Áttaði sig ekki á að henni hefði verið nauðgað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. nóvember 2018 20:00 Kennaranemi sem varð fyrir kynferðisofbeldi á menntaskólaaldri telur nauðsynlegt að efla kynfræðslu í grunnskólum og kenna fagið í Kennaraháskólanum. Hún segist hafa verið lengi að átta sig á því að sér hefði í raun verið nauðgað þar sem hana skorti fræðslu um mismunandi birtingarmyndir ofbeldis. Elínu Huldu Harðardóttur var fyrst nauðgað árið 2012 þegar hún var 18 ára gömul og síðan aftur árið 2014. Hún segir málin hafa verið mjög ólík. „Í fyrra málinu var þetta strákur sem ég þekkti ekki neitt, þetta var í einhverju eftirpartíi á Akureyri og seinni gerandinn var síðan strákur sem ég hafði þekkt alla mína ævi og var mjög góður vinur minn," segir Elín. „Með fyrra málið tók mig rosalegan langan tíma að átta mig á því hvað hafði gerst og viðurkenna fyrir sjálfri mér hvað hafði gerst. Af því að mín hugmynd um nauðgun var bara brjálað ofbeldi, þar sem væri rosaleg yfirtaka, öskur og læti. Og þetta var alls ekki þannig. Þannig að mín skilgreining á ofbeldi og nauðgun var bara allt önnur er hún er. Ég vissi ekkert um margar tegundir af nauðgunum og það tók mig mjög langan tíma að geta byrjað að tala um þetta." Hún telur að koma megi í veg fyrir þessi ranghugmynd hjá brotaþolum með öflugri kynfræðslu. „Þegar ég var í grunnskóla var alls engin fræðsla. Það var bara eitthvað um kynfærin og um kynsjúkdóma. En það vantar meiri fræðslu um tilfinningagreind og um mörk. Ég lifði svo ótrúlega lengi í skömm eftir fyrri nauðgunina og það er mjög stutt síðan ég skilaði þeirri skömm. Mér fannst þetta alltaf vera svo mikið mér að kenna af því ég vissi í rauninni ekki hvað ofbeldi væri. Það vantar þessa fræðslu inn í grunnskólana," segir Elín.Menntavísindasvið Háskóla Íslands við Stakkahlíð.MYND/HÁSKÓLI ÍSLANDSTil þess að svo megi verða þurfi að byrja í kennaraskólanum. Elín er nú að hefja vinnu að lokaverkefni þar sem hún ætlar að setja saman hugmynd að kynfræðsluáfanga fyrir kennara til þess að þeir séu sjálfir búnir undir kennsluna. „Til þess að geta talað um þessa hluti, til þess að geta talað um kynferðisofbeldi. Ég hef til dæmis sjálf verið með kennara í kennaraskólanum sem gat ekki einu sinni nefnt þetta á nafn í kennaraskólanum. Þegar ég sagði að ég hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi fór hún bara alveg í kleinu. En kennarar eiga að geta talað um þetta af því að þetta er fólk sem börn eiga að geta leitað til," segir Elín. Hún telur þessa víðtæku kynfræðslu eiga heima í námskrá grunnskólanna. „Þannig að það sé ekki bara „happa glappa" með hvaða kennara þú lendir. Mér finnst að þetta eigi að vera í námskránni og eigi að vera í Kennó. Að þetta sé bara eitthvað sem kennarar verði að geta kennt." Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Kennaranemi sem varð fyrir kynferðisofbeldi á menntaskólaaldri telur nauðsynlegt að efla kynfræðslu í grunnskólum og kenna fagið í Kennaraháskólanum. Hún segist hafa verið lengi að átta sig á því að sér hefði í raun verið nauðgað þar sem hana skorti fræðslu um mismunandi birtingarmyndir ofbeldis. Elínu Huldu Harðardóttur var fyrst nauðgað árið 2012 þegar hún var 18 ára gömul og síðan aftur árið 2014. Hún segir málin hafa verið mjög ólík. „Í fyrra málinu var þetta strákur sem ég þekkti ekki neitt, þetta var í einhverju eftirpartíi á Akureyri og seinni gerandinn var síðan strákur sem ég hafði þekkt alla mína ævi og var mjög góður vinur minn," segir Elín. „Með fyrra málið tók mig rosalegan langan tíma að átta mig á því hvað hafði gerst og viðurkenna fyrir sjálfri mér hvað hafði gerst. Af því að mín hugmynd um nauðgun var bara brjálað ofbeldi, þar sem væri rosaleg yfirtaka, öskur og læti. Og þetta var alls ekki þannig. Þannig að mín skilgreining á ofbeldi og nauðgun var bara allt önnur er hún er. Ég vissi ekkert um margar tegundir af nauðgunum og það tók mig mjög langan tíma að geta byrjað að tala um þetta." Hún telur að koma megi í veg fyrir þessi ranghugmynd hjá brotaþolum með öflugri kynfræðslu. „Þegar ég var í grunnskóla var alls engin fræðsla. Það var bara eitthvað um kynfærin og um kynsjúkdóma. En það vantar meiri fræðslu um tilfinningagreind og um mörk. Ég lifði svo ótrúlega lengi í skömm eftir fyrri nauðgunina og það er mjög stutt síðan ég skilaði þeirri skömm. Mér fannst þetta alltaf vera svo mikið mér að kenna af því ég vissi í rauninni ekki hvað ofbeldi væri. Það vantar þessa fræðslu inn í grunnskólana," segir Elín.Menntavísindasvið Háskóla Íslands við Stakkahlíð.MYND/HÁSKÓLI ÍSLANDSTil þess að svo megi verða þurfi að byrja í kennaraskólanum. Elín er nú að hefja vinnu að lokaverkefni þar sem hún ætlar að setja saman hugmynd að kynfræðsluáfanga fyrir kennara til þess að þeir séu sjálfir búnir undir kennsluna. „Til þess að geta talað um þessa hluti, til þess að geta talað um kynferðisofbeldi. Ég hef til dæmis sjálf verið með kennara í kennaraskólanum sem gat ekki einu sinni nefnt þetta á nafn í kennaraskólanum. Þegar ég sagði að ég hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi fór hún bara alveg í kleinu. En kennarar eiga að geta talað um þetta af því að þetta er fólk sem börn eiga að geta leitað til," segir Elín. Hún telur þessa víðtæku kynfræðslu eiga heima í námskrá grunnskólanna. „Þannig að það sé ekki bara „happa glappa" með hvaða kennara þú lendir. Mér finnst að þetta eigi að vera í námskránni og eigi að vera í Kennó. Að þetta sé bara eitthvað sem kennarar verði að geta kennt."
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira