Bara misskilningur um aldursgreiningar? Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 15. nóvember 2018 20:01 Í ljósi greinar Lilju Rósar Pálsdóttur, verkefnastjóra hjá Útlendingastofnun í Fréttablaðinu þann 15. nóvember., þar sem hún vísar í grein mína „Hvert er siðferði Háskóla Íslands“, frá 1. nóvember sl, vil ég ítreka innihald greinarinnar. Staðreyndin er sú að Háskóli Íslands er að undirbúa þjónustusamning um að aldursgreiningarnar á hælisleitendum með tanngreiningum fari fram innan veggja skólans. Verði það að veruleika tekur menntastofnunin HÍ sér þá stöðu að hafa áhrif á málsmeðferð umsækjenda um hæli hérlendis með líkamsrannsóknum. Þannig myndi HÍ framkvæma rannsóknir sem eru í andstöðu við yfirlýsingar UNICEF, Rauða krossins og fleiri mannúðarsamtaka sem eru mótfallin tanngreiningarrannsóknum. Það er aðkoma HÍ að þessum rannsóknum sem málið snýst um af hálfu stúdenta; hvort að skólinn eigi að standa fyrir þeim líkamsrannsóknum sem eru nýttar til ákvörðunar aldurs hælisleitenda. Það er enginn misskilningur um það, nema kannski hjá Útlendingastofnun? Þá er tilefni til að tjá Lilju að undirrituð og þeir stúdentaráðsliðar sem ég tala fyrir hafa að sjálfsögðu kynnt sér málið í þaula. Að Útlendingastofnun grípi til greinarskrifa í tilefni af grein minni og afstöðu Stúdentaráðs er áhugavert, enda er það alfarið á ábyrgð Háskóla Íslands ef rannsóknirnar munu fara fram á vegum skólans. Þetta hef ég hef ítrekað bent á og þá fyrst í september á fundi Stúdentaráðs HÍ. Samkvæmt lögum um háskóla er skýrt að háskólar ráða skipulagi starfsemi sinnar og ákveða hvernig henni er best fyrir komið. Útlendingastofnun eða nokkur önnur ríkisstofnun getur ekki sagt skólanum fyrir um hvaða starfsemi skuli fara fram innan skólans heldur er ákvörðunin alfarið í höndum HÍ. Vernd eða ekki vernd: Í grein Lilju Rósar Pálsdóttur, segir hún: „Að niðurstaða aldursgreiningar ráði því hvort einstaklingi sé veitt vernd en ekki þörfin fyrir vernd er misskilningur sem víða hefur borið á í umræðunni.“ Í grein minni frá 1. nóvember sl. er hvergi að finna fullyrðingu þess efnis að aldursgreiningin ráði úrslitum málsins. Enginn hefur haldið öðru fram en að börn njóti ólíkrar réttarverndar en fullorðnir í gildandi lagaumhverfi og að aldur skipti máli við ákvörðun um að veita hæli hérlendis. Það er ekki misskilningur um þessi atriði af hálfu stúdenta. Málið snýst um hvort að Háskóli Íslands skuli standa fyrir vafasömum rannsóknum sem nýttar eru til ákvörðunar aldurs hælisleitenda. Þess vegna hafa stúdentar fjallað um málið og vísað til laga, vísindasiðareglna og yfirlýsinga mannúðarsamtaka. Hvað ætlar HÍ að gera? Afstaða stúdenta hefur gengið út á með hvaða hætti HÍ er að taka sér stöðu í málefnum hælisleitenda hérlendis. Á sama tíma og LÍN hefur breytt sínum reglum og aukið aðgengi að námi, á sama ári og ræðumenn á útskrift HÍ tala fyrir því að skólinn eigi að taka vel á móti þeim sem leita til landsins, á meðan mannúðarsamtök hafa ályktað gegn þeim aðferðum sem HÍ vill nú semja um að taka þátt í, er virkilega til skoðunar innan HÍ að skólinn taki sér hlutverk sem hefur áhrif á afgreiðslu mála meðal þessa viðkvæma hóps. Skoðun stúdenta er að slíkt verkefni samrýmist ekki siðareglum HÍ.Höfundur er oddviti Röskvu og