Barátta allra Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 07:00 Þegar stórfelld hætta steðjar að er mun viturlegra að viðurkenna hana fremur en að afneita henni. Það er ekki þægilegasta leiðin að horfast í augu við hættuna en samt sú skynsamlegasta því hún er líklegust til árangurs. Enginn vafi er á því að mannkyninu er stórfelld hætta búin vegna loftslagsbreytinga sem það hefur sjálft kallað yfir sig með óvarlegu líferni sem hefur einkennst af skeytingarleysi í garð náttúrunnar. Mannkynið er á hraðri leið með að eyða sjálfu sér og lífi á Jörðinni. Dauðsföll vegna mengunar færast í vöxt og ofsafengnar náttúruhamfarir valda æ fleiri hörmungum ár hvert og kosta ótal mannslíf. Fjölmargar dýrategundir eru í útrýmingarhættu. Höf heimsins súrna hratt og innan ekki margra ára verður þar orðið meira um plast en fiska. Menn hafa lifað í þeirri trú að sjórinn taki lengi við en nú er að renna upp fyrir þeim að hann gerir það ekki endalaust. Stjórnvöld heims geta ekki firrt sig ábyrgð og verða að vinna að því að gera veröldina lífvænlegri. Fjarska auðvelt er að halda því fram að það skipti engum sköpum fyrir heiminn hvað Ísland aðhefst í þessum málum. Það merkir samt ekki að Íslendingar eigi að yppta öxlum í uppgjöf. Þeir verða að viðurkenna siðferðilega ábyrgð sína og leggja sitt af mörkum. Ríkisstjórnin hefur séð sóma sinn í því að gera aðgerðaáætlun til ársins 2030 þar sem helsta áherslan er á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu. Hún er því með einhverja meðvitund í máli sem varðar heimsbyggðina alla. Ekkert mun þó þokast í rétta átt án þátttöku almennings. Ekki verður annað séð en að íslenskur almenningur geri sér grein fyrir þeim hættum sem steðja að jarðarbúum og vilji leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að hamla því að þróunin verði enn verri en hún þegar er. Hins vegar verður ekki horft framhjá því að almenningi er of oft gert erfitt fyrir. Sem dæmi má nefna að fyrirtæki tíðka að ota plastburðarpokum og plastumbúðum að neytendum meðan lítið fer fyrir umhverfisvænni umbúðum. Fyrirtæki verða að leggja sitt af mörkum og sýna samfélagslega ábyrgð. Það vakti athygli á dögunum þegar tilkynnt var að í Bónus og Hagkaupum yrði hætt að selja plastburðarpoka og í staðinn yrðu seldir niðurbrjótanlegir burðarpokar. Þarna taka stjórnendur ábyrgð og taka vonda kostinn frá neytendum. Líkt og svo margt annað sem snýr að umhverfismálum hefði samt mátt gera þetta svo miklu fyrr. Neytendur hefðu örugglega ekki gólað og vælt og beðið um plastpokana sína hefðu þeir verið teknir úr sölu. Nýleg skoðanakönnun sýnir einmitt að meirihluti þeirra er fylgjandi banni á plastpokum. Það hlýtur einnig að teljast nokkuð víst að almenningur sé á bandi starfshóps umhverfisráðherra sem leggur til margvíslegar tillögur sem snúa að banni við sölu og notkun á alls kyns plastvörum. Vissulega á að fara varlega í boð og bönn en þegar kemur að baráttu fyrir lífi á jörðinni þá þýðir ekkert hálfkák. Tíminn er að renna út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar stórfelld hætta steðjar að er mun viturlegra að viðurkenna hana fremur en að afneita henni. Það er ekki þægilegasta leiðin að horfast í augu við hættuna en samt sú skynsamlegasta því hún er líklegust til árangurs. Enginn vafi er á því að mannkyninu er stórfelld hætta búin vegna loftslagsbreytinga sem það hefur sjálft kallað yfir sig með óvarlegu líferni sem hefur einkennst af skeytingarleysi í garð náttúrunnar. Mannkynið er á hraðri leið með að eyða sjálfu sér og lífi á Jörðinni. Dauðsföll vegna mengunar færast í vöxt og ofsafengnar náttúruhamfarir valda æ fleiri hörmungum ár hvert og kosta ótal mannslíf. Fjölmargar dýrategundir eru í útrýmingarhættu. Höf heimsins súrna hratt og innan ekki margra ára verður þar orðið meira um plast en fiska. Menn hafa lifað í þeirri trú að sjórinn taki lengi við en nú er að renna upp fyrir þeim að hann gerir það ekki endalaust. Stjórnvöld heims geta ekki firrt sig ábyrgð og verða að vinna að því að gera veröldina lífvænlegri. Fjarska auðvelt er að halda því fram að það skipti engum sköpum fyrir heiminn hvað Ísland aðhefst í þessum málum. Það merkir samt ekki að Íslendingar eigi að yppta öxlum í uppgjöf. Þeir verða að viðurkenna siðferðilega ábyrgð sína og leggja sitt af mörkum. Ríkisstjórnin hefur séð sóma sinn í því að gera aðgerðaáætlun til ársins 2030 þar sem helsta áherslan er á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu. Hún er því með einhverja meðvitund í máli sem varðar heimsbyggðina alla. Ekkert mun þó þokast í rétta átt án þátttöku almennings. Ekki verður annað séð en að íslenskur almenningur geri sér grein fyrir þeim hættum sem steðja að jarðarbúum og vilji leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að hamla því að þróunin verði enn verri en hún þegar er. Hins vegar verður ekki horft framhjá því að almenningi er of oft gert erfitt fyrir. Sem dæmi má nefna að fyrirtæki tíðka að ota plastburðarpokum og plastumbúðum að neytendum meðan lítið fer fyrir umhverfisvænni umbúðum. Fyrirtæki verða að leggja sitt af mörkum og sýna samfélagslega ábyrgð. Það vakti athygli á dögunum þegar tilkynnt var að í Bónus og Hagkaupum yrði hætt að selja plastburðarpoka og í staðinn yrðu seldir niðurbrjótanlegir burðarpokar. Þarna taka stjórnendur ábyrgð og taka vonda kostinn frá neytendum. Líkt og svo margt annað sem snýr að umhverfismálum hefði samt mátt gera þetta svo miklu fyrr. Neytendur hefðu örugglega ekki gólað og vælt og beðið um plastpokana sína hefðu þeir verið teknir úr sölu. Nýleg skoðanakönnun sýnir einmitt að meirihluti þeirra er fylgjandi banni á plastpokum. Það hlýtur einnig að teljast nokkuð víst að almenningur sé á bandi starfshóps umhverfisráðherra sem leggur til margvíslegar tillögur sem snúa að banni við sölu og notkun á alls kyns plastvörum. Vissulega á að fara varlega í boð og bönn en þegar kemur að baráttu fyrir lífi á jörðinni þá þýðir ekkert hálfkák. Tíminn er að renna út.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun