Innlent

Fjordvik komið til hafnar í Hafnarfirði

Kjartan Kjartansson skrifar
Fjordvik við það að leggja að bryggju í Hafnarfirði í dag.
Fjordvik við það að leggja að bryggju í Hafnarfirði í dag. Vísir/Vilhelm
Dráttarbátur kom með sementflutningaskipið Fjordvik til hafnar í Hafnarfirði í dag þar sem það verður tekið til viðgerðar í þurrkví. Skipið strandaði við utanverðan hafnargarðinn í Helguvík um þarsíðustu helgi.

Fjordvik er sagt skemmt að aftarlega á bakborða skipsins. Það var fyrst dregið til Keflavíkur til viðgerðar nú um helgina.

Þyngja áFjordvik að framan en skipið er mjög sigið að aftan eftir að hafa legið við grjótgarð Helguvíkur í vikutíma frá því að það strandaði. Þetta er gert til að koma skipinu í flotkvína í Hafnarfirði.

Ljósmyndari Vísis var í höfninni í Hafnarfirði þegar Fjordvik kom þangað til hafnar og náði meðfylgjandi myndum.

Dráttarbátur dró Fjordvik frá Keflavík þar sem byrjað var að gera við skipið.Vísir/Vilhelm
Hvutti fylgdist spakur með þegar Fjordvik var dregið til hafnar.Vísir/Vilhelm
Kafarar hafa sagt að skrúfu og stýri Fjordvik vanti eftir að skipið standaði við Helguvík í byrjun mánaðar.Vísir/Vilhelm
Fjordvik nálgast höfn.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Fjordvik laust af strandstað

Sementsskipið Fjordvik er nú laust af strandstað og hefst nú flutningur á skipinu til Keflavíkur. Dráttarbátar frá Faxaflóahöfnum voru tilbúnir til að hefja tog á skipinu, sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík um síðustu helgi, yfir til Keflavíkur.

Gert við Fjordvik í Keflavík

Gert verður við sementsflutningaskipið Fjordvik í Keflavíkurhöfn, þangað sem skipið var dregið í gær, áður en það verður dregið til frekari viðgerða i þurrkví í Hafnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×