Leit að látnum gæti tekið vikur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. nóvember 2018 07:00 Gjörónýtir bílar í röðum eftir veginum frá Paradís. Getty/Justin Sullivan Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. Þetta hafði BBC eftir embættismönnum í ríkinu í gær. Fjölmargir eldar geisa enn í þessu fjölmennasta ríki Bandaríkjanna og samkvæmt Los Angeles Times hefur útbreiðsla þeirra tveggja stærstu, sem kenndir eru við Camp og Woolsey, ekki verið heft nema um þriðjung. Tala látinna hélt áfram að hækka í gær og eins og embættismenn benda á mun sú þróun halda áfram enda er hundraða enn saknað. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær höfðu lík 44 fundist. Fréttaveitan AP fjallaði ítarlega um störf leitarfólks í gær. Í umfjölluninni kom fram að í bænum Paradise, þar sem Camp-eldarnir geisa enn, sé fjöldi hópa að störfum. Leitarmenn notast við einfalda hugmyndafræði. Tóm innkeyrsla er góðs viti, einn bíll vekur áhyggjur en fleiri brenndir bílar eru sagðir uggvænlegur fyrirboði. Camp-eldarnir hafa valdið mestu tjóni. Þeir geisa í Butte-sýslu í norðurhluta ríkisins á um 500 ferkílómetra svæði. Samkvæmt tölfræði sem Los Angeles Times birti hafa 42 farist í eldunum, 6.522 heimili eyðilagst og 260 byggingar með atvinnustarfsemi. Þá ógna eldarnir 15.500 byggingum til viðbótar.Grafík/FréttablaðiðÚtbreiðsla eldhafsins hefur ekki verið heft nema um 30 prósent. Það er, ekki er búið að loka nema 30 prósentum þeirra átta sem eldurinn getur breiðst út í. Eldarnir eru þeir mannskæðustu í sögu Kaliforníu og slógu met elda sem geisuðu í Griffith Park árið 1933 og urðu 31 að bana. Woolsey-eldarnir geisa svo í suðurhlutanum á tæplega 400 ferkílómetra svæði. Þar hefur tvennt farist og 435 byggingar eyðilagst. Eldarnir ógna svo 57.000 byggingum til viðbótar. Útbreiðsla hefur verið heft um 35 prósent. Þótt slökkviliðsfólk hafi verið að störfum nærri upptökum Woolsey-eldanna, að berjast við Hill-eldana, og því komist tiltölulega snemma á vettvang náðu Woolsey-eldarnir að breiða hratt úr sér vegna mikilla þurrka og vinda. Vindhraði var um 20 metrar á sekúndu í gær og slökkvistarf því enn erfitt. Kory Honea, lögreglustjóri Butte-sýslu, sagði í fyrrinótt að stefnt væri að því að finna lík þeirra sem eru látnir eins fljótt og hægt er. „Af því ég veit hversu erfitt þetta getur verið fyrir aðstandendur,“ hafði AP eftir Honea. Lisa Jordan, viðmælandi AP frá Washington-ríki, sagðist hafa keyrt um þúsund kílómetra til að leita frænda síns, Nicks Clark, og MS-veikrar konu hans, Anne, í bænum Paradise. Hún sagði engan hafa getað veitt upplýsingar um hvort þau hefðu náð að yfirgefa svæðið né um hvort húsið þeirra stæði enn. „En ég held í vonina. Alveg þangað til maður fær síðustu fréttirnar verður maður að halda áfram að berjast.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Loftslagsmál Skógareldar Umhverfismál Tengdar fréttir Fangar vinna að slökkvistarfi í Kaliforníu Fangar í Butte-sýslu í Kaliforníu hafa aðstoðað slökkvilið við slökkvistarf við Camp-eldinn sem brunnið hefur undanfarna daga. Fangarnir fá einn dal á tímann fyrir starfið. 12. nóvember 2018 22:53 „Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00 Orðinn mannskæðasti eldsvoði í sögu ríkisins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu. 13. nóvember 2018 08:22 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. Þetta hafði BBC eftir embættismönnum í ríkinu í gær. Fjölmargir eldar geisa enn í þessu fjölmennasta ríki Bandaríkjanna og samkvæmt Los Angeles Times hefur útbreiðsla þeirra tveggja stærstu, sem kenndir eru við Camp og Woolsey, ekki verið heft nema um þriðjung. Tala látinna hélt áfram að hækka í gær og eins og embættismenn benda á mun sú þróun halda áfram enda er hundraða enn saknað. