Allir að róa sig Guðmundur Steingrímsson skrifar 5. nóvember 2018 07:00 Það er ekki laust við að maður skynji verulegt rafmagn í loftinu þessa dagana. Daglega birtast greinar um það hvað kröfur nýrrar forystu verkalýðshreyfingarinnar séu svakalegar. Mun ekki allt fara á hliðina? Kunnugleg atburðarás virðist í aðsigi. Krónan er að falla og maður er farinn að upplifa sig grunsamlega mikið nítjánhundruðáttatíu og eitthvað. Þetta land breytist ekki. Ekki bara Sámur er klónaður heldur vandamálin líka. Við fáum sömu höggin nákvæmlega eins á nokkurra ára fresti. Með sömu íslensku áhyggjunum í daglega lífinu. Á maður að þora að skipuleggja utanlandsferð fyrir næsta ár? Á maður að kaupa nýjan ísskáp núna eða seinna? Hvað gerist með vinnumarkaðinn? Hvað gerir ASÍ? Hvað gerir Seðlabankinn? Hvað gerir SA? Hvað gerir ríkisstjórnin? Hvað gerist með krónuna? Hvað gera túristarnir? Á maður kannski bara að koma sér? Skella gámi á næsta skip til Rotterdam og láta sig hverfa?Sama klisjan Maður veit ekki. Ég verð að játa að hluti af manni sem íbúa á þessu landi er næstum því farinn að sætta sig við að svona sé þetta bara. Á Íslandi varir góðæri í nokkur ár, svo kemur kollsteypa svokölluð. Það versta við þessar kollsteypur er að þær fokka öllu upp, einkum lánunum. Í skammtímaminni góðu tímanna elur maður smám saman með sér óígrundaða bjartsýni um að lánin muni kannski halda áfram að lækka eftir því sem maður borgar en svo kemur kollsteypan og lánin hækka aftur. Þetta er íslenski veruleikinn, nánast skáldlegur í klisjunni sinni. Gnauðandi vindur og þungbúið fólk við eldhúsborð að hlusta á fréttirnar. „Það var víst engin innistæða fyrir þessum uppgangi frekar en fyrri daginn,“ segir maðurinn, dæsir og stendur upp. „Nei, Bárður minn,“ segir konan og færir pirringslega til bolla á borðinu og dustar mylsnu af dúknum. „Ég veit ekki af hverju maður er að þessu.“ Barn grætur. Í fjarska heyrist hundgá.Krónulufsan Kollsteypan sjö. Komin í bíó. Eða hvað? Þarf þetta virkilega að vera svona? Er ekki nokkur leið að hugsanlega verði hægt í þetta skipti að koma í veg fyrir að þetta endalausa endurtekna efni endurtaki sig einu sinni enn? Stundum líður manni hálf vonlausum hvað það varðar. Ástæða míns vonleysis er einkum og sér í lagi það, að það virðist vera sama hvað á dynur – sama hvað íslenska krónulufsan gerir okkur mikinn óleik aftur og aftur – það virðist ekki vera hægt að ræða það, hvað þá meira, að taka upp stöðugri gjaldmiðil. Jafnvel þeir sem nú tala hvað mest fyrir hag heimila og þeirra lægst launuðu virðast ekki hafa neinn áhuga á því að tala um gjaldmiðilinn. Samt er það einmitt fyrirkomulag gjaldmiðilsmála sem einkum og sér í lagi færir auð frá fátækum til ríkra og kemur í veg fyrir eignamyndun hinna fátækari. Hressandi væri ef sósíalistar gætu tekið þetta með í reikninginn í byltingartali sínu.Gott að gúggla Það örlar á tilfinningalegu ójafnvægi hjá mér, ég gengst við því, þegar kemur að þessari hlið mála. Ég skil illa hvernig hægt er að tala um efnahagsmál og kjör almennings án þess að tala um gjaldmiðilinn. Fyrirsögn greinarinnar að þessu sinni er hins vegar hófsöm beiðni til allra um að róa sig. Ég er þar með talinn. Kem ég nú að því. Von mín um að klisja íslenskra efnahagsmála verði ekki endurtekin að þessu sinni felst ekki í því að aðilar vinnumarkaðarins muni taka upp áherslur evrusinna í efnahagsmálum, heldur öðru. Að þessu sinni ætla ég að láta nægja að trúa því að enginn sem kemur að samningaborðinu vilji verðbólgu, gengisfall, hækkandi lán og óstöðugleika. Ásakanir ganga á víxl. Kröfugerðir hafa verið birtar. Fyrirsagnir um þær eru í stríðsátakastíl. Óttinn og tortryggnin er að grafa um sig. En þá gildir að anda með nefinu. Ég prófaði að gera það í aðdraganda þessara skrifa, því sjálfur er ég orðinn órólegur. Heimilisbókhaldið má ekki við rugli. Ágætis regla í lífinu almennt er að reyna eftir fremsta megni að kynna sér mál. Ég gúgglaði því. Nú hef ég lesið milliliðalaust þessar skelfilegu, rosalegu kröfur verkalýðshreyfingarinnar inni á heimasíðu VR. Ég get ekki séð annað en að kröfurnar séu hinar áhugaverðustu. Krónutöluhækkun launa í stað prósentuhækkunar. Auka frjálsræði í lífeyriskerfinu. Tryggja fólki húsnæði. Hækka persónuafslátt. Skattleysi lægstu launanna. Minnka skerðingar í almannatryggingakerfinu. Og var ekki einhver að tala um að stytta vinnuvikuna? Það væri löngu tímabært. Það er ekkert að því að vilja einlæglega bæta samfélagið með hag hinna verst settu í öndvegi. Mér finnst tillögurnar lýsa slíkum hugsjónum. Sem upplegg í viðræðum gætu þær raunverulega leitt til betra þjóðfélags, sé fólk lausnamiðað og opið en ekki tætt af tortryggni. Þannig að. Ég er rólegri. Mun ekki panta gám. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki laust við að maður skynji verulegt rafmagn í loftinu þessa dagana. Daglega birtast greinar um það hvað kröfur nýrrar forystu verkalýðshreyfingarinnar séu svakalegar. Mun ekki allt fara á hliðina? Kunnugleg atburðarás virðist í aðsigi. Krónan er að falla og maður er farinn að upplifa sig grunsamlega mikið nítjánhundruðáttatíu og eitthvað. Þetta land breytist ekki. Ekki bara Sámur er klónaður heldur vandamálin líka. Við fáum sömu höggin nákvæmlega eins á nokkurra ára fresti. Með sömu íslensku áhyggjunum í daglega lífinu. Á maður að þora að skipuleggja utanlandsferð fyrir næsta ár? Á maður að kaupa nýjan ísskáp núna eða seinna? Hvað gerist með vinnumarkaðinn? Hvað gerir ASÍ? Hvað gerir Seðlabankinn? Hvað gerir SA? Hvað gerir ríkisstjórnin? Hvað gerist með krónuna? Hvað gera túristarnir? Á maður kannski bara að koma sér? Skella gámi á næsta skip til Rotterdam og láta sig hverfa?Sama klisjan Maður veit ekki. Ég verð að játa að hluti af manni sem íbúa á þessu landi er næstum því farinn að sætta sig við að svona sé þetta bara. Á Íslandi varir góðæri í nokkur ár, svo kemur kollsteypa svokölluð. Það versta við þessar kollsteypur er að þær fokka öllu upp, einkum lánunum. Í skammtímaminni góðu tímanna elur maður smám saman með sér óígrundaða bjartsýni um að lánin muni kannski halda áfram að lækka eftir því sem maður borgar en svo kemur kollsteypan og lánin hækka aftur. Þetta er íslenski veruleikinn, nánast skáldlegur í klisjunni sinni. Gnauðandi vindur og þungbúið fólk við eldhúsborð að hlusta á fréttirnar. „Það var víst engin innistæða fyrir þessum uppgangi frekar en fyrri daginn,“ segir maðurinn, dæsir og stendur upp. „Nei, Bárður minn,“ segir konan og færir pirringslega til bolla á borðinu og dustar mylsnu af dúknum. „Ég veit ekki af hverju maður er að þessu.