Ríkisstjórn Trump ekki komin að sömu niðurstöðu og CIA Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2018 23:01 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Ríkisstjórn Donald Trump er ekki komin að þeirri niðurstöðu að Mohammad bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morð blaðamannsins Jamal Khashoggi. Þrátt fyrir að Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi komist að þeirri niðurstöðu og að Gina Haspel, yfirmaður stofnunarinnar, hafi kynnt Trump og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, niðurstöðuna í kvöld. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sendi út yfirlýsingu í dag þar sem stóð að ríkisstjórnin væri ekki komin að þessari niðurstöðu og þar stóð einnig að fréttir um slíkt væru rangar. Þar var þó ekkert minnst á að starfsmenn CIA teldu sig vissa um að MBS hefði fyrirskipað morðið, eins og haldið hefur verið fram í fréttum ytra. Þá sagði í yfirlýsingunni að ríkisstjórnin væri staðráðin í því að komast að hinu sanna í málinu og draga hina seku til ábyrgðar. Þó væri mörgum spurningum enn ósvarað.Fréttir fjölmiðla í Bandaríkjunum hafa ekki verið um að ríkisstjórn Trump hafi komist að niðurstöðu, heldur hafi starfsmenn CIA komist að áðurnefndri niðurstöðu.New York Times segir frá því að Kirsten Fontenrose, háttsettur starfsmaður öryggisráðs Hvíta hússins, sem kom sérstaklega að þeim refsiaðgerðum sem þegar hefur verið beitt gegn Sádi-Arabíu, hafi sagt af sér nú í gærkvöldi. Hún hafi kallað eftir frekari refsiaðgerðum og á hún að hafa deilt við yfirmenn sína vegna þessa. Trump og Pompeo ræddu við Haspel á leðinni frá Washington DC til Kaliforníu í kvöld þar sem farið var yfir málið. Washington Post hefur þó eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins að Trump hafi þegar vitað af sönnunargögnunum þegar hann sagði blaðamönnum fyrr í dag að hann hefði ekki séð þá. Þá segja áðurnefndir heimildarmenn að forsetinn sé að leita leiða til að komast hjá því að staðfesta niðurstöður CIA.MBS er í raun stjórnandi Sádi-Arabíu og mikill bandamaður ríkisstjórnar Trump. Í síðasta mánuði sagði Trump þó að morðið á Khashoggi hefði verið algjört klúður og að yfirhylmingin hefði verið sú versta í sögunni. Þessar nýjustu vendingar þykja ekki líklegar til að auðvelda viðleitni Trump til að viðhalda góðu sambandi við Sáda. Khashoggi var myrtur í byrjun október þegar hann fór í ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi til að verða sér út um skjöl svo hann gæti gifst unnustu sinni. Yfirvöld Tyrklands segja hann hafa verið myrtan af fimmtán mönnum sem hafi flogið frá Sádi-Arabíu um morgunin þann dag.Jamal Khashoggi.AP/Virginia MayoTyrkir hafa haldið því fram að MBS hafi sent þessa menn til að myrða Khashoggi. Fregnir hafa borist af því að á upptöku sem Tyrkir hafa komið höndum yfir megi heyra náinn ráðgjafa krónprinsins gefa mönnunum þá skipun að myrða Khashoggi í gegnum Skype.Sjá einnig: „Færið mér höfuð hundsins“Samkvæmt heimildum Washington Post innan Hvíta hússins hefur Trump nefnt að hann hafi ekki séð sönnun fyrir því að MBS hafi sjálfur skipað að Khashoggi yrði myrtur. Haspel mun hafa sýnt forsetanum sannanir fyrir því að nánir ráðgjafar krónprinsins hafi komið að morðinu. Starfsmenn CIA munu hafa greint upptökuna sem þeir fengu frá Tyrkjum og sömuleiðis símtöl. Þar á meðal er minnst eitt símtal frá einum af mönnunum sem komu að morðinu til náins ráðgjafa MBS. Samkvæmt Washington Post mun maðurinn hafa hringt í ráðgjafann til að segja honum að morðið hafi farið fram. Þá er forsetinn sagður hafa lýst yfir reiði sinni yfir því að líkamsleifar Khashoggi hafi ekki fundist. Tyrkir segjast fullvissir um að lík hans hafi verið bútað niður og það flutt út úr ræðisskrifstofunni í bútum. Síðan hafi líkamsleifunum jafnvel verið eytt með sýru eða þær faldar. Yfirvöld Sádi-Arabíu þvertaka fyrir að MBS hafi komið að morðinu með nokkrum hætti. Þeir segja hópinn hafa verið á eigin vegum og hafa fimm menn verið ákærðir vegna morðisins í Sádi-Arabíu. Þeir gætu verið dæmdir til dauðarefsingar. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18 Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 Trump ræðir við CIA um morð Khashoggi Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. 17. nóvember 2018 17:46 CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08 Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump er ekki komin að þeirri niðurstöðu að Mohammad bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morð blaðamannsins Jamal Khashoggi. Þrátt fyrir að Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi komist að þeirri niðurstöðu og að Gina Haspel, yfirmaður stofnunarinnar, hafi kynnt Trump og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, niðurstöðuna í kvöld. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sendi út yfirlýsingu í dag þar sem stóð að ríkisstjórnin væri ekki komin að þessari niðurstöðu og þar stóð einnig að fréttir um slíkt væru rangar. Þar var þó ekkert minnst á að starfsmenn CIA teldu sig vissa um að MBS hefði fyrirskipað morðið, eins og haldið hefur verið fram í fréttum ytra. Þá sagði í yfirlýsingunni að ríkisstjórnin væri staðráðin í því að komast að hinu sanna í málinu og draga hina seku til ábyrgðar. Þó væri mörgum spurningum enn ósvarað.Fréttir fjölmiðla í Bandaríkjunum hafa ekki verið um að ríkisstjórn Trump hafi komist að niðurstöðu, heldur hafi starfsmenn CIA komist að áðurnefndri niðurstöðu.New York Times segir frá því að Kirsten Fontenrose, háttsettur starfsmaður öryggisráðs Hvíta hússins, sem kom sérstaklega að þeim refsiaðgerðum sem þegar hefur verið beitt gegn Sádi-Arabíu, hafi sagt af sér nú í gærkvöldi. Hún hafi kallað eftir frekari refsiaðgerðum og á hún að hafa deilt við yfirmenn sína vegna þessa. Trump og Pompeo ræddu við Haspel á leðinni frá Washington DC til Kaliforníu í kvöld þar sem farið var yfir málið. Washington Post hefur þó eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins að Trump hafi þegar vitað af sönnunargögnunum þegar hann sagði blaðamönnum fyrr í dag að hann hefði ekki séð þá. Þá segja áðurnefndir heimildarmenn að forsetinn sé að leita leiða til að komast hjá því að staðfesta niðurstöður CIA.MBS er í raun stjórnandi Sádi-Arabíu og mikill bandamaður ríkisstjórnar Trump. Í síðasta mánuði sagði Trump þó að morðið á Khashoggi hefði verið algjört klúður og að yfirhylmingin hefði verið sú versta í sögunni. Þessar nýjustu vendingar þykja ekki líklegar til að auðvelda viðleitni Trump til að viðhalda góðu sambandi við Sáda. Khashoggi var myrtur í byrjun október þegar hann fór í ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi til að verða sér út um skjöl svo hann gæti gifst unnustu sinni. Yfirvöld Tyrklands segja hann hafa verið myrtan af fimmtán mönnum sem hafi flogið frá Sádi-Arabíu um morgunin þann dag.Jamal Khashoggi.AP/Virginia MayoTyrkir hafa haldið því fram að MBS hafi sent þessa menn til að myrða Khashoggi. Fregnir hafa borist af því að á upptöku sem Tyrkir hafa komið höndum yfir megi heyra náinn ráðgjafa krónprinsins gefa mönnunum þá skipun að myrða Khashoggi í gegnum Skype.Sjá einnig: „Færið mér höfuð hundsins“Samkvæmt heimildum Washington Post innan Hvíta hússins hefur Trump nefnt að hann hafi ekki séð sönnun fyrir því að MBS hafi sjálfur skipað að Khashoggi yrði myrtur. Haspel mun hafa sýnt forsetanum sannanir fyrir því að nánir ráðgjafar krónprinsins hafi komið að morðinu. Starfsmenn CIA munu hafa greint upptökuna sem þeir fengu frá Tyrkjum og sömuleiðis símtöl. Þar á meðal er minnst eitt símtal frá einum af mönnunum sem komu að morðinu til náins ráðgjafa MBS. Samkvæmt Washington Post mun maðurinn hafa hringt í ráðgjafann til að segja honum að morðið hafi farið fram. Þá er forsetinn sagður hafa lýst yfir reiði sinni yfir því að líkamsleifar Khashoggi hafi ekki fundist. Tyrkir segjast fullvissir um að lík hans hafi verið bútað niður og það flutt út úr ræðisskrifstofunni í bútum. Síðan hafi líkamsleifunum jafnvel verið eytt með sýru eða þær faldar. Yfirvöld Sádi-Arabíu þvertaka fyrir að MBS hafi komið að morðinu með nokkrum hætti. Þeir segja hópinn hafa verið á eigin vegum og hafa fimm menn verið ákærðir vegna morðisins í Sádi-Arabíu. Þeir gætu verið dæmdir til dauðarefsingar.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18 Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 Trump ræðir við CIA um morð Khashoggi Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. 17. nóvember 2018 17:46 CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08 Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18
Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57
Trump ræðir við CIA um morð Khashoggi Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. 17. nóvember 2018 17:46
CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08
Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57