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær höfðu lík 44 fundist. Fréttaveitan AP fjallaði ítarlega um störf leitarfólks í gær. Í umfjölluninni kom fram að í bænum Paradise, þar sem Camp-eldarnir geisa enn, sé fjöldi hópa að störfum. Leitarmenn notast við einfalda hugmyndafræði. Tóm innkeyrsla er góðs viti, einn bíll vekur áhyggjur en fleiri brenndir bílar eru sagðir uggvænlegur fyrirboði. Camp-eldarnir hafa valdið mestu tjóni. Þeir geisa í Butte-sýslu í norðurhluta ríkisins á um 500 ferkílómetra svæði. Samkvæmt tölfræði sem Los Angeles Times birti hafa 42 farist í eldunum, 6.522 heimili eyðilagst og 260 byggingar með atvinnustarfsemi. Þá ógna eldarnir 15.500 byggingum til viðbótar.Grafík/FréttablaðiðÚtbreiðsla eldhafsins hefur ekki verið heft nema um 30 prósent. Það er, ekki er búið að loka nema 30 prósentum þeirra átta sem eldurinn getur breiðst út í. Eldarnir eru þeir mannskæðustu í sögu Kaliforníu og slógu met elda sem geisuðu í Griffith Park árið 1933 og urðu 31 að bana. Woolsey-eldarnir geisa svo í suðurhlutanum á tæplega 400 ferkílómetra svæði. Þar hefur tvennt farist og 435 byggingar eyðilagst. Eldarnir ógna svo 57.000 byggingum til viðbótar. Útbreiðsla hefur verið heft um 35 prósent. Þótt slökkviliðsfólk hafi verið að störfum nærri upptökum Woolsey-eldanna, að berjast við Hill-eldana, og því komist tiltölulega snemma á vettvang náðu Woolsey-eldarnir að breiða hratt úr sér vegna mikilla þurrka og vinda. Vindhraði var um 20 metrar á sekúndu í gær og slökkvistarf því enn erfitt. Kory Honea, lögreglustjóri Butte-sýslu, sagði í fyrrinótt að stefnt væri að því að finna lík þeirra sem eru látnir eins fljótt og hægt er. „Af því ég veit hversu erfitt þetta getur verið fyrir aðstandendur,“ hafði AP eftir Honea. Lisa Jordan, viðmælandi AP frá Washington-ríki, sagðist hafa keyrt um þúsund kílómetra til að leita frænda síns, Nicks Clark, og MS-veikrar konu hans, Anne, í bænum Paradise. Hún sagði engan hafa getað veitt upplýsingar um hvort þau hefðu náð að yfirgefa svæðið né um hvort húsið þeirra stæði enn. „En ég held í vonina. Alveg þangað til maður fær síðustu fréttirnar verður maður að halda áfram að berjast.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Loftslagsmál Skógareldar Umhverfismál Tengdar fréttir Fangar vinna að slökkvistarfi í Kaliforníu Fangar í Butte-sýslu í Kaliforníu hafa aðstoðað slökkvilið við slökkvistarf við Camp-eldinn sem brunnið hefur undanfarna daga. Fangarnir fá einn dal á tímann fyrir starfið. 12. nóvember 2018 22:53 „Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00 Orðinn mannskæðasti eldsvoði í sögu ríkisins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu. 13. nóvember 2018 08:22 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Fangar vinna að slökkvistarfi í Kaliforníu Fangar í Butte-sýslu í Kaliforníu hafa aðstoðað slökkvilið við slökkvistarf við Camp-eldinn sem brunnið hefur undanfarna daga. Fangarnir fá einn dal á tímann fyrir starfið. 12. nóvember 2018 22:53
„Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00
Orðinn mannskæðasti eldsvoði í sögu ríkisins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu. 13. nóvember 2018 08:22