“ Barn grætur. Í fjarska heyrist hundgá.Krónulufsan Kollsteypan sjö. Komin í bíó. Eða hvað? Þarf þetta virkilega að vera svona? Er ekki nokkur leið að hugsanlega verði hægt í þetta skipti að koma í veg fyrir að þetta endalausa endurtekna efni endurtaki sig einu sinni enn? Stundum líður manni hálf vonlausum hvað það varðar. Ástæða míns vonleysis er einkum og sér í lagi það, að það virðist vera sama hvað á dynur – sama hvað íslenska krónulufsan gerir okkur mikinn óleik aftur og aftur – það virðist ekki vera hægt að ræða það, hvað þá meira, að taka upp stöðugri gjaldmiðil. Jafnvel þeir sem nú tala hvað mest fyrir hag heimila og þeirra lægst launuðu virðast ekki hafa neinn áhuga á því að tala um gjaldmiðilinn. Samt er það einmitt fyrirkomulag gjaldmiðilsmála sem einkum og sér í lagi færir auð frá fátækum til ríkra og kemur í veg fyrir eignamyndun hinna fátækari. Hressandi væri ef sósíalistar gætu tekið þetta með í reikninginn í byltingartali sínu.Gott að gúggla Það örlar á tilfinningalegu ójafnvægi hjá mér, ég gengst við því, þegar kemur að þessari hlið mála. Ég skil illa hvernig hægt er að tala um efnahagsmál og kjör almennings án þess að tala um gjaldmiðilinn. Fyrirsögn greinarinnar að þessu sinni er hins vegar hófsöm beiðni til allra um að róa sig. Ég er þar með talinn. Kem ég nú að því. Von mín um að klisja íslenskra efnahagsmála verði ekki endurtekin að þessu sinni felst ekki í því að aðilar vinnumarkaðarins muni taka upp áherslur evrusinna í efnahagsmálum, heldur öðru. Að þessu sinni ætla ég að láta nægja að trúa því að enginn sem kemur að samningaborðinu vilji verðbólgu, gengisfall, hækkandi lán og óstöðugleika. Ásakanir ganga á víxl. Kröfugerðir hafa verið birtar. Fyrirsagnir um þær eru í stríðsátakastíl. Óttinn og tortryggnin er að grafa um sig. En þá gildir að anda með nefinu. Ég prófaði að gera það í aðdraganda þessara skrifa, því sjálfur er ég orðinn órólegur. Heimilisbókhaldið má ekki við rugli. Ágætis regla í lífinu almennt er að reyna eftir fremsta megni að kynna sér mál. Ég gúgglaði því. Nú hef ég lesið milliliðalaust þessar skelfilegu, rosalegu kröfur verkalýðshreyfingarinnar inni á heimasíðu VR. Ég get ekki séð annað en að kröfurnar séu hinar áhugaverðustu. Krónutöluhækkun launa í stað prósentuhækkunar. Auka frjálsræði í lífeyriskerfinu. Tryggja fólki húsnæði. Hækka persónuafslátt. Skattleysi lægstu launanna. Minnka skerðingar í almannatryggingakerfinu. Og var ekki einhver að tala um að stytta vinnuvikuna? Það væri löngu tímabært. Það er ekkert að því að vilja einlæglega bæta samfélagið með hag hinna verst settu í öndvegi. Mér finnst tillögurnar lýsa slíkum hugsjónum. Sem upplegg í viðræðum gætu þær raunverulega leitt til betra þjóðfélags, sé fólk lausnamiðað og opið en ekki tætt af tortryggni. Þannig að. Ég er rólegri. Mun ekki panta gám.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar