á hendur fiskeldismönnum. Afleiðingin leiddi til uppþota innan kokkalandsliðsins og ÚUA mat, byggt á umfjöllun í fjölmiðlum, að vegna eldislaxins í Vatnsdalsánni hefðu kærendur hagsmuni að gæta vegna fiskeldis á Vestfjörðum! Hafrannsóknastofnun hefur nú gefið út að ólíklegt sé að ókynþroska eldislax geti verið veiddur í miðri ferskvatnsá. Einnig hafa þeir útskýrt að þeir eldislaxar (búið að greina 4 laxa) sem veiddir hafa verið við Ísland hafa enn ekki verið upprunagreindir þ.e.a.s. óvíst hvaðan þeir hafa komið. Bara til samanbuðar þá munar ekki svo mikilli fjarlægð frá Vatnsdalnum til suðurfjarða Vestfjarða eða til heimsmeistara laxeldis í Færeyjum. Það er alltaf sætt þegar sannleikurinn kemur fram og ég leyfi mér að birta hluta úr nýrri yfirlýsingu íslenska kokkalandsliðsins: „Eldislax er notaður alls staðar um allan heim og er fyrsta flokks vara og sem dæmi er sambærileg vara notuð á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í Luxemburg og víðar.“ Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar