Stórbruni í Hafnarfirði: Búið að rífa efri hæð hússins Birgir Olgeirsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 16. nóvember 2018 22:27 Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. Útlit er fyrir að slökkviliðsmenn verði að fram eftir degi segir Rúnar Helgason, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum klukkan sjö í morgun. Hvassviðri torveldaði slökkviliðsmönnum verkið og þá sprungu einnig gaskútar. Slökkviliðsmenn náðu að forða því að eldurinn breiddist út í nærliggjandi hús en vinnuvél og bíll skemmdust í brunanum.Allt tiltækt slökkvilið á vettavang Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna mikils elds í Glugga og hurðasmiðju SB á Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði klukkan 22:12 í kvöld. Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að aðstæður á vettvangi væru gríðarlegar erfiðar þegar slökkvilið bar að garði. Miklar spreningar voru á svæðinu þegar slökkvistarf hófst og umfang eldsins mikið. Reynt er að tryggja að eldurinn berist ekki í nálæg hús. Sjá einnig: Þurftu að sækja vatn til Garðabæjar vegna slökkvistarfs í Hafnarfirði Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá vettvangi hefur eldur ekki náð niður á neðri hæð hússins, eins og áður var talið, en mikill reykur er þar. Hefur eldur náð að læsa sig í bíl sem er fyrir utan neðri hæð hússins. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mun freistast til að senda reykkafara inn í húsið en fastlega má búast við að aðgerðir standi yfir í alla nótt.Hér fyrir neðan má sjá myndband af brunanum þegar hann var sem mesturLögreglan lokaði fyrir umferð til að tryggja öryggi. Hefur það haft í för með sér að sumir komast ekki til síns heima sem sakir standa. Aðstæður á vettvangi er mjög erfiðar, hvasst og rigning. Húsið er gjörónýtt, þakið hrunið en tugir slökkviliðsmann eru að störfum sem stendur. Er mikill eldsmatur í húsinu og reyna slökkviliðsmenn hvað þeir geta til að ráða niðurlögum hans. Lögreglan setti tilkynningu á Facebook vegna brunans. Hún biður fólk um að koma alls ekki á vettvang því það gerir viðbragðsaðilum erfitt fyrir. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 07:10Tugir slökkviliðsmanna voru að störfum þegar mest lét í kvöld.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmSlökkviliðsmenn áttu í fullu fangi með að ráða niðurlögum eldsins í kvöld enda aðstæður erfiðar, hvasst og rigning. Vísir/VilhelmEldurinn náði til ökutækis sem var við húsið.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmMynd sem var tekin af húsinu um klukkan ellefu í kvöld. Vísir/Vilhelm Tengdar fréttir Eigandi bílaverkstæðis á neðri hæð hússins segir skelfilegt að horfa upp á brunann Segir gaskúta, bensín á bílum og olíefni á verkstæðinu. 17. nóvember 2018 00:15 Aðstæður gríðarlega erfiðar og mikið um sprengingar Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður við stórbrunann í Hafnarfirði hafa verið gríðarlega erfiðar og miklar sprengingar á svæðinu þegar slökkvilið bar að garði. 16. nóvember 2018 23:37 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. Útlit er fyrir að slökkviliðsmenn verði að fram eftir degi segir Rúnar Helgason, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum klukkan sjö í morgun. Hvassviðri torveldaði slökkviliðsmönnum verkið og þá sprungu einnig gaskútar. Slökkviliðsmenn náðu að forða því að eldurinn breiddist út í nærliggjandi hús en vinnuvél og bíll skemmdust í brunanum.Allt tiltækt slökkvilið á vettavang Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna mikils elds í Glugga og hurðasmiðju SB á Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði klukkan 22:12 í kvöld. Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að aðstæður á vettvangi væru gríðarlegar erfiðar þegar slökkvilið bar að garði. Miklar spreningar voru á svæðinu þegar slökkvistarf hófst og umfang eldsins mikið. Reynt er að tryggja að eldurinn berist ekki í nálæg hús. Sjá einnig: Þurftu að sækja vatn til Garðabæjar vegna slökkvistarfs í Hafnarfirði Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá vettvangi hefur eldur ekki náð niður á neðri hæð hússins, eins og áður var talið, en mikill reykur er þar. Hefur eldur náð að læsa sig í bíl sem er fyrir utan neðri hæð hússins. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mun freistast til að senda reykkafara inn í húsið en fastlega má búast við að aðgerðir standi yfir í alla nótt.Hér fyrir neðan má sjá myndband af brunanum þegar hann var sem mesturLögreglan lokaði fyrir umferð til að tryggja öryggi. Hefur það haft í för með sér að sumir komast ekki til síns heima sem sakir standa. Aðstæður á vettvangi er mjög erfiðar, hvasst og rigning. Húsið er gjörónýtt, þakið hrunið en tugir slökkviliðsmann eru að störfum sem stendur. Er mikill eldsmatur í húsinu og reyna slökkviliðsmenn hvað þeir geta til að ráða niðurlögum hans. Lögreglan setti tilkynningu á Facebook vegna brunans. Hún biður fólk um að koma alls ekki á vettvang því það gerir viðbragðsaðilum erfitt fyrir. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 07:10Tugir slökkviliðsmanna voru að störfum þegar mest lét í kvöld.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmSlökkviliðsmenn áttu í fullu fangi með að ráða niðurlögum eldsins í kvöld enda aðstæður erfiðar, hvasst og rigning. Vísir/VilhelmEldurinn náði til ökutækis sem var við húsið.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmMynd sem var tekin af húsinu um klukkan ellefu í kvöld. Vísir/Vilhelm
Tengdar fréttir Eigandi bílaverkstæðis á neðri hæð hússins segir skelfilegt að horfa upp á brunann Segir gaskúta, bensín á bílum og olíefni á verkstæðinu. 17. nóvember 2018 00:15 Aðstæður gríðarlega erfiðar og mikið um sprengingar Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður við stórbrunann í Hafnarfirði hafa verið gríðarlega erfiðar og miklar sprengingar á svæðinu þegar slökkvilið bar að garði. 16. nóvember 2018 23:37 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Eigandi bílaverkstæðis á neðri hæð hússins segir skelfilegt að horfa upp á brunann Segir gaskúta, bensín á bílum og olíefni á verkstæðinu. 17. nóvember 2018 00:15
Aðstæður gríðarlega erfiðar og mikið um sprengingar Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður við stórbrunann í Hafnarfirði hafa verið gríðarlega erfiðar og miklar sprengingar á svæðinu þegar slökkvilið bar að garði. 16. nóvember 2018 23:37