stúdentaráðsliði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi greinar Lilju Rósar Pálsdóttur, verkefnastjóra hjá Útlendingastofnun í Fréttablaðinu þann 15. nóvember., þar sem hún vísar í grein mína „Hvert er siðferði Háskóla Íslands“, frá 1. nóvember sl, vil ég ítreka innihald greinarinnar. Staðreyndin er sú að Háskóli Íslands er að undirbúa þjónustusamning um að aldursgreiningarnar á hælisleitendum með tanngreiningum fari fram innan veggja skólans. Verði það að veruleika tekur menntastofnunin HÍ sér þá stöðu að hafa áhrif á málsmeðferð umsækjenda um hæli hérlendis með líkamsrannsóknum. Þannig myndi HÍ framkvæma rannsóknir sem eru í andstöðu við yfirlýsingar UNICEF, Rauða krossins og fleiri mannúðarsamtaka sem eru mótfallin tanngreiningarrannsóknum. Það er aðkoma HÍ að þessum rannsóknum sem málið snýst um af hálfu stúdenta; hvort að skólinn eigi að standa fyrir þeim líkamsrannsóknum sem eru nýttar til ákvörðunar aldurs hælisleitenda. Það er enginn misskilningur um það, nema kannski hjá Útlendingastofnun? Þá er tilefni til að tjá Lilju að undirrituð og þeir stúdentaráðsliðar sem ég tala fyrir hafa að sjálfsögðu kynnt sér málið í þaula. Að Útlendingastofnun grípi til greinarskrifa í tilefni af grein minni og afstöðu Stúdentaráðs er áhugavert, enda er það alfarið á ábyrgð Háskóla Íslands ef rannsóknirnar munu fara fram á vegum skólans. Þetta hef ég hef ítrekað bent á og þá fyrst í september á fundi Stúdentaráðs HÍ. Samkvæmt lögum um háskóla er skýrt að háskólar ráða skipulagi starfsemi sinnar og ákveða hvernig henni er best fyrir komið. Útlendingastofnun eða nokkur önnur ríkisstofnun getur ekki sagt skólanum fyrir um hvaða starfsemi skuli fara fram innan skólans heldur er ákvörðunin alfarið í höndum HÍ. Vernd eða ekki vernd: Í grein Lilju Rósar Pálsdóttur, segir hún: „Að niðurstaða aldursgreiningar ráði því hvort einstaklingi sé veitt vernd en ekki þörfin fyrir vernd er misskilningur sem víða hefur borið á í umræðunni.“ Í grein minni frá 1. nóvember sl. er hvergi að finna fullyrðingu þess efnis að aldursgreiningin ráði úrslitum málsins. Enginn hefur haldið öðru fram en að börn njóti ólíkrar réttarverndar en fullorðnir í gildandi lagaumhverfi og að aldur skipti máli við ákvörðun um að veita hæli hérlendis. Það er ekki misskilningur um þessi atriði af hálfu stúdenta. Málið snýst um hvort að Háskóli Íslands skuli standa fyrir vafasömum rannsóknum sem nýttar eru til ákvörðunar aldurs hælisleitenda. Þess vegna hafa stúdentar fjallað um málið og vísað til laga, vísindasiðareglna og yfirlýsinga mannúðarsamtaka. Hvað ætlar HÍ að gera? Afstaða stúdenta hefur gengið út á með hvaða hætti HÍ er að taka sér stöðu í málefnum hælisleitenda hérlendis. Á sama tíma og LÍN hefur breytt sínum reglum og aukið aðgengi að námi, á sama ári og ræðumenn á útskrift HÍ tala fyrir því að skólinn eigi að taka vel á móti þeim sem leita til landsins, á meðan mannúðarsamtök hafa ályktað gegn þeim aðferðum sem HÍ vill nú semja um að taka þátt í, er virkilega til skoðunar innan HÍ að skólinn taki sér hlutverk sem hefur áhrif á afgreiðslu mála meðal þessa viðkvæma hóps. Skoðun stúdenta er að slíkt verkefni samrýmist ekki siðareglum HÍ.Höfundur er oddviti Röskvu og stúdentaráðsliði